Fréttablaðið - 18.06.2012, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 18.06.2012, Blaðsíða 42
18. júní 2012 MÁNUDAGUR22 Litlir tappar eru varasamir ... fyrir litla tappa Ung börn, sérstaklega yngri en 3 ára, eiga það til að setja hluti upp í munninn. Skrúftappi á Fjörmjólk, D-vítamínbættri mjólk og á Stoðmjólk er af þeirri stærð að hann gæti verið varasamur ungum börnum. Við viljum biðja forráðamenn smábarna að hafa þetta hugfast. E N N E M M / S IA • N M 52 46 4 FÓTBOLTI Íslenska kvennalands- liðið í knattspyrnu lagði Unverja- land 3-0 að velli í undankeppni Evrópumótsins á laugardaginn. Með sigrinum er Ísland komið í toppsæti riðilsins þegar þremur leikjum er ólokið. „Við náðum oft flottu spili og komumst í góðar stöður til að gefa fyrir en það hefur stundum vantað að klára færin betur. Við hefðum getað skorað fleiri mörk í dag, kannski var eitt löglegt mark dæmt af okkur en við skoruðum þrjú og verðum að vera ánægð með það,“ sagði Sigurður Ragn- ar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari Íslands, en illa hefur gengið að skora í undanförnum leikjum. Íslenska liðið fékk óskabyrjun þegar Margrét Lára skoraði af stuttu færi eftir sjö mínútna leik. Fanndís Friðriksdóttir fékk tvö góð færi til að bæta við forystuna en brást bogalistin sem hefði getað reynst dýrkeypt. Framherji Ung- verja slapp einn í gegn en Þóra Björg Helgadóttir í marki Íslands bjargaði vel. Þá skoruðu Ungverj- ar mark sem virtist fullkomlega löglegt en dómaraþríeykið, sem átti ekki sinn besta dag, dæmdi markið af. Hólmfríður Magnús- dóttir skoraði baráttumark rétt fyrir hlé og Ísland með tveggja marka forskot í hálfleik. Íslensku stelpurnar voru mun betri aðilinn í síðari hálfleik en bættu þó aðeins við einu marki fyrir utan það sem ranglega var dæmt af. Það gerði hin 17 ára Sandra María Jessen með sinni fyrstu snertingu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. „Ég er í fyrsta lagi ánægð með að hafa fengið að spila, markið var bara bónus. Þetta fer í reynslu- bankann,” segir Sandra María en svo skemmtilega vill til að Mar- grét Lára Viðarsdóttir skoraði, líkt og Sandra María, í sínum fyrsta landsleik sem einnig var gegn Ungverjalandi árið 2003. Síðan hefur Magrét Lára spilað 80 lands- leiki og skorað 63 mörk. „Það hlýtur að boða gott að skora í sínum fyrsta leik gegn Ungverjalandi. Það gerði það fyrir mig. Það er frábært að fá Söndru og Elínu Mettu inn. Þetta eru ungar stelpur sem öðlast reynslu. Það er mikilvægt fyrir framhaldið og eydur breiddina í liðinu,“ segir Margrét Lára og Sigurður Ragnar tekur undir með henni. „Það er gaman að fá inn svona efnilegar stelpur og geta gefið þeim tækifæri. Það eru fleiri á leiðinni næstu árin,“ sagði Sig- urður Ragnar en Elín Metta og Sandra eru hluti af stórefnilegum 1995-árgangi í íslenskri kvenna- knattspyrnu. Þrátt fyrir að sigur Íslands hafi verið sannfærandi mátti lítið út af bregða til að verr hefði farið. Áður eru nefnd dauðafæri gestanna auk marksins sem ranglega var dæmt af. Þá hefði átt að vísa Söru Björk Gunnarsdóttur af velli fyrir fólskulegt brot um miðjan síðari hálfleikinn sem hefði sett íslenska liðið í erfiða stöðu. Sara, sem átti fínan leik, þykir hörð í horn að taka og mikilvægt fyrir íslenska liðið að hún láti ekki reka sig af velli vegna óskynsamlegra pirr- ingsbrota. Í ljósi lykilhlutverks Söru í liðinu væri það á við að missa tvo leikmenn af velli. Ísland mætir Búlgaríu ytra á fimmtudaginn en Búlgarir stein- lágu gegn Noregi 11-0 um helgina. Síðustu leikir riðilsins fara fram um miðjan september þegar Norð- ur-Írar koma í heimsókn áður en Norðmenn verða sóttir heim. Sá leikur verður að öllu eðlilegu úrslitaleikur um toppsæti riðils- ins sem gefur sæti í lokakeppni Evrópumótsins í Svíþjóð 2013. - ktd Ísland vann sannfærandi sigur á Ungverjum: Mörkin létu sjá sig MARKASKORARAR Hólmfríður Magnúsdóttir (til vinstri) og Margrét Lára Viðarsdóttir voru á skotskónum og fagna hér marki þeirrar fyrrnefndu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Cristiano Ronaldo skor- aði bæði mörk Portúgala sem unnu 2-1 sigur á Hollendingum í lokaum- ferð B-riðils Evrópumótsins í gær. Rafael van der Vaart hafði komið Hollendingum yfir snemma leiks og loks virtist sem Holland, sem fór leikandi létt í gegnum undan- keppnina og margir spáðu góðu gengi, væri búið að finna taktinn. Cristiano Ronaldo jafnaði metin um miðjan fyrri hálfleikinn og mark hans stundarfjórðungi fyrir leikslok gerði út um vonir Hollend- inga sem fóru stigalausir í gegnum keppnina og heitt undir sæti Berts van Marwijk landsliðsþjálfara sem nýverið framlengdi samning sinn við hollenska knattspyrnusam- bandið. Þjóðverjar sönnuðu í 2-1 sigri á Dönum að þeir eru líklegasta liðið til sigurs á mótinu. Liðið vann alla þrjá leiki sína í „Dauðariðlinum“ svonefnda. Danir urðu að leggja Þjóðverja að velli og staðan var 1-1 þar til tíu mínútum fyrir leikslok þegar Lars Bender tryggði Þjóð- verjum sanngjarnan sigur. Afar óvænt úrslit urðu í loka- umferð A-riðils á laugardaginn. Grikkir lögðu Rússa að velli 1-0 og tryggðu sér sæti í átta liða úrslit- unum á kostnað Rússa. Á sama tíma töpuðu gestgjafar Póllands með sama mun gegn Tékkum sem tryggðu sér efsta sæti riðilsins. Tékkar mæta Portúgölum í átta liða úrslitum á fimmtudag og Þjóð- verjar leika gegn Grikkjum dag- inn eftir. Mikil spenna er fyrir leiki dagsins í C-riðli þar sem Ítöl- um dugar sigur gegn Írum svo framarlega sem Spánn og Króatía skilja ekki jöfn 2-2 sem myndi tryggja báðum þjóðum sæti í átta liða úrslitunum á kostnað Ítala. - ktd Þjóðverjar fara áfram í átta liða úrslit EM með fullt hús stiga eftir sigur á Dönum: Ronaldo sá um Hollendinga HETJA OG LEIÐTOGI PORTÚGALA Cristiano Ronaldo fagnaði sigrinum og sæti í átta liða úrslitunum vel í Kharkiv í gærkvöldi. Ronaldo skoraði bæði mörkin og dreif liðs- félaga sína, aldrei þessu vant, áfram. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.