Fréttablaðið - 21.08.2012, Side 38

Fréttablaðið - 21.08.2012, Side 38
21. ágúst 2012 ÞRIÐJUDAGUR34 BESTI BITINN Í BÆNUM „Ég held að ég verði að velja Nonnabita, ef ég er niðri í bæ fer ég oftast þangað. Ég hef reyndar aldrei keypt mér bát þar heldur fæ ég mér alltaf tvöfaldan borgara.“ Tommi Þ. Guðmundsson, parkour-iðk- andi með meiru. Chris Morrison, sem starfaði lengi sem umboðsmað- ur bresku hljómsveitanna Blur og Gorillaz, verður meðal fyrirlesara á fræðslukvöldi ÚTÓN, Útflutn- ingsskrifstofu íslenskrar tónlistar, í Norræna hús- inu 10. september. Þar verður umboðsmennska umfjöllunarefnið. Heather Kolker, umboðsmaður Of Monsters and Men, verður einnig meðal fyrirlesara. Hún starfar jafnframt sem bókari fyrir hljómsveitir á borð við MGMT og Edward Sharpe & The Magnetic Zeros. „Hún ætlar að segja söguna af sér og hvernig þetta kom til með Of Monsters and Men,“ segir Tómas Young hjá ÚTÓN um Kolker. Hann er afar ánægður með þátttöku þeirra beggja. „Við vorum mjög ánægð með að allt gekk upp. Hún verður á landinu á þessum tíma og hann verður á leiðinni til New York þannig að við gripum hann á leiðinni.“ Morrison fór á síðustu Iceland Airwaves-hátíð og á Aldrei fór ég suður og þekkir því vel til íslenskrar tónlistar. Á fræðslukvöldinu verða einnig haldnar hring- borðsumræður með Morrison, Kolker og þeim Grími Atlasyni, umboðsmanni Retro Stefson, og Maríu Rut Reynisdóttur, umboðsmanni Hjálma og Ásgeirs Trausta. - fb Umboðsmaður Blur á leiðinni MEÐ ALBARN Chris Morrison ásamt Damon Albarn, söngvara Blur. NORDICPHOTOS/GETTY „Ég hef ekki fengist við neitt af þessari stærðargráðu áður,“ segir Dagur Kári Pétursson um dönsku stórmyndina Tordenskjold sem hann kemur til með að leikstýra. Tökur hefjast á næsta ári og hljóðar kostnaðaráætlun upp á tæpar 900 milljónir króna. „Það er töluvert hærri kostnaðaráætlun en ég hef unnið með hingað til,“ segir Dagur Kári, sem síðast sendi frá sér The Good Heart. Nimbus Film í Danmörku fram- leiðir myndina í samstarfi við fleiri norræna aðila. Þetta sama fyrir- tæki framleiddi SuperClásico sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrr á árinu. Handritshöfundur Tordenskjold er Norðmaðurinn Erlend Loe sem er einnig þekktur rithöfundur. Tordenskjold fjallar um tvær vikur í lífi hinnar sögufrægu persónu Tordenskjold. Líf hans var sveipað ævintýraljóma í upp- hafi 18. aldar og gerir enn í Nor- egi, Danmörku og víðar. Sem sjó- liðsforingi í konunglega danska og norska sjóhernum vann hann frækna sigra og var áhrifamikill á heimshöfunum á miklum átaka- tímum. Þótt afrek hans þyki mörg afar merkileg, hefur lífshlaup hans og karakter ekki síður haldið nafni hans á lofti. Hann lifði hratt, fagn- aði glæstum sigrum, en lét svo lífið á dularfullan hátt í einvígi aðeins 29 ára að aldri. „Þetta verður skemmtileg til- breyting því ég hef hingað til skrifað sjálfur mín handrit og allt- af verið frekar andvígur „períóda- myndum“. Mér hefur fundist að það ætti ekki að gera myndir sem gerast á tíma sem kvikmyndatöku- vélin var ekki enn fundin upp,“ segir Dagur Kári. „En ég hef fylgst með Erlend Loe, lesið bækurnar hans og er mjög hrifinn af honum sem höfundi. Ég var spenntur að sjá hvaða vinkil hann hafði á þetta. Eftir að ég las handritið áttaði ég mig á því að þetta væri mjög fersk nálgun á þessari tegund kvik- myndar og takmarkið er að gera eitthvað nýtt við formið.“ Dagur Kári er þessa dagana að undirbúa sína næstu mynd, hina íslensku Rocketman. Tökur á henni hefjast hér á landi í vetur. Baltas- ar Kormákur og Agnes Johansen framleiða myndina fyrir Sögn ehf./ Blueeyes Productions í samstarfi við Nimbus Film í Danmörku. „Rocketman er komin vel á veg. Ég hlakka mikið til að fara í gang með hana og að gera mynd á íslensku. Ég hef ekki gert það síðan ég leik- stýrði Nóa albinóa, þannig að það er mikil tilhlökkun.“ Aðalpersóna myndarinnar er rúmlega fertug- ur maður sem býr enn hjá móður sinni. Myndin lýsir því hvernig hann tekur eitt lítið skref fram á við á þroskabrautinni. Með aðal- hlutverkið fer Gunnar Jónsson sem margir kannast við úr Fóstbræðra- þáttunum. freyr@frettabladid.is DAGUR KÁRI PÉTURSSON: ÞETTA VERÐUR SKEMMTILEG TILBREYTING Stórmyndin Tordenskjold sú dýrasta frá Degi Kára NÓG AÐ GERA Leikstjórinn Dagur Kári hefur í nógu að snúast um þessar mundir. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Öll brúðhjón fá glæsilega svuntu með nöfnum sínum og brúðkaupsdegi ísaumuðum. Íslensk kennslubók í matreiðslu fylgir. MIKIÐ ÚRVAL BRÚÐARGJAFA FOR THE WAY IT´S MADE Gildir um KitchenAid hrærivélar. „Þetta er klárlega vinsælasta síðan sinnar tegundar en við erum með tæplega 20.000 notendur og þeim fer fjölgandi,“ segir Vign- ir Már Lýðsson sem stendur á bak við síðuna skiptibokamark adur.is ásamt Val Þráinssyni. Á skiptibokamarkadur.is má finna yfir 10.000 titla af námsbókum til kaups og sölu fyrir fram- halds- og háskólanema á hagstæðara verði en á venjulegum skiptibókamörkuðum. „Það græða allir hjá okkur því bæði fær fólk meira fyrir bækurnar sem það selur og borgar minna fyrir þær sem það kaupir þar sem það eru engin umboðslaun eins og á venjulegum mörkuðum,“ segir Vignir en um 8.000 bækur seljast á síðunni árlega og er meðalverðið í kringum 4.000 krón- ur. Miðað við það er ársveltan hjá þeim um 32 milljónir króna. Vignir og Valur eru nú að vinna í nýrri síðu fyrir bókaskiptin sem verður enn stærri og veigameiri, jafnframt stefna þeir á að búa til sams konar síðu í Hollandi þar sem Valur hefur stundað meistaranám undanfarin ár. Til eru fleiri álíka vefsíður á netinu þó engin sé jafn stór og skiptibokamarkadur.is. Nýjust er síðan skipti.is sem var sett á fót af þeim Krist- jáni Inga Mikaelssyni og Ragnari Þór Valgeirs- syni, nemendum í Verzló. „Við opnuðum síðuna 28. júlí og erum þegar með yfir 500 notendur og 840 bækur inni í kerfinu,“ segir Kristján Ingi. Nemendur hafa brugðið á ýmis ráð til að komast hjá umboðslaunum verslana við kaup og sölu á bókum sínum og meðal annars hefur verið vin- sælt að auglýsa bækur á sölusíðunni bland.is auk þess sem Facebook hefur komið sterkt inn. - trs Netið vinsæll skiptibókamarkaður hjá nemum ALLIR GRÆÐA Vignir segir alla græða á að eiga við- skipti í gegnum skiptibokamarkadur.is þar sem engin umboðslaun eða gjöld eru tekin fyrir sölu á bókum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.