Fréttablaðið - 21.08.2012, Síða 1

Fréttablaðið - 21.08.2012, Síða 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Þriðjudagur skoðun 14 SÉRBLAÐ í Fréttablaðinu Fólk veðrið í dag 21. ágúst 2012 195. tölublað 12. árgangur KIRSUBERJATÓMATAR Á ÍTALSKAN HÁTTKirsuberjatómatar eru sérlega hollir og góðir. Skerið tómatana í tvennt og leggið í ofnfast fat. Vætið þá með smávegis ólífuolíu og balsamediki. Örlítið salt yfir. Bakið í ofni í einn og hálfan tíma við 150°C. Ótrúlega gott með fiski eða kjöti. LAUS VIÐ LYFINHEILSUHÓT ÍBlá Útsalan er hafin Opið virka daga í sumar frá kl. 9 -18 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.is Rafknúnirlyftihæginda Teg 81103 - létt fóðraður í B,C skálum á kr. 5.500,- buxur í stíl á kr. 1.995,- Sívinsæll í nýjum glæsilegum lit Laugavegi 178 - Sími: 551 3366Þú mætir - við mælum og aðstoðumwww.misty.isOpið frá 10-18 virka daga.Lokað á laugardögum í sumar Alveg ótrúlegt Dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir hjóp tíu kílómetra á 57,57 mínútum á 57 ára afmælisdaginn. tímamót 20 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG N1 BLAÐIÐ MENNTUN Skólarnir eru að hefj- ast sem þýðir að fjöldi nemenda er um þessar mundir að kaupa sér námsgögn. Líklega eru bækurnar stærsti kostnaðarliðurinn hjá mennta- og háskólanemum en á bóka- markaðnum kennir ýmissa grasa. Hinir sígildu skiptibóka- markaðir eru alltaf vinsælir, enda hægt að spara töluverða fjármuni með því að kaupa not- aðar bækur frekar en nýjar. Skiptibókamarkaðir á netinu hafa verið að ryðja sér til rúms á undanförnum árum. Sífellt fleiri kjósa að kaupa og selja bækur á netinu, enda oft hægt að gera reyfarakaup. Vefsíðan skipti- bokamarkadur.is er stærst en fleiri síður hafa þó skotið upp kollinum. Þá eru notuð náms- gögn einnig seld á Facebook- markaðnum og bland.is. - trs / sjá síðu 34 Notaðar bækur á netinu: Valkostir nema í bókakaupum hafa aukist NEMAR SKOÐA ÚRVALIÐ Mikið var að gera í versluninni Office 1 í Skeifunni í gær enda skólarnir að byrja. Nú kjósa sífellt fleiri að kaupa bækur á skiptibókamörkuðum á netinu en þó ekki allir. FRÉTTABLAÐIÐ / PJETUR VIÐSKIPTI Tekjur Hörpu, án fram- lags eigenda, á rekstrarárinu 2012 eru 255,9 milljónum króna lægri en lagt var upp með. Þá er kostnaður við rekstur Hörpu 233,9 milljónum krónum hærri. Því munar alls um 489,8 millj- ónum króna á því sem lagt var upp með og nýjustu áætlunum fyrir árið 2012. Til viðbótar leggja eigendur Hörpu, íslenska ríkið og Reykjavíkurborg, Hörpu til 983 milljónir króna í ár. Það fé fer í greiðslu fjármagnskostn- aðar. Þetta kemur fram við saman- burð á rekstraráætlun Portus- samstæðunnar, sem á Hörpu, fyrir árin 2011-2014 og úttekt sem KPMG gerði á rekstri og skipulagi Hörpu og skilað var í lok maí síðastliðins. Fréttablaðið hefur rekstraráætlunina undir höndum. Í KPMG-úttektinni kom fram að rekstrartap Hörpu yrði 407 milljónir króna í ár. Á meðal þess sem forsvars- menn Hörpu gerðu ráð fyrir að myndi gerast á fyrsta rekstrar- ári hússins var að það myndi ná til sín 45 prósenta hlutdeild á ráðstefnuhaldsmarkaði. Það gekk ekki eftir og tekjur vegna ráðstefna voru um 90 milljónum króna lægri en upphaflega var áætlað. Þessi hlutdeild á markaðnum hefði krafist rúmlega 52.000 gesta. – þsj / sjá síðu 12 Harpa átti strax að ná 45 prósenta