Fréttablaðið - 21.08.2012, Side 2

Fréttablaðið - 21.08.2012, Side 2
21. ágúst 2012 ÞRIÐJUDAGUR2 SPURNING DAGSINS MEXÍKÓ Á fjórða hundrað lög- reglumenn sem störfuðu á stærsta flugvelli Mexíkóborg- ar hafa verið færðir til í starfi eftir að þrír lögreglumenn voru skotnir til bana í júní af starfs- félögum sínum sem tóku þátt í fíkniefnasmygli. Farþegar sem komu frá Lima í Perú földu fíkniefni á salernum flugvallarins áður en þeir fóru í gegnum tolleftirlit. Lögreglu- menn sem tóku þátt í smyglinu sóttu fíkniefnin á salernin og fluttu þau út af flugvellinum. Ljóst þykir að lögreglumenn- irnir þrír hafi verið skotnir til bana eftir að hafa komist á spor smyglaranna. - ibs Löreglumenn smygluðu dópi: Skutu starfs- félaga til bana NOREGUR Dómur verður kveðinn upp í máli norska hryðjuverka- mannsins Anders Behring Brei- vik í Ósló á föstudag. Breivik er ákærður fyrir morð og hryðjuverk og hefur játað að hafa orðið 77 manns að bana með sprengju- og skotárásum þann 22. júlí í fyrra. Aðallega var tekist á um sakhæfi hans í tíu vikna löngum réttarhöldum, sem lauk í júní. Saksóknarar vilja fá hann dæmdan til vistunar á geð- sjúkrahúsi en verjendur Breiviks og hann sjálfur vilja að hann verði dæmdur sakhæfur og í fangelsi. - þeb Stærstu réttarhöld Noregs: Breivik dæmd- ur á föstudag ANDERS BEHRING BREIVIK VIÐSKIPTI Opinbert málgagn Páfa- garðs, L‘Osservatore, vill að fyrir tækið Mattel, sem framleið- ir Barbie-brúðurnar, selji sköll- ótta útgáfu hennar til verslana. Fyrirtækið hefur nú þegar hannað sköllótta Barbie-brúðu en fyrirhugað er að nýja útgáfan verði gefin sjúkrahúsum. Nýja útgáfan var þróuð í kjöl- far herferðar móður á Facebo- ok en dóttir hennar hafði misst hárið í krabbameinsmeðferð í Bandaríkjunum. Um 150 þúsund manns lýstu yfir stuðningi við hugmynd móðurinnar, að því er greint er frá á fréttavef breska blaðsins The Guardian. - ibs Málgagn Páfagarðs: Sköllótt Barbie í hillur verslana SÝRLAND, AP Tugir manna féllu í sprengjuárásum stjórnarhersins á borgirnar Aleppo og Daraa í Sýr- landi í gær, á öðrum degi lokahá- tíðar föstumánaðarins ramadan. Lokahátíðin er þriggja daga hátíð, sem múslimar halda upp á með því að fara í sparifötin, snæða góðan mat og heimsækja grafir látinna ástvina sinna. Á sunnudaginn, fyrsta dag hátíðarinnar, gerði herinn að miklu leyti hlé á árásum sínum, en árásirnar í gær sýna að Bas- har al-Assad forseti lætur ekki trúarhátíðina stöðva viðleitni sína til að vinna bug á uppreisn- armönnum. Ummæli Lakhdars Brahim- is, friðarerindreka Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins í Sýrlandi, þess efnis að ekki væri lengur um það að ræða að koma í veg fyrir að borgarastríð brjótist út, heldur þurfi starfið nú að bein- ast að því að stöðva borgarastríð sem þegar væri hafið, hafa farið fyrir brjóstið á sýrlenskum ráða- mönnum. Utanríkisráðuneyti Sýrlands segir að Brahimi geti ekki tek- ist ætlunarverk sitt nema með því að fá þau ríki, sem styðja uppreisnar menn, til þess að láta af stuðningi sínum. - gb Harðir bardagar í Aleppo á öðrum degi lokahátíðar föstumánaðar múslima: Sprengjuárásir kostuðu tugi lífa ÁRÁSIR Á ALEPPO Stjórnarherinn varpaði fjölda sprengja á fjölmennustu borg landsins. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUMÁL Rúmlega fertug lettnesk kona situr nú í gæsluvarðhaldi eftir að hún var gripin með 700 grömm af kókaíni í Leifsstöð í byrjun mánaðarins. Í tilkynningu frá lögreglu segir að konan hafi verið að koma frá Spáni og við reglubundið toll- eftirlit hafi grunur vaknað um að hún hefði fíkni- efni meðferðis. Kókaínpakkningin hafi svo fundist undir hárkollu sem hafði verið saumuð fast við hár hennar. Talið er að konan sé burðardýr og að átt hafi að selja efnið hérlendis. Hún hefur áður komið til Íslands en hefur ekki fyrr komið við sögu lögreglu. Hún mun sæta varðhaldi til 23. ágúst. Þótt smyglleiðin sé vissulega óvenjuleg þá er hún ekki einsdæmi. Vorið 2005 kom rúmlega sextug heyrnarskert kona til landsins frá Hollandi, og við leit fundust 800 grömm af kókaíni í hárkollu henn- ar. Sú var með bandarískt og hollenskt ríkisfang. Jóhann R. Benediktsson, þáverandi lögreglu- stjóri á Suðurnesjum, sagði þá að smygltilraun- in væri ein sú ósvífnasta og djarfasta sem menn hefðu séð og kvaðst ætla að gera kollegum sínum í öðrum löndum viðvart um þennan möguleika. - sh 700 grömm af fíkniefnum undir hárkollu lettneskrar konu í Leifsstöð: Kona tekin með kókaín í hárinu TOLLSKOÐUN Efnin fundust við reglubundna tollskoðun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SLYS Maður á fimmtugsaldri lést vegna áverka sem hann hlaut eftir fall af torfærumótorhjóli undir Lyklafelli á Sandskeiði á sunnu- dagskvöld. Að sögn lögreglu kallaði fólk sem var með manninum eftir aðstoð vegna slyssins klukkan rúmlega sjö um kvöldið. Maðurinn lést á gjörgæsludeild Landspítal- ans um nóttina. Lögregla rannsak- ar enn tildrög slyssins. Svæðið þar sem slysið átti sér stað er nokkuð vestar en skipu- lagt torfæruaksturssvæði Mótor- hjóla- og snjósleðaíþróttasam- bands Íslands (MSÍ) við Bolöldu. Samkvæmt heimildum blaðsins var maðurinn vanur torfæruakstri á mótorhjóli og með allan nauðsyn- legan öryggisbúnað. - óká Banaslys á Sandskeiði: Lést eftir fall af torfæruhjóli VIÐSKIPTI Apple varð í gær dýr- mætasta fyrirtæki sögunnar að nafnvirði. Væntingar um nýja vörulínu frá Apple í haust hafa ýtt undir hækkanir á hlutabréfa- virði fyrirtækisins síðustu daga og í gær hækkaði það um 2,63%. Varð heildarverðmæti fyrir- tækisins þar með 623 milljarðar Bandaríkjadala, jafngildi tæp- lega 75.000 milljarða króna. Þar með bætti Apple met Microsoft frá hátindi netbólunnar árið 1999 þegar fyrirtækið var metið á 621 milljarð dala. - mþl Verðmætast allra fyrirtækja: Apple nær nýj- um hæðum Enginn fullur úr flugi í bíl Enginn af 279 ökumönnum sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði á leið frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir og um helgina reyndist vera ölvaður. „Örfáir höfðu gleymt ökuskírteininu sínu heima,“ segir í tilkynningu lög- reglu. LÖGREGLUFRÉTTIR MENNTUN Fjörutíu þúsund grunn- skólabörn hefja nýtt skólaár í þessari viku og þar af um fjögur þúsund í fyrsta bekk. Umferðarstofa brýnir fyrir fólki að taka tillit til aukinnar umferð- ar sem hlýst af skólabyrjun og nýliðum í umferðinni. Grunnskólar í Reykjavík verða settir á morgun. Flest börn stunda nám í borginni, eða um fjórtán þúsund í 34 almennum skólum, tveimur sérskólum og fimm einkaskólum. Grunnskólar í Garðabæ og Kópavogi verða einnig settir á morgun, en á fimmtudag í Hafn- arfirði, á Álftanesi og í Mos- fellsbæ. Þá verður grunnskóli Seltjarnarness settur á föstudag. Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu verður með aukið eft- irlit með umferð í þessari viku vegna skólabyrjunarinnar og hvetur ökumenn til að gera ráð fyrir stóraukinni umferð í sínum tímaáætlunum. „Lögregla mun á sama tíma auka sýnilegt eftirlit á stofnæð- um höfuð borgarsvæðisins sér- staklega en einnig í íbúðahverf- um í nágrenni við grunnskóla. Markmiðið er sem fyrr að minna ökumenn á að fara varlega í umferðinni,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Barn sem er að byrja í skóla hefur ekki þroska eða reynslu til að átta sig á því sem skiptir máli að gefa gaum að í umferðinni að sögn Umferðarstofu. Nauðsyn- legt er því að brýna fyrir börn- um að þótt þau sjái bíla sé ekki öruggt að bílstjórar sjái þau. Ef þau eru gangandi er mikilvægt að velja frekar þá leið þar sem þarf að fara yfir fæstar götur en stystu leiðina. Þar sem keyra verður börn í skólann er nauðsynlegt að huga að því hvar þeim er hleypt út úr bílnum, og að það sé ekki gert þar sem hætta geti skapast. thorunn@frettabladid.is Umferðarstofa hvetur til þess að foreldrar hafi þessi tíu atriði í huga, kenni börnum sínum og fari sjálfir eftir reglunum líka. 1. Æfum leiðina í og úr skóla með barninu. 2. Veljum öruggustu leiðina í skólann – ekki endilega stystu. 3. Leggjum tímanlega af stað, flýtum okkur ekki. 4. Setjum einfaldar og fáar reglur sem barnið á að fara eftir. 5. Kennum barninu að fara yfir götu, með og án ljósastýringar. 6. Verum sýnileg, notum endurskinsmerki. 7. Notum hjólreiðahjálm, bæði börn og fullorðnir. 8. Notum viðeigandi öryggisbúnað í bifreið, bæði börn og fullorðnir. 9. Tökum tillit til annarra vegfarenda, sérstaklega í nánd við skóla. 10. Förum eftir leiðbeiningum skólans um umferð á skólasvæðinu. 10 ráð frá Umferðarstofu Fjögur þúsund ný börn í umferðinni Grunnskólar verða víðast hvar settir í vikunni. Um fjörutíu þúsund börn hefja þá skólaárið með tilheyrandi umferðarþunga. Umferðarstofa brýnir fyrir fólki að kenna börnum á umferðina og lögreglan verður með aukið eftirlit víða. SKÓLABYRJUN FRAM UNDAN Grunnskólar verða settir í vikunni og má því búast við aukinni umferð þegar fjörutíu þúsund börn hefja skólaárið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Guðný, þetta fólk hefur þá ekki tekið til fótanna? „Það má segja að sumum hafi orðið fótaskortur.“ Guðný Zöega fornleifafræðingur grefur upp aflagðan kirkjugarð frá elleftu öld í Skagafirði. Þar hafa bein verið flutt úr garðinum en úr sumum gröfum hefur láðst að færa fótabein og sköflunga.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.