Fréttablaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 6
25. ágúst 2012 LAUGARDAGUR6
SPÁNN Bæjaryfirvöld í bænum Borja á Spáni er nokk-
ur vandi á höndum eftir að áttatíu og eins árs kona,
Cecilia Giménez að nafni, ætlaði að endurbæta aldar-
gamalt málverk af Jesú Kristi á vegg kirkju einnar í
bænum með misheppnuðum árangri.
Eins og Fréttablaðið greindi frá á miðvikudag lík-
ist verkið málverki af apa eftir þessar misheppnuðu
endurbætur.
Juan María Ojeda, formaður menningarráðs bæjar-
ins, segir bæjaryfirvöld vera að hugleiða að fara með
málið fyrir dómstóla sem þeim þykir þó ekki mann-
eskjuleg framganga þar sem Giménez býr við erf-
iðar aðstæður. Hún er með 60 ára gamlan son sinn á
framfæri en hann er fatlaður. Þar að auki glímir hún
við streitu og kvíða frá því að málið komst í hámæli
í spænskum fjölmiðlum. Dagblaðið El Mundo greinir
frá því að hún liggi að mestu fyrir og nærist lítið.
Giménez hefur sagt það í sjónvarpsviðtali í
spænska ríkissjónvarpinu að prestur kirkjunnar sem
og mörg sóknarbörn hafi vitað af þessi verki hennar.
„Ég gerði þetta ekkert fyrir luktum dyrum, hálfur
bærinn sá til mín,“ segir hún þar.
En viðgerðir hennar hafa ekki aðeins vakið vond
viðbrögð því á fésbókinni er búið að stofna aðdáenda-
síðu henni til heiðurs. Þar er meðal annars hvatt til
þess að málverkið verði látið vera eins og hún skildi
við það. Líklegast verður þeim þó ekki að ósk sinni
því nú eru sérfræðingar mættir í kirkjuna til að
kanna hvernig koma megi málverkinu sem mest í
fyrra horf. - jse
Konan sem eyðilagði óvart kirkjumálverk af Jesú á Spáni glímir við streitu:
Bærinn íhugar skaðabótamál
MÁLVERKIÐ FYRIR OG EFTIR MEÐHÖNDLUN GIMÉNEZ Á
fésbókinni er nú hvatt til þess að ekki verði átt frekar við mál-
verkið eftir misheppnaðar úrbætur Giménez. NORDIC PHOTOS/AFP
Ert þú dugleg/ur að sækja
leikhús?
Já 11,3%
Nei 88,7%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ættu nemendur á lokaári
grunnskóla að fá einkunnir í
bókstöfum í stað tölustafa?
Segðu þína skoðun á Vísir.is
KJÖRKASSINN
NOREGUR Norski fjöldamorðinginn
Anders Behring Breivik brosti
þegar dómstóll í Ósló sagðist hafa
komist að þeirri niðurstöðu að
hann væri sakhæfur og þyrfti að
sitja inni í 10 til 21 ár, hið minnsta.
Dómararnir voru nærri átta
klukkutíma að lesa upp dóminn,
sem er 106 blaðsíður. Þar er farið
ítarlega yfir öll ákæruatriðin og
sagt frá glæpum Breiviks, þegar
hann myrti 77 manns þann 22. júlí
á síðasta ári.
Að loknum lestri dómaranna
hugðist Breivik kveða sér hljóðs
og ávarpa herskáa þjóðernissinna
í Noregi og í Evrópu, en Wenche
Elizabeth Arntzen dómari þaggaði
strax niður í honum.
Almennt virðast Norðmenn
sáttir við niðurstöðu dómaranna.
Behring fær þyngsta dóm sem
norsk lög leyfa, og mun að öllum
líkindum sitja í fangelsi til ævi-
loka. Samkvæmt norskum lögum
verður hægt að framlengja dóm-
inn, fimm ár í senn, á meðan hann
þykir hættulegur samfélaginu.
Sjálfur virtist Breivik einnig
nokkuð sáttur.
„Hann hefur allan tímann haft
trú á að hann yrði úrskurðaður
sakhæfur,“ sagði Vibeke Hein
Bæra, lögmaður Breiviks, í við-
tali við norska sjónvarpið.
Breivik ítrekaði hins vegar það
sem hann sagði við upphaf réttar-
haldanna, að hann viðurkenni ekki
dómstólinn þar sem hann starfi í
umboði stjórnmálaflokka sem
styðja fjölmenningarhyggju. Hann
sagðist því hvorki geta samþykkt
né áfrýjað úrskurðinum.
Ákæruvaldið tók sér hins vegar
frest til að ákveða hvort dómnum
yrði áfrýjað. Samkvæmt lögum er
fresturinn tvær vikur.
„Tilhugsunin um mikið ofbeldi
og manndráp er greinilega örvandi
fyrir hinn ákærða,“ segir í dóms-
úrskurðinum.
Dómstóllinn tekur sérstaklega
fram að litlar líkur séu til þess
að hættan af honum minnki með
árunum.
„Þegar afplánun lýkur verður
lýðræðið, sem hinn ákærði vill
kollvarpa, áfram til staðar,“ segir
í dómsúrskurðinum. „Í Noregi
verða áfram innflytjendur af ólík-
um uppruna, með ólíka menningu
og ólík trúarbrögð. Hinn ákærði
gaf fyrir rétti til kynna að hann
myndi halda áfram pólitískri bar-
áttu sinni innan fangelsismúranna.
Að lokinni afplánun mun hinn
ákærði að öllum líkindum áfram
hafa vilja og getu til að fremja
mörg og afar hrottafengin dráp.“
Hann verður því hafður í ein-
angrun, að minnsta kosti næstu
tíu árin, og hittir varla nokkurn
mann nema fangaverðina. Hann
hefur þrjá klefa til umráða. Hver
þeirra er um það bil átta fermetr-
ar. Í einum er rúm, í öðrum eru
líkamsræktartæki en í þeim þriðja
er skrifborð með tölvu, skrúfaðri
fastri. Hann hefur ekki aðgang
að neti, en getur komist út í lítinn
afgirtan garð í að minnsta kosti
klukkutíma á dag.
gudsteinn@frettabladid.is
Breivik reyndi að
ávarpa öfgamenn
Norðmenn virðast almennt sáttir við dóminn yfir Anders Behring Breivik.
Hann sjálfur ítrekar að hann viðurkenni ekki dómstólinn og neitar að áfrýja.
Dómararnir telja litlar líkur á að hann verði hættuminni með árunum.
GEIR LIPPESTAD, ANDERS BEHRING BREIVIK OG VIBEKE HEIN BÆRA Breivik og
lögmenn hans hlýða á dómara lesa upp úrskurð sinn í gær. NORDICPHOTOS/AFP
Í vetur verður 12 spora námskeið í Háteigskirkju sem ber
nafnið Andlegt ferðalag með vinum í bata.
Námskeiðið hefst á tveimur kynningarfundum í safnaðarheimili
kirkjunnar miðvikudagna 29. ágúst og 5. september og hefjast
þeir báðir kl. 19.30. Samverurnar verða svo vikulega í safnaðar-
heimili kirkjunnar á miðvikudögum milli kl. 19.30 - 21.30.
Saman göngum við öruggum skrefum í gegnum sporin tólf.
Síðasta samveran verður 12. desember.
Allir eru hjartanlega velkomnir og það er ekkert þátttökugjald.
Nánari upplýsingar veittar á netfanginu
hateigskirkja@hateigskirkja.is eða í síma 511 5400
Andlegt ferðalag
í Háteigskirkju
– 12 spora námskeið
Getum tekið á móti nokkrum
5 ára börnum til viðbótar.
Skólinn hefst fimmtudaginn 30. ágúst.
Skóli Ísaks Jónssonar
Starf - Háttvísi - Þroski - Hamingja
Íslensk börn hefja fæst reglulegt
nám fyrr en í sex ára bekk. Síðustu
áratugi hefur nokkuð stór hópur
foreldra valið að senda börn sín
til náms ári fyrr í sérstaka bekkjar-
deild fyrir fimm ára börn sem
starfrækt er við Skóla Ísaks
Jónssonar.
Hafið samband í síma 553 25 90,
í gegnum netfangið
siganna@isaksskoli.is eða
á vefnum www.isaksskoli.is til
að fræðast nánar um Ísaksskóla.
Tilhugsunin um mikið
ofbeldi og manndráp
er greinilega örvandi fyrir
hinn ákærða.
ÚR DÓMSÚRSKURÐINUM
SKIPULAGSMÁL Jón Gnarr borgarstjóri og
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri hittust í
Kópavogi í gær og ræddu um möguleikann á
nýrri brú yfir Fossvog.
„Þetta er skemmtileg hugmynd sem hefur
verið til umræðu í Kópavogi í nokkur ár.
Brúin yrði nýr og umhverfisvænn valkostur í
samgöngum og táknmynd aukinnar samvinnu
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu,“ segir
Ármann bæjarstjóri.
„Ég er mjög hrifinn af þessari hugmynd,
bæði fyrir hjólandi og gangandi og hugsan-
lega líka fyrir strætó,“ segir Dagur B. Egg-
ertsson, formaður borgarráðs.
Hugmynd sem nú er í umræðunni snýst
eingöngu um brú fyrir hjólareiðamenn og
göngufólk. Aðspurður segir Dagur ekki víst
að miklu dýrara yrði að gera brúna einnig
akfæra fyrir strætisvagna. „Hugmyndin er
að tæknimönnum verði falið að finna út úr
því hvort breyta þurfi hönnunarforsendum
mikið,“ svarar Dagur og bætir við brúin gæti
létt mjög mikið á stórum umferðaræðum.
Brú yfir Fossvog var í vinningstillögu um
skipulag Vatnsmýrarinnar fyrir nokkrum
árum en hugmyndin er miklu eldri en það. Í
samkeppni um skipulag Fossvogs árið 1961
lagði Sigurlaug Sæmundsdóttir arkitekt til
akbrú úr Kársnesi yfir í Reykjavík. „Það þótti
alveg fjarstæðukennt að ætla að brúa Foss-
voginn,“ segir Sigurlaug um viðbrögðin á
þeim tíma. - gar
Borgarstjóri heimsótti bæjarstjórann í Kópavogi sem er jákvæður gagnvart nýrri brú milli sveitarfélaganna:
Fossvogsbrú yrði tákn aukinnar samvinnu
FORYSTUMENN HITTAST Borgarstjóri og formaður
borgarráðs heimsóttu í gær bæjarstjórann í Kópavogi
og aðra forystumenn meirihlutaflokkanna þar.
MYND/S. BJÖRN BLÖNDAL