Fréttablaðið - 24.08.2012, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 24.08.2012, Blaðsíða 17
UPPSKERA Í GRASAGARÐINUM Árleg uppskeruhátíð Grasagarðsins fer fram á morgun milli klukkan 13-15. Fræðsla verður um mat- og kryddjurtir. Opið er í Café Flóru þar sem Marentza Paulsen býður upp á holla grænmetisrétti. Veitingahúsið verður opið fram í október svo hægt sé að njóta haustdýrðar í garðinum. Matreiðslumaðurinn Kristján Þór Hlöðversson sér um þáttinn Eldað með Holta á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Þar matreiðir hann skemmtilega og litríka rétti úr Holta-kjúklingi frá Reykjagarði. Á föstudögum birtast þessar uppskriftir hér á forsíðu Fólks. Í dag er Kristján með uppskrift að barbecue-kjúklinga- bitum með hvítkálssalati og steiktum kartöfluskífum með sérlagaðri jógúrt chili-sósu. Hægt er að fylgjast með Kristjáni matreiða þennan girnilega rétt í kvöld klukkan 21.30 á sjónvarps- stöðinni ÍNN. Þættirnir eru endursýndir yfir helgina en einnig er hægt að horfa á þá á heimasíðu ÍNN, www.inntv.is. ELDAÐ MEÐ HOLTA HOLTA KYNNIR Sjónvarpskokkurinn Kristján Hlöðversson í þáttunum Eldað með Holta á ÍNN gefur kjúklingauppskriftir alla föstudaga. Í dag er hann með kjúklingabita í barbecue-sósu með hvítkálssalati og steiktum kartöfluskífum. KJÚKLINGUR OG BBQ-SÓSA 2 heilir Holta kjúklingar McCormick barbecuekrydd Olía Hlutið kjúklingana í bita, penslið með olíu, kryddið og grillið. BARBECUE-SÓSA 1 flaska Heinz chili-tómatsósa 3-4 msk. hunangssíróp 3-4 msk. síróp 2 tsk. McCormick mesquite-krydd 1 msk. olía Blandið öllu saman. Veltið kjúk- lingabitunum upp úr sósunni um leið og þeir eru teknir af grillinu. HVÍTKÁLSSALAT 1 hvítkálshaus, þunnt skorinn 4 gulrætur, þunnt skornar 2 eggjarauður 150 ml olía 2 msk. síróp 1 tsk. edik Þeytið eggjarauðurnar, blandið olíunni varlega saman við, því næst sírópi og ediki. Bætið grænmetinu við. STEIKTAR KARTÖFLUSKÍFUR Skerið nýjar íslenskar kartöflur í skífur. Setjið olíu yfir og kryddið með salti. Steikist í ofni við 180 gráður í 30 mín. JÓGÚRT CHILI-SÓSA 200 ml grískt jógúrt 1 msk. Worcestershire-sósa 4 msk. Heinz chili-tómatsósa 2 msk. sætt sinnep Blandið öllu saman Njótið þess sem Guð gefur og góða helgi. KJÚKLINGABITAR Í BBQ MEÐ HVÍTKÁLSSALATI OG STEIKTUM KARTÖFLUSKÍFUM 69.990 Finlux 32FLX905U WWW.SM.IS Ó32 LCD SJ NVARP" Innbyggður margmiðlunarspilari Tækið er búið margmiðlunarviðmóti og USB tengi, þannig að hægt er að tengja USB lykil eða flakkara við tækið og horfa á ljósmyndir og kvikmyndir. Styður öll helstu snið, t.d. DivX, MKV, MP3 og JPG. Vel tengjum búið Tækið er með öllum helstu tengimöguleikum sem þarf í dag, 2xHDMI, Scart, VGA, Audio In, heyrnartólstengi og USB tengi þannig að ekkert mál er að tengja leikjatölvur, heimabíó, heyrnartól og margt fleira við tækið. Góð myndgæði Tækið er með vönduðum LCD skjá með 1366x768 punkta upplausn og 5ms svartíma með progressive scan sem gefur skarpa og góða mynd. CI kortarauf Tækið er með innbyggðri CI kortarauf þannig að þeir sem eru með Digital Ísland frá Vodafone geta losnað við afruglarann frá Vodafone Digital Ísland og fá CA tengi sem er smellt í tækið. Einfalt en vandað 32" Finlux sjónvarp með stafrænum DVBT móttakara, USB tengi og innbyggðum margmiðlunarspilara.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.