Fréttablaðið - 18.06.2012, Blaðsíða 12
12 18. júní 2012 MÁNUDAGUR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
HALLDÓR
Veiðigjald er komið á fyrir löngu í sjávarútveginum. Það gerðu útvegs-
menn sjálfir. Viðskipti með veiðiheim-
ildir eru umfangsmiklar og verðið afar
hátt. Veltan nemur tugum milljarða
króna á hverju ári. Tekjurnar renna nær
eingöngu til handhafa veiðiheimildanna.
Stjórnarflokkarnir hyggjast auka hlut
ríkissjóðs úr 9,46 kr. fyrir kíló af þorski
í 37 kr. fyrir veiðileyfið og hækka það
svo í 54 kr. eftir þrjú ár. Útgerðarfyrir-
tækin sjálf krefjast um 300 kr. í endur-
gjald fyrir réttinn. Það er áttfalt veiði-
gjald. Hlutur þeirra í tekjunum er 97%
og lækkar í 82% með áformum stjórn-
valda. Hlutur ríkisins verður ekki talinn
mikill.
Á síðasta fiskveiðiári voru 44% afla-
marksins flutt á milli skipa. Viðskipti
milli óskyldra aðila námu 76 þúsundum
tonna. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands
birti í maí 2010 skýrslu um markaðinn
með veiðiheimildir. Telur stofnunin að
hann sé skilvirkur og verðlagið endur-
spegli fjárhagslega getu fyrirtækjanna
til þess að greiða fyrir veiðiréttinn.
Bent er á að kvótalitlar og kvótalausar
útgerðir séu stórtækar á markaðnum
fyrir leigukvóta. Hlutur þeirra var fisk-
veiðiárið 2008/9 um 35% af öllum leigu-
kvóta í þorski og ýsu það ár. Nýlegri upp-
lýsingar eru ekki handbærar, en miðað
við þetta hlutfall leigðu kvótalitlar eða
kvótalausar útgerðir til sín og veiddu um
15.000 tonn af þorski og 10.000 tonn af
ýsu á síðasta fiskveiðiári. Þær greiddu
í veiðigjald 60-80% af verðinu, sem
fæst fyrir fiskinn á fiskmarkaði. Stóru
útgerðirnar, Samherji, HB Grandi og
Brim, leggja á allt að 80% veiðigjald í
krafti úrelts úthlutunarkerfis og kvóta-
markaðar, sem LÍÚ rekur.
Þótt ríkið auki hlut sinn í veiðigjald-
inu hækkar kvótaverðið ekki. Leigjendur
verða jafnsettir. Hagnaður af framsal-
inu verður eftir sem áður mjög mik-
ill eða þrefalt meiri en af veiðum. Þeir,
sem eftir hækkun veiðigjaldsins kaupa
veiðirétt til langs tíma, aflahlutdeild,
verða líka jafnsettir. Verði tekið tillit til
fjárskuldbindinga vegna keyptra afla-
hlutdeilda raskar hækkun veiðigjalds-
ins ekki forsendum kaupanna. Það er
löngu tímabært að framsal veiðiheimilda
verði fremur tekjustofn hins opinbera en
fáeinna útgerðarmanna.
Veiðigjaldið kom fyrir löngu
Sjávar-
útvegsmál
Kristinn H.
Gunnarsson
fv. alþingismaðurb ó k a b ú ð
f o r l a g s i n s
N
ýjustu tölur um framleiðslu fíkniefna hér á landi gefa
tilefni til vangaveltna um hvort ekki mætti eitthvað
betur fara í hvernig hér er staðið að forvörnum og er
þar áfengisstefnan ekki undanskilin.
Eftir hrun krónunnar árið 2008 og dýrtíðina sem þá
tók við hefur framleiðsla á kannabisefnum tekið kipp hér á landi,
að því er fram kemur í nýrri samantekt lögreglunnar á höfuð-
borgarsvæðinu. Þannig voru á
skrá lögreglu árið 2007 um tutt-
ugu brot sem tengdust kannabis-
framleiðslu, en voru orðin 180
þremur árum síðar. Um leið
margfaldaðist fjöldi kannabis-
plantna sem lögregla gerði upp-
tækar. Árið 2007 voru plönturnar
um þúsund talsins en síðustu ár
hefur fjöldinn verið á bilinu sex til tíu þúsund. Á sama tíma hafa
rannsóknir sýnt að neysla kannabisefna, og þá helst maríjúana,
hefur stóraukist hjá ungu fólki. Í fyrrahaust var frá því greint
íslensk ungmenni ættu Norðurlandamet í maríjúana neyslu. Og
ekki þarf annað en að ræða við framhaldsskólanema til að fá stað-
fest að þeir eiga auðveldara með að nálgast kannabisefni en áfengi.
Þá virðist lítið svarað linnulausum áróðri um meint skaðleysi
kannabisreykinga þar sem eiturlyfjasalar og hasshausar sem
réttlæta vilja eigin neyslu vitna gjarnan í eldgamlar rannsóknir.
„Kannabisefni eru einu ólöglega vímuefnin á Vesturlöndum sem
eiga sér aðdáendahóp, „kannabisbullurnar“ sem berjast skipulega
fyrir lögleiðingu þeirra,“ segir á vef SÁÁ.
Minna fer fyrir því að haldið sé á lofti nýrri rannsóknum sem
sanna skaðsemi þessa eiturlyfs, hvernig það eyðileggur námsgetu
(sem væntanlega bætir gráu ofan á svart í tölfræði um unglinga
sem ekki geta lesið sér til gagns), ógnar geðheilsu og veldur ánetj-
an sem hefur í för með sér veruleg fráhvarfseinkenni.
Því má að minnsta kosti velta fyrir sér hvort hátt verð og aðrar
aðgerðir sem gripið hefur verið til í forvarnaskyni til að beina
ungu fólki frá áfengi, svo sem blástursmælingar við inngang á
dans leikjum framhaldsskóla, ýti fremur undir að ungmennin leiti
annarra vímugjafa, svo sem maríjúana. Eftir uppgang þeirrar
framleiðslu síðustu ár er bæði ódýrara og auðveldara fyrir ung-
menni að hafa upp á slíkum efnum, auk þess sem þau sleppa
óhindrað í gegn um blástursmælingu skólanna sem viðhafa slík
meðul.
Vitanlega væri allra best að ungdómurinn héldi sig frá vímu-
efnaneyslu í hvaða mynd sem hún er, lögleg eða ólögleg. Með
fræðslu og þeirri fyrirmynd sem felst í eðlilegri umgengni við
áfengi má hins vegar teljast líklegra að neysla ungmenna hefj-
ist síðar og verði fremur innan ramma laga og reglna en raunin
er í núverandi fyrirkomulagi. Ekki verður fram hjá því horft að
tölurnar virðast benda til þess að þjóðin hafi með stefnu sinni í
forvarnamálum verðlagt áfengi út af markaðnum í ákveðnum
kreðsum og búið til rými fyrir aðra ólöglega vímugjafa. Hlýtur
þar að vera komið fullt tilefni til að endurmeta virkni þeirra for-
varnameðala sem hingað til hefur verið beitt.
Kannabisræktun aldrei meiri hér á landi.
Endurmeta þarf
forvarnastefnuna
Óli Kristján
Ármannsson
olikr@frettabladid.is
SKOÐUN
Lætin grátin
Egill Helgason sjónvarpsmaður
kvartar yfir því að ekki hafi verið
um neina kvöldskemmtun að
ræða í miðborg Reykjavíkur í gær.
Þykir honum heldur lágt risið á
þjóðhátíðardegi Íslendinga fyrir vikið.
Það er af sem áður var, því fáir hafa
skrifað meira um læti í miðbænum
en einmitt Egill. Hann hefur búið
þar lengi og kvartað sáran yfir þeim
ólifnaði sem fylgir kvöldfylliríum í
miðbænum. Nú má vel vera að
hann hafi séð fyrir sér dannaða
skemmtun þar sem saklaus
ungmenni dilluðu sér í takt við
fagra tóna. Reynslan ætti
þó að sýna honum að
þúsundum ungmenna fylgir fyllirí og
fylliríi fylgja læti. Þess vegna eru oft
læti í miðbænum.
Lítið er eldri manns gaman
Guðbergur Bergsson er eldri en
tvævetur þegar kemur að því að
hneyksla. Sú var tíð að hann
breytti íslenskum bók-
menntum á máta sem
sumum fannst hneykslan-
legur. Nú virðist hann helst
dunda sér við það að
ýfa sem flestar fjaðrir
og nota sem grófust
orð, aðeins til að
hneyksla. Það er
af sem áður var.
Persónulega sambandið
Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra sagði, í hátíðarávarpi sínu
í gær, að loks hyllti undir að
draumsýn Jóns Sigurðssonar og fleiri
um alíslenska stjórnarskrá yrði að
veruleika. Þetta er umhugsunarefni.
Jón var andsnúinn því að danskir
stjórnmálamenn hlutuðust til um
íslensk málefni, en hann vildi þó
halda persónulegu sambandi
Íslendinga og Danakonungs. Slíkt
er ekki að finna í drögum að
nýrri stjórnarskrá, en það
þykir alltaf fínt að veifa
Jóni á afmælinu hans.
kolbeinn@frettabladid.is