Fréttablaðið - 24.08.2012, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 24.08.2012, Blaðsíða 24
6 • LÍFIÐ 24. ÁGÚST 2012 EIVÖR PÁLSDÓTTIR ALDUR: 29 ára HJÚSKAPARSTAÐA: Gift UPPHAFSSÍÐAN: www.Eivor.com ÁHUGAMÁL: Tónlist, myndlist, mat- argerð, vinir og fjölskylda og góðar bækur. Giftist tónskáldi Nýverið giftist þú ástinni þinni. Hver er sá heppni og hvernig var brúðkaupið? Maðurinn minn er bestur í heimi og heitir Tróndur Bogason. Hann er tónskáld og yndisleg persóna. Við giftum okkur í sumar heima í Færeyjum og héldum risa veislu. Giftingin fór fram í Götukirkju og var henni fylgt eftir með móttöku á heimili móður minnar, en síðan haldið til Þórshafnar þar sem aðal- veislan var haldin. Brúðkaupið var þriggja daga veisla Þar hafði mamma skreytt þrjú hundruð manna veislusal með eigin skreytingum og þar buðum við upp á ítalskt hlaðborð og auð- vitað færeyskan dans fram undir morgun. Hefð er fyrir því að kalla al la gestina aftur í brúðarhús næsta dag. Það gerði tengda- móðir mín í sínu húsi. Þar var boðið upp á dæmigert færeyskt hlaðborð með söng og dansi fram á morgun. Það má segja að þetta hafi verið þriggja daga veisla, því á föstudeginum fyrir giftinguna var öllum aðkomnum gestum boðið í siglingu fram á kvöld með veislu- föngum. Eivör hannaði kjólinn Kjólinn hannaði ég ásamt íslenskri stúlku sem heitir Rakel Sólrós og færeyskri saumakonu, Frígerð Lökjá, sem saumaði hann. Það voru ýmsar óvæntar uppákomur með tónlist og fallegum ræðum í veislunni og við erum enn þá að upplifa tilfinningarnar frá þessum degi. Viltu deila með okkur hvernig Tróndur bað um hönd þína? Það var ekki stórt „setup“ eins og maður sér í bíómyndum. Það var í rólegheitum heima hjá okkur við morgunverðarborðið. Ég held reyndar að mér hafi svelgst á ommelettunni þegar hann spurði mig hvort ég vildi giftast sér. Það kom mér algjörlega á óvart. Hvað var það sem heillaði þig við hann? Maðurinn minn er mjög yfir- vegaður og rólegur. Hann talar ekki hátt, né öskrar og er ekki á fleygiferð út um allt eins og ég. Hann er sérlega góður í að jafn- vægisstilla mig og svo er hann líka alveg magnaður tónlistar maður. Hans máti að líta á heiminn og lífið heillar mig og ég verð ástfangin af honum aftur og aftur. Barneignir – langar þig að verða mamma? Tróndur á sex ára gamla dóttur þannig að ég er stjúpmóðir. Það er góð byrjun og æfing í að ala upp barn. Ég hef ekki ákveðið hvenær og hvort ég vil eignast barn. Því verður lífið að stjórna. En ef við ræðum aðeins um tengsl þín við Ísland? Þegar ég flutti til Íslands sautján ára gömul, varð ég strax ást fangin af fólkinu, menningunni og nátt- úrunni. Mér fannst ég á einhvern hátt vera komin heim til mín. Ís- land er mjög líkt Færeyjum, með heldur meira plássi til að hreyfa sig í og vera út af fyrir sig. Mér finnst Íslendingar opið og yndislegt fólk og ég á marga vini þar. Ég sakna þess enn þá að búa ekki í Reykjavík og á þann draum, að búa þar einhvern tíma aftur. Í hjarta mínu mun ég alltaf líta á Ísland sem mitt annað heimili. Tengir sig sterkt við Ísland Áttu uppáhaldsstað á Íslandi? Langholtsvegur 139 heima hjá Ólöfu og Jónsa er yndislegur staður. Það er heimilið mitt á Ís- landi og þar finn ég einhverja sérstaka ró. Svo eru margir sér- staklega fallegir staðir og þar má nefna Mývatn sem er einn af uppá- haldsstöðunum. Ég á eftir að fara í jeppaferð um allt Ísland og í það verð ég fljótlega að taka mér tíma. Ný plata komin út Nú varstu að gefa út plötuna Room. Hvað er fram undan hjá þér í tónlistinni? Ég var að ljúka við hljómdisk, sem ég hef verið að vinna að í sirka tvö ár samfellt og það er góð tilfinning að geta loksins sleppt af honum takinu. Nú standa fyrir dyrum ferðalög og út- gáfutónleikar, á Íslandi, í Fær eyjum, Danmörku, Noregi og Sviss þar til í byrjun desember. Það verður gaman og spennandi að spila og syngja nýju lögin „live“ og allt öðru- vísi en að vinna í stúdíói. Hvernig er að vera þekkt söng- kona í Færeyjum? Það er allt í lagi. Færeyingar eru flestir með báða fætur á jörðinni og láta fólk í friði. Ég lendi ekki oft í neikvæðri gagnrýni en það kemur þó fyrir að ég tek nærri mér eitthvað sem sagt er og hef reynt að styrkja skrápinn minn til að láta slíkt ekki brjóta mig niður. Ég reyni líka að nýta mér allt sem skrifað er uppbyggilegt og geri mér grein fyrir að það fylgir augljóslega frægðinni að vera á milli tannanna á fólki. Enginn ákveðinn stílisti Nú ertu einstök að innan og utan, hver hjálpar þér með útlit og áherslur eða ertu með stílista? Ég er ekki með neinn ákveðinn stílista en ég á gott fólk í kring um mig sem ég leita til með ráð- leggingar varðandi útlit, fatnað og stíl yfirleitt. Ég hef haft gaman af kjólum og fataskrauti alveg síðan ég var lítil stelpa og mikinn áhuga á að pæla í því, hvaða stemn- ingu maður setur í ljósmyndir og svo framvegis. Til dæmis er mjög mikil vægt að útlitið á plötuumslagi tóni við tónlistina sem ég hef valið á hljómdisk sem er á leið í útgáfu. Uppáhaldstilvitnun þín ? Imagination is more important than knowledge eða á íslensku: Hugmyndaflug er mikilvægara en þekking – Einstein. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ég á erfitt með að svara þess- ari spurningu. Maður getur ekki stjórnað eða ráðið framtíðinni mikið en ósk mín er sú að ég læri af lífinu og reynslunni og þrosk- ast sem manneskja og listamað- ur í senn. Eitthvað að lokum? Vonandi koma sem flestir að hlusta á tónleikana okkar í Reykja- vík en tónleikarnir verða í Hörpu eftir viku, föstudaginn 31. ágúst. HÉLT RISA BRÚÐKAUPSVEISLU Í FÆRE Færeyska söngkonan Eivör Pálsdóttir hefur í nægu að snúast þessa dagana. Hún giftist ástinni sinni í sumar, gaf út plötu í vikunni og undirbýr tónleika viku. Söngkonan gaf sér tíma til að ræða bónorðið, brúðkaupið og fleira forvitnilegt með sínum yndislega færeyska hreim. „Maðurinn minn er bestur í heimi og heitir Tróndur Bogason. Hann er tónskáld og yndisleg persóna. Tróndur á 6 ára gamla dóttur þann æfing í að ala upp barn," sagði Eivör.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.