Fréttablaðið - 24.08.2012, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 24.08.2012, Blaðsíða 22
4 • LÍFIÐ 24. ÁGÚST 2012 Bláberjamúffur Ef þú átt það helsta í bök- unarskúffunni og nokkur fersk bláber þá eru blá- berjamúffur málið. 1 bolli mjólk ¼ bolli jurtaolía ½ tsk. vanilludropar 1 egg 2 bollar hveiti 1/3 bolli sykur 3 tsk. lyftiduft ½ tsk. salt 1 bolli fersk bláber Stillið ofninn á 200°C. Hrærið saman mjólk- inni, olíunni, vanillu og eggjunum. Hrærið svo saman við hveitinu, sykrin- um, lyftiduftinu og saltinu. Hellið svo bláberjunum út í og setjið svo deigið í muffinsform. Bakið í 20-25 mínútur eða þar til þau verða gullinbrún. Bláberjasulta 1 kg bláber 1 kg sykur (eða 800 g) Blandið saman og sjóðið varlega í 10 mínútur. Setjið í hreinar krukkur. Frosin ber Bláber (eða hvaða ber sem er) eru lögð í plastglas, vatni hellt yfir svo yfir fljóti. Lokað með plastfólíu og sett í frysti. Þannig geym- ast berin „fersk“ langt fram á næsta ár. Einnig hægt að setja þau í litla samloku- poka og hella vatni með og binda þétt fyrir með bandi. Þurrkuð ber Bláberjum (eða hvaða berjum sem er, þó ekki mjög stórum og safa ríkum) er sturtað í ofnskúffu sem búið er að leggja bökunar- pappír á. Sett í ofn og þurrkuð við 50°C í nokkra klukkutíma, ágætt að hafa ofninn örlítið opinn af og til svo rakinn fari út. Ágætt að snúa nokkrum sinnum en ekki nauðsynlegt. Berin þorna og verða „þurrkuð ber“, þvílíkt lostæti, og geymast allt árið. Krækiberjahlaup 1 kg krækiber 750 g sykur 2 tsk. sultuhleypir + 2 msk. sykur Setjið berin í pott ásamt helmingi sykurs og sjóðið við hægan hita í 10 mínútur. Takið þá pottinn af hellunni og kælið örlítið. Setjið það sem eftir er af sykrinum út í og sjóðið í 5 mínútur. Blandið saman sultuhleypi og 2 msk. af sykri; setjið í sigti og stráið yfir sjóðandi sultuna. Hrærið vel í. Setjið hlaupið sjóðandi heitt í frekar litlar krukkur og hellið þær fullar. Skrúfið lokið strax á. Krækiberjasaft 3 kg krækiber 2 lítrar vatn 40 g vínsýra 250-500 g sykur í hvern lítra af safa Hreinsið og skolið berin ef þess gerist þörf. Hakkið þau eða merjið í berjapressu. Leysið vínsýruna upp í vatn- inu og blandið upplausninni í berjamaukið. Látið standa í 24 tíma. Hellið á síu og látið saftina síast vel frá hratinu. Mælið saftina og blandið sykrinum saman við hana. Hrærið í þar til sykurinn er runninn. Hellið saftinni á hreinar og soðnar flöskur og lokið þeim strax. Geymið saftina á köldum og helst dimmum stað. Krækiberja-chutney 600 g krækiber 1 rauðlaukur, saxaður 2½ cm bútur af engiferrót, rifinn 1 hvítlauksgeiri, saxaður 1-2 epli, afhýdd og söxuð 1 dl vínedik 2½ dl púðursykur 1 tsk. sinnepsfræ ½ tsk. salt 1 dl rúsínur Setjið allt í pott og látið malla við vægan hita í 20-25 mín. Hrærið í af og til. Hellið í hreinar krukkur. Í DJÚSINN, SULTUNA, BAKSTURINN EÐA BARA BEINT Í MUNNINN Hægt er að nota bláberin beint út á salatið. Hollustudjús Hollustukokkurinn Ebba Guðný deildi þessum dásamlega hollustudjús úr ný- tíndum berjum með facebookvinum sínum á dögunum; 3 lúkur krækiber, ½ gúrka, 1 lime, mynta eftir smekk Um það bil 1 1/2 bolli af vatni. Öllu skellt í blandar- ann og sigtað í gegn- um spírupoka (muna að sjóða hann í neti við og við með hand- klæðum, á milli skola ég hann vel og læt þorna vel.) Það er óhætt að segja að berjatíðin sé byrjuð og ef marka má árangur flestra úr berjamó þessa dagana virðist uppskeran þetta árið vera einstaklega góð. Það er eitt og annað sem má gera úr þessari hollustu auk þess að gæða sér á henni beint úr móanum. Solla Eiríks á Gló er einn- ig dugleg að deila flott- um og hollum uppskrift- um og fróðleik með sínum vinum og aðdá- endum. Mikið chia-fræ æði ríkir nú hér á landi enda um ofurfæðu að ræða og því ættu flestir að tileinka sér þá hollustu. Solla deildi þessi dásamlega graut á dögunum en hann inni- heldur einmitt bæði chia-fræ og bláber. MIKILVÆGASTA MÁLTÍÐ DAGSINS Chia-grautur dagsins chia-fræ möndlumjólk hampfræ kakónibbur tröllahafrar bláber smá vanilla + ÁST Leggið allt í bleyti annaðhvort kvöld- ið áður (og látið standa inni í ís- skáp) eða um morguninn. Söngskólinn í Reykjavík Fyrsta 7 vikna námskeið vetrarins hefst 3. september SÖNGNÁMSKEIÐ Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans að Snorrabraut 54, sími 552-7366 kl. 10-16 alla virka daga www.songskolinn.is Allir geta fundið eitthvað fræðandi og skemmtilegt við sitt hæfi! Hvert námskeið stendur í 7 vikur / 14 vikum lýkur með prófumsögn og tónleikum. Fyrir fólk á öllum aldri: Sem undirbúningur fyrir frekara söngnám eða tómstundagaman fyrir söngáhugafólk Kennslutímar: Morguntímar / Síðdegistímar / Kvöldtímar Söngtækni: Raddbeiting / Túlkun / Einsöngur / Raddaður söngur Tónmennt: Tónfræði / Tónheyrnarþjálfun / Nótnalestur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.