Fréttablaðið - 24.08.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 24.08.2012, Blaðsíða 8
24. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR8 SKAUTAFÉLAGIÐ BJÖRNINN LISTHLAUPADEILD er með 14 vikna listskautanámskeið 1. september – 8. desember 2012 Skemmtilegar listskautaæfingar fyrir hressar stelpur og káta stráka. Sér hópur er fyrir unglinga. Frábær æfingaaðstaða í EGILSHÖLL. Æfingar 2 í viku, á miðvikudögum og laugardögum. Skráning á www.bjorninn.com – Listskautar eða á staðnum þann 1. september frá kl. 10-14. FRÍR PRUFUTÍMI Vilt þú læra á listskauta? Hreysti – Gleði – Vellíðan – Hreyfing – Styrkur – Samhæfing DANMÖRK Ný áætlun borgarstjórnar Kaupmanna- hafnar gerir ráð fyrir því að borgin verði svo gott sem reyklaus árið 2025, eftir þrettán ár. Tíu milljónir danskra króna hafa verið lagðar í verkefnið. „Ég held að þetta gangi betur með því að horfa jákvætt á hlutina og ofsækja ekki reykingamenn í Kaupmannahöfn,“ sagði Ninna Thomsen, yfir maður heilbrigðismála borgarinnar og leiðtogi Sósíalíska þjóðarflokksins við dagblaðið Politiken. Hún vill að borgin verði fyrsta reyklausa borgin í heiminum. „Við þurfum að gefa reykingamönnum tækifæri til að hætta frekar en að neyða þá til þess.“ Samkvæmt áætluninni munu aðeins fjögur prósent borgarbúa reykja, en nú er hlutfallið 21 prósent. Það þýðir að 72 þúsund manns þyrftu að hætta að reykja á næstu þrettán árum. Áætlunin gerir einnig ráð fyrir því að fjölga nám- skeiðum og herferðum til að hjálpa fólki að hætta að reykja. Thomsen segist vonast til þess að það komist í tísku hjá fyrirtækjum að vera reyklaus. Fyrirætlanir borgaryfirvalda hafa vakið mikla gagnrýni. Krabbameinsfélög hafa meðal annars gagnrýnt áætlunina fyrir að vera óraunhæfa og ýkta. - þeb Yfirvöld í Kaupmannahöfn vilja fækka reykingamönnum næstu þrettán árin: Vill reyklausa Kaupmannahöfn SÍGARETTUR Kaupmannahöfn stefnir nú á að fækka reykingamönnum mikið á næstu árum. MIKILL VIÐBÚNAÐUR Sérsveitin var send á vettvang, eins og venja er þegar skotum er hleypt af. Myndin er úr safni. LÖGREGLUMÁL Maðurinn sem skaut í gólfið úr stórum og öflugum veiðiriffli í heimahúsi í Garðabæ í fyrradag á við andleg veikindi að stríða og verður veitt viðeigandi aðstoð eftir að rætt hefur verið við hann um atvikið, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Enginn slasaðist þegar skotinu var hleypt af, en hvellurinn heyrðist vel í næsta nágrenni og lögregla hafði mikinn viðbúnað. Alls tóku um þrjátíu lögreglu- menn, meðal annars úr sérsveit ríkislögreglustjóra, þátt í aðgerð- inni. Ekkert bendir til annars en að skotvopnið hafi verið skráð og geymt á eðlilegan hátt. - sh Byssuskot rakið til veikinda: Skotmaðurinn hlýtur aðstoð LÖGREGLUMÁL Eldri maður var fluttur með sjúkrabíl frá Þing- völlum til Reykjavíkur í gær- morgun eftir að ekið var á hann fyrir utan Fræðslumiðstöðina á Hakinu á Þingvöllum. Maðurinn var við störf sem leiðsögumaður þegar bíl var bakkað á hann. Samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglunni á Sel- fossi gættu hvorki hann né öku- maður bílsins nægilega vel að sér. Maðurinn fékk höfuðhögg og skarst á hendi en slasaðist þó ekki alvarlega. - sh Slys á Hakinu á Þingvöllum: Bíl bakkað á leiðsögumann Mitt Romney, forsetaefni Repú- blikanaflokksins, reynir nú að beina athygli kjósenda að efnahags málunum og lofar þremur milljónum nýrra starfa, meðal ann- ars með því að heimila boranir eftir olíu á fleiri svæðum út af strönd Virginíu og Norður-Kaliforníu. Kosningaúrslit í báðum þessum ríkjum geta skipt miklu máli um það hvort Romney nær að vinna sigur á Barack Obama í forseta- kosningunum, sem haldnar verða í byrjun nóvember. Romney hefur átt í vök að verjast alla vikuna. Hann hefur þurft að verja ákvörðun sína um að gera Paul Ryan að varaforsetaefni sínu, en Ryan vill ganga enn lengra en Romney í niðurskurði til velferðar- mála. Þá hafa undarleg ummæli flokksbróður þeirra, Todds Akin, um fóstur eyðingar og nauðganir komið Romney illa, ekki síst vegna þess að Ryan hefur að nokkru tekið undir svipuð sjónarmið og Akin. Akin fullyrti í sjónvarpsvið- tali að fórnarlamb nauðgana eigi ekki að fá greitt úr ríkissjóði fyrir fóstur eyðingu, og rökstuddi það með því að konur geti varla orðið barnshafandi af völdum nauðgana. Obama hefur óspart notfært sér þetta mál, meðal annars með því að segja að Akin, sem situr í vís- indanefnd fulltrúadeildar Banda- ríkjaþings, hafi örugglega misst af einhverjum kennslustundum í vísinda greinum. Obama sagði þetta reyndar dæmigert fyrir repúblikana, sem vilja „fara afturábak frekar en áfram og standa í baráttu sem við héldum að hefði verið útkljáð fyrir tuttugu eða þrjátíu árum.“ Annars hefur fréttaflutningur af kosningabaráttunni í Banda- ríkjunum verið neikvæðari gagn- vart frambjóðendunum en þekkst hefur áratugum saman, samkvæmt nýrri könnun frá Pew-rannsóknar- stofnuninni. Samkvæmt niðurstöðum könn- unarinnar hafa 72 prósent frétta af Obama verið neikvæðar, en 71 prósent af Romney, þannig að lítill munur er á þeim hvað þetta varðar. Um Obama er oftast sagt að honum hafi ekki tekist að koma efnahagslífi landsins á skrið eftir kreppu síðustu ára, en um Romney er oftast sagt að hann sé málsvari auðvaldsins og hafi hagnast á því að rústa fyrirtæki. gudsteinn@frettabladid.is Romney reynir að bjarga sér Mitt Romney beinir athyglinni að efnahagsmálum og atvinnu eftir erfiða viku, sem snúist hefur um umdeild áform varaforsetaefnis hans og ummæli flokksbróður hans um nauðganir og fóstureyðingar. MITT ROMNEY Forsetaefni Repúblikanaflokksins hugsar málin. NORDICPHOTOS/AFP VEIÐI Skrínan, rafræn skráning lax- og silungsveiði á vegum Veiði- málastofnunar og Fiskistofu, hefur vakið ágæt viðbrögð hjá veiði- réttar höfum í sumar. Það sem af er veiðitímanum hafa upplýsingar um tæplega 4.000 stangveidda laxa og um 800 silunga verið skráðar með þessum hætti, en þetta er annað sumarið sem boðið er upp á þessa veflausn. Þær veiðiár sem skráð hefur verið fyrir í sumar eru Leirá, Gljúfurá, Norðurá, Víðidalsá, Svalbarðsá, Norðfjarðará og Ytri- Rangá. Upplýsingar um veiði eru skráðar þar með sama sniði og þær koma fyrir í veiðibókum og eru einstakar skráningar jafnharðan sýnilegar á netinu. Notendum gefst þar kostur á að skoða upplýsingar um einstaka fiska; stærð, veiðistað og veiðarfæri, auk þess sem sjá má samtölur um veiði einstakra áa og veiðisvæða. Svo ítarleg skráning á veiði, þar sem hver einstakur fiskur er skráður ásamt upplýsingum um hann, er einsdæmi í heiminum. Á það jafnt við um hefðbundna skráningu í bækur á veiðistað og netskráninguna sömuleiðis. Veiðiskráning með þessum hætti opnar aðgengi að nýjustu veiði tölum á hverjum tíma, bætir yfirsýn yfir veiðina hverju sinni og eykur gæði veiðiskráningar, að mati umsjónarmanna. - shá Skráning stangveiði er nákvæmari hér á landi: Veiðiskráning einstök MARÍULAXINN Steinunn Helga með maríulaxinn sinn í fyrra, en slíkar upplýsingar skila sér oft í veiðibækur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FRÉTTASKÝRING Hefur val Mitt Romneys á varafor- setaefni breytt stöðunni í kosninga- baráttunni? 1. Hvað heitir sjoppan í Hafnar- firði sem talið er að kveikt hafi verið í? 2. Hvað eru stýrivextir Seðla- bankans háir? 3. Hvað tók Steindi jr. upp tón- listarmyndband sitt í mörgum löndum? SVÖR: 1. Bryndísarsjoppa 2. 5,125% 3. Fjórum. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.