Fréttablaðið - 18.06.2012, Blaðsíða 16
FÓLK|HEIMILIÐ
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og
þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum.
Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 | Sverrir Birgir
Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 | Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427
Hús Gianni Versace er nú til sölu. Það er á Miami Beach í Flórída. Húsið kostar 125 milljónir doll-
ara en það eru litlir 16 milljarðar.
Húsið var byggt árið 1930 og er
fyrirmynd þess elsta hús í vesturhluta
heimsins, Alcazar de Colon í Dómin-
íska lýðveldinu, byggt árið 1510 af
syni Kristófers Kólumbus. Í fyrstu var
húsið kallað Casa Casuarina en eftir
að Jacques Amsterdam keypti það og
notaði sem þrjátíu eininga íbúðarhús-
næði fyrir listamenn og ríkt fólk var það
kallað Amsterdam-höllin.
Gianni Versace, ítalski fatahönnuður-
inn, keypti húsið árið 1993 á 2,9 millj-
ónir Bandaríkjadala eða 375,2 milljónir
króna. Hann keypti einnig autt hótel við
hliðina á húsinu til að hafa meira pláss.
Þar setti hann viðbyggingu við húsið,
bílskúr, sundlaug og garð en þessar
breytingar kostuðu 33 milljónir dollara.
Á meðan Versace var eigandi voru oft
haldin partí þar sem allir helstu lista-
menn heims og stórstjörnur skemmtu
sér. Versace fékk þó ekki að njóta húss-
ins lengi því hann var skotinn til bana
fyrir utan heimili sitt, 16. júlí 1997. Eftir
dauða Versace var húsið sett á uppboð
og milljarðamæringurinn Peter Loftin
keypti það. Árið 2009 var húsinu breytt
í hótel, veitingastað og spa og er nóttin
á hótelinu ein sú dýrasta sem fyrir-
finnst í Bandaríkjunum.
VERSACE-HÖLLIN TIL SÖLU
SÖGUFRÆGT HÚS TIL SÖLU Þetta fallega hús sem byggt var árið 1930 á
Miami Beach er nú til sölu á 125 milljónir dollara. Í dag er það hótel og veit-
ingastaður en áður átti Gianni Versace fatahönnuður heima þar.
FLOTT HÖNNUN Mikið
var lagt í hönnunina á
húsinu.
STÓRGLÆSILEGT
Húsið er eitt það glæsi-
legasta á Miami.
■ NOTALEGIR NÁGRANNAR
Hvort sem það er í garðinum heima
eða fyrir utan sumarbústaðinn er eitt-
hvað notalegt við þessa fiðruðu ná-
granna sem keppast syngjandi við að
færa björg í bú.
Auk þess eru þetta fínustu mein-
dýraeyðar og hjálpa okkur við að halda
skordýrum í lágmarki í garðinum, á um-
hverfisvænan hátt.
Þrátt fyrir að nóg sé af skordýrum í
garðinum má þó ekki gleyma að gefa
fuglunum því annars er ekki víst að þeir
setjist að. Hafið ekki áhyggjur af því að
þeir taki fóðrið fram yfir skordýrin því
þau tína þeir aðallega sem fæði fyrir
ungana sína.
SKEMMTILEGT FUGLAHÚS
Hjálpsamir smáfuglar
■ EYÐIBÝLI SKRÁSETT
Árið 2011 hófst Rannsóknarverkefnið Eyðibýli á Íslandi en að því
standa arkitektar, sagnfræðingar og jarðfræðingar meðal annarra.
Markmið verkefnisins er að rannsaka
og skrá umfang og menningarlegt vægi
eyðibýla og annarra yfirgefinna íbúðar-
húsa í sveitum landsins og stuðla að
björgun áhugaverðra og byggingarsögu-
lega mikilvægra húsa.
Sumarið 2011 voru skrásett eyðibýli og
yfirgefin hús á Suður- og Suðausturlandi.
Í ár verður Vesturland skoðað og Norðausturland tekið fyrir á sama
máta. Nú er hægt að fylgjast með framgangi verkefnisins á Facebo-
ok-síðunni Eyðibýli á Íslandi.
SAGA HÍBÝLA Í SVEITUM
GLUGGAR OG HURÐIR
Selós // Gagnheiði 72 // Selfoss // Sími 482 4100
Gluggar
Opnanleg fög
Útidyrahurðir
Svalahurðir
Rennihurðir
Bílskúrshurðir
www.selos.is
Gluggar og hurðir frá Selós eru CE vottuð og prófuð hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands Stofnað 1973
Ert þú að kaupa vottaða glugga og hurðir?