Fréttablaðið - 26.09.2012, Side 2

Fréttablaðið - 26.09.2012, Side 2
26. september 2012 MIÐVIKUDAGUR2 PILATES NÝTT Í HEILSUBORG! Markmið Pilates er að lengja og styrkja líkamann með kerfisbundnum æfingum. Hver æfing er hvetjandi, virkjar kviðvöðvana og heldur iðkendum við efnið. Kolbrún þjálfari segir fólk koma afslappað út úr tímunum en jafnframt fullt af orku. • Hefst 9. október • 4 vikur • Kennari er Kolbrún Jónsdóttir • Þri og fim kl. 17:30-18:30 • Verð kr. 12.900 ÖRYGGISMÁL Sundlaugagestum landsins ber nú skylda til að hlýða fyrirmælum starfsmanna sund- staða og er laugarverði heimilt að vísa gesti úr laug sé það talið nauðsynlegt til að tryggja öryggi á sundstaðnum. Þetta er meðal þess sem kveðið er á um í nýrri reglugerð um öryggi á sundstöð- um, sem öðlaðist gildi í gær. Auknar kröfur eru gerðar til innra eftirlits sundstaða í reglu- gerðinni. Þá hafa þær breytingar einnig verið gerðar að aldurs- takmörk sem kveða á um að börn þurfi að vera tíu ára til að fara ein í sund miðast nú við 1. júní árið sem börnin verða tíu ára, en ekki afmælisdag líkt og áður. - sv Ný reglugerð um sundlaugar: Gestir eiga að hlýða vörðum KJARAMÁL „Þessar greiðslur eru algerlega úr takti við íslenskan veruleika, og það er vel skiljan- legt að íslenskir kröfuhafar séu óánægðir með þær,“ segir Stein- grímur J. Sigfússon atvinnuvega- ráðherra um háan launakostnað slitastjórnar Glitnis. Hann bendir á að kostnaður íslenska ríkisins sé enginn vegna þessa. Einungis kröfuhafar í þrotabú Glitnis beri kostnaðinn af greiðslunum. Mikil óánægja er hjá stjórnum lífeyrissjóðanna Gildis og Líf- eyrissjóðs verzlunarmanna með háar launagreiðslur. Lífeyrissjóð- irnir eiga báðir kröfur í þrotabú Glitnis. - bþh Steingrímur J. Sigfússon: Úr tengslum við veruleika Margrét, gengur þetta iÐi yfir? Nei, en hins vegar verður maður iÐislegur með iPhone 5. Fyrsta sending af nýjum iPhone 5 klárað- ist hjá Nova á fyrsta degi. Margrét Björk Tryggvadóttir, yfirmaður markaðssviðs, segir að á milli 300 og 400 viðskipta- vinir hafi komið í búðina til að kaupa og skoða gripinn. TÆKNI Miklar umræður spunnust á samfélags- miðlinum Facebook í gær um að einkaskila- boð úr pósthólfum notenda væru að birtast á veggjum vina þeirra. Fjölmargir Íslendingar ákváðu í kjölfarið að loka reikningum sínum. Fregnir af meintum galla í öryggiskerfi Facebook birtust fyrst í frönskum fjölmiðl- um um helgina. Frakkar höfðu tilkynnt að skilaboð frá tímabilinu 2008 og 2009 væru nú aðgengileg öllum, eins og umræðan hér á landi snerist um í gær. Forsvarsmenn miðils- ins gáfu strax út yfirlýsingu að um væri að ræða gömul skilaboð sem vinir hefðu skrifað á veggi. Í yfirlýsingunni segir að tæknilið Face book hafi skoðað málið nákvæmlega og ekki sé um að ræða skilaboð úr innhólfum eða spjalli notenda, heldur einungis gamlar færslur. Hvorki sé um að ræða galla í öryggiskerfi né aðgerðir óprúttinna aðila sem hafi hakkað sig inn í kerfið. Blaðamaður Guardian velti upp þeirri hug- mynd vegna fregnanna, að viðmót Face book hafi breyst mikið síðan árið 2009 og að not- endur átti sig ekki því á að þeir hafi þá látið fleiri athugasemdir falla fyrir allra augum en þeir gera í dag. „Þetta snýr frekar að sálfræði en friðhelgi einkalífs – við höfum gleymt hversu mikið reynsla okkar af Facebook hefur breyst á þessum stutta tíma,“ segir í frétt Guardian. - sv Facebook segir engar brotalamir vera í öryggiskerfi síðunnar vegna fregna af einkaskilaboðum notenda: Hættu á Facebook vegna skilaboða á veggjum Facebook er vinsælasta vefsíða heims, ef marka má nýjustu fregnir erlendra fjölmiðla. Svo virðist sem samfélags- miðillinn sé því kominn fram úr internet risanum Google, sem hefur trónað á toppnum sem vinsælasta síða heims síðustu ár. Myndbandasíðan Youtube er í þriðja sæti, Yahoo í fjórða og Baidu.com, kínversk leitarvél, í því fimmta. Vinsælust í heimi MENNTUN „Þetta hefur gengið ljóm- andi vel. Nemendurnir eru dug- legir og sitja og læra og rétta upp bækurnar til kennarans,“ segir Nanna Sjöfn Pétursdóttir, skóla- stjóri Grunnskóla Vesturbyggðar. Brugðið hefur verið á það ráð að bjóða upp á fjarkennslu fyrir börn vegna fjarlægðar og fámennis. Fjarkennslan hófst nú í haust. Grunnskóli Vesturbyggðar sam- anstendur af Patreksskóla á Pat- reksfirði, Bíldudalsskóla á Bíldu- dal og Birkimelsskóla á Birkimel á Barðaströnd. Aðeins níu nem- endur eru í Birkimelsskóla og tuttugu í Bíldudalsskóla. „Okkur vantaði fólk til þess að kenna, það er einn kennari í Birkimels- skóla,“ segir Nanna Sjöfn. Því varð úr að tveir kennarar á Bíldu- dal kenna nú börnunum á Barða- strönd í gegnum tölvur. „Það er kennd enska, danska og sam- félagsfræði. Kennararnir sitja við tölvu og hafa þennan sérút- búnað og myndavél og þessu er varpað á stórt tjald í Birkimels- skóla svo allir sjái kennarann vel. Svo bara læra þau. Þetta er sam- kennsla og oft eru þau frá fjórða og upp í níunda bekk öll saman.“ Á meðan á þessum kennslustundum stendur fylgist kennarinn í Birki- melsskóla með eða gerir eitthvað annað. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem grunnskólinn prófar fjar- kennslu. „Við tókum á sínum tíma þátt í mjög stóru verkefni sem hét dreifmenntaverkefnið, sem byggði á þessu. Það var til- raunaverkefni með fjarkennslu í grunnskólum sem snerist um að nýta fagkennara. Þá prófuðum við ýmsar útfærslur og nokkrum mánuðum seinna kenndum við héðan úