Fréttablaðið - 24.08.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.08.2012, Blaðsíða 6
24. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR6 Vasabrotsbæ kur/skáldverk 15.–21.08.2012 SAMGÖNGUR Reykjavíkurborg hafa borist kvartanir vegna umferðarljósanna við tón- listarhúsið Hörpu. Ljósin, sem eiga að vera umferðar- og við- burðastýrð, eru staðsett þannig að þau eru ekki nægilega samstillt og geta því valdið töfum á bílaumferð á háannatímum. Stefán Finnsson, hjá umhverfis- og sam- göngusviði Reykjavíkurborgar, segir ekki standa til að breyta ljósunum. „Þau hafa ekki verið í bylgju svo menn stoppa nokkuð oft,“ segir Stefán. „En það er ekki einfalt mál að stilla þau svo þau fungeri vel, því hámarkshraðinn er svo mismunandi á þessum stutta kafla.“ Þá bendir Stefán einnig á að umhverfið í miðbænum sé að breytast og meiri áhersla sé lögð á gangandi vegfarendur. „Við erum að einbeita okkur að tryggja það flæði og að það sé öruggt,“ segir hann. „Þá líður bílaumferðin fyrir það. En það þarf bara að sýna því þolinmæði.“ - sv Úr frétt Reykjavíkurborgar frá 22. mars 2011: „Skynjarar mæla umferðarþunga frá húsinu inn á gatnamótin og lengja þá tímann sem græna ljósið logar. Það má því segja að hér séu fyrstu viðburðastýrðu umferðarljósin í Reykjavík.“ Skynjarar mæla Reykjavíkurborg segir meiri áherslu nú lagða á öryggi gangandi vegfarenda: Umferðarljós við Hörpu valda töfum UMFERÐARLJÓSIN VIÐ HÖRPU Ljósin hafa valdið umferðartöfum að undanförnu. KJÖRKASSINN Hátt í þrjátíu tökustaðir á Íslandi færðir í stafrænt kort Íslandsstofa vinnur nú að gerð stafræns landakorts sem sýnir helstu tökustaði á landinu sem notaðir hafa verið í kvikmyndum og þáttum. Síðan verður opnuð á næstu vikum. Rúmlega 35 verkefni á um 30 stöðum. JOURNEY TO THE CENTER OF THE EARTH (2008) Eric Breving Aðalhlutverk: Brendan Fraser, Aníta Briem Snæfellsjökull OBLIVION (2013) Joseph Kosinski Aðalhlutverk: Tom Cruise, Morgan Freeman Reykjavík NOAH (2014) Darren Aronofsky Aðalhlutverk: Russell Crowe, Emma Watson, Anthony Hopkins, Jennifer Connelly Kleifarvatn JUDGE DREDD (1995) Danny Cannon Aðalhlutverk: Sylvester Stallone, Diane Lane Öræfi PROMETHEUS (2012) Ridley Scott Aðalhlutverk: Noomi Rapace, Charlize Theron, Michael Fassbender Dettifoss STARDUST (2007) Matthew Vaughn Aðalhlutverk: Claire Danes, Charlie Cox, Sienna Miller Stokksnes Jökulsárlón A VIEW TO A KILL (1985) John Glen Aðalhlutverk: Roger Moore, Christopher Walken LARA CROFT: TOMB RAIDER (2001) Simon West Aðalhlutverk: Angelina Jolie, Jon Voight DIE ANOTHER DAY (2002) Lee Tamahori Aðalhlutverk: Pierce Brosnan, Halle Berry BATMAN BEGINS (2005) Christopher Nolan Aðalhlutverk: Christian Bale, Liam Neeson, Morgan Freeman, Katie Holmes, Michael Kane Alls verða átján kvikmynda- og sjónvarps- myndatitlar færðir inn á kort Íslandsstofu yfir tökustaði. Kort Fréttablaðsins sýnir því einungis lítið brot af efninu. Myndirnar voru teknar á 26 tökustöðum víðs vegar um landið, sem einnig verða færðir inn á kort Íslandsstofu. Einungis lítið brot FLAGS OF OUR FATHERS (2006) Clint Eastwood Aðalhlutverk: Ryan Phillippe, Jesse Bradford Stóra-Sandvík IÐNAÐUR Alls unnu 220 manns að kvikmyndinni Noah, sem tekin var upp að hluta til hér á landi, og voru Íslendingar meira en helmingur þeirra. Um 150 Íslendingar fóru með misstór hlutverk í myndinni. Leigðar voru samtals 3.650 nætur á hótelherbergjum. Töku liðið leigði þrjátíu jeppa, tíu sendibíla og 75 fólksbíla. Þetta kemur fram í svörum frá Julie Kuehndorf, upplýsingafulltrúa stórmyndarinnar, sem Fréttablaðið óskaði eftir. Meira en 300 fyrir tæki áttu í við- skiptum við framleiðendur myndar- innar, meðal annars vegna leigu og kaupa á tækjum, bensíni og mat. Undirbúningur vegna framleiðslu myndarinnar hér á landi hófst í nóvember síðastliðnum þegar Dar- ren Aronofsky, leikstjóri myndar- innar, kom fyrst til Íslands að skoða tökustaði. Meðal tökustaða voru Djúpa- vatnsleið, Sandvíkurklofi, Lamb- hagatjörn og Undirhlíðanáma við Kleifarvatn, Sandvík, Hafnir, Reyn- isfjara, Raufarhólshellir, Leirhnjúk- ur við Mývatn, Hamragarðaheiði og Svartiskógur. Tökustaðir eru fleiri í Noah en nokkurri annarri erlendri kvik- mynd sem hér hefur verið tekin upp. Tökur á Íslandi tóku fjórar vikur, sem er þriðjungur heildartímans sem áætlaður er í tökur. Aðrir hlut- ar verða teknir upp í nágrenni New York. „Nú, þegar tökum á Íslandi er lokið, vil ég nota tækifærið og þakka okkar frábæra íslenska starfsfólki fyrir óendanlegan dugnað, sem og Íslendingum fyrir göfuga gestrisni með því að bjóða Noah velkominn til landsins,“ segir Aronofsky. „Ísland er magn- aður staður sem bauð okkur upp á ótrúlega fjölbreytta tökustaði. Takk, Ísland. Ég hlakka til að koma aftur!“ Frumsýning Noah er áætl- uð í mars 2014. sunna@frettabladid.is Noah slær met í fjölda tökustaða hér á landi Leikstjóri Noah, Darren Aronofsky, notaði fleiri tökustaði á Íslandi heldur en áður hefur verið gert við tökur á erlendum kvikmyndum hér á landi. Hann þakkar Íslendingum kærlega fyrir gestrisnina. 148 Íslendingar léku í myndinni. REYNISFJARA Einn af fjölmörgum tökustöðum fyrir Noah. Reynisfjara var einnig notuð í kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, Hrafninn flýgur, og í Á köldum klaka, eftir Friðrik Þór Friðriksson. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG Væri hernaðaríhlutun í Sýr- landi réttlætanleg? JÁ 59,8% NEI 40,2% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú dugleg/ur að sækja leikhús? Segðu þína skoðun inni á Vísir.is Tökulið Noah leigði 115 farartæki á meðan á tökum á kvikmynd- inni stóð. 115

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.