markaðshlutdeild í ráðstefnuhaldi: Lítið stóðst af áætlunum Hörpu LÖGREGLUMÁL Embætti ríkissak- sóknara hefur gefið út ákæru á hend- ur Gunnari Andersen, fyrrum for- stjóra Fjármálaeftirlitsins (FME), og starfsmanni Landsbankans fyrir brot á þagnarskyldu með því að brjóta bankaleynd, samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins. Gunnar hefur auk þess verið ákærður fyrir brot í opinberu starfi. Ákæran var gefin út um miðjan júlí síðastliðinn. Brot á þagnarskyldu getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Málið snýst um að Gunnar er tal- inn hafa fengið starfsmann Lands- bankans til að afla gagna um fjár- mál Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns fyrir sig. Þeim gögn- um var síðan komið til DV sem birti frétt byggða á gögnunum. Stjórn FME tilkynnti Gunnari að til stæði að segja honum upp störf- um föstudaginn 17. febrúar síð- astliðinn. Þann 1. mars leysti hún Gunnar síðan formlega frá störfum og kærði hann auk þess til lögreglu fyrir brot í starfi. Starfsmaður Landsbankans sem aflaði gagnanna var sendur í ótímabundið leyfi. Auk þeirra tveggja höfðu Ársæll Val- fells, lektor við Háskóla Íslands, og Ingi Freyr Vilhjálmsson, frétta- stjóri DV, réttarstöðu sakborninga í málinu. Mál þeirra tveggja síðast- nefndu var hins vegar látið niður falla og var þeim tilkynnt um það seinni part júlímánaðar. Ársæll sagði í yfirlýsingu sem send var út 12. mars að hann hefði komið gögnum um Guðlaug Þór frá FME til DV. Maður hefði komið heim til hans og beðið hann um að koma gögnunum til Gunnars Ander- sen. Gunnar hefði síðar beðið hann um að koma gögnunum til DV, sem hann hefði gert. Þann 29. febrúar birtist síðan frétt í DV um að eignarhaldsfélag í eigu Guðlaugs Þórs hefði fengið greiddar tæpar 33 milljónir króna frá Landsbanka Íslands í júní 2003 vegna sölu hans á umboði fyrir tryggingamiðlun svissneska trygg- ingafélagsins Swiss Life, sem hann seldi til Landsbankans á þessum tíma. - þsj Gunnar Andersen ákærður Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fyrrum forstjóra Fjármálaeftirlitsins og starfsmanni Lands- bankans fyrir brot á þagnarskyldu. Snýst um öflun fjárhagslegra upplýsinga um Guðlaug Þór Þórðarson. Kastljós fjallaði um aðkomu Gunnars að aflandsfélögum í eigu Lands- bankans, þegar hann starfaði fyrir bankann fyrir nokkrum árum, í nóvember 2011. Á grunni þess sem þar var fjallað um ákvað stjórn FME síðar að segja Gunnari upp störfum. Í samtali við Fréttablaðið þann 5. mars sagði Gunnar að það hefði verið „fullyrt í mín eyru, af mönnum sem ég treysti og trúi, að Guðlaugur Þór hafi komið gögnunum til Kastljóss sem umfjöllun þáttarins um mig byggði á“. Guðlaugur Þór neitaði þessu staðfastlega og sagði þetta vera „örvæntingar- fulla tilraun manns með slæma samvisku og hann verður sjálfur að svara fyrir sínar gjörðir“. Sagði Guðlaug Þór hafa lekið í Kastljós RIGNING MEÐ KÖFLUM sunnan- og austanlands og svo norðan og vestan til þegar á daginn líður. Fremur hægur vindur og hiti á bilinu 10 til 18 stig, hlýjast vestan- lands. VEÐUR 4 15 13 12 1513 Útlitið svart í Grindavík Fram og Selfoss unnu bæði mikilvæga sigra í fallbaráttunni í gær. sport 30 Dönsk stórmynd Leikstjórinn Dagur Kári er bæði með danska og íslenska mynd í bígerð. popp 34

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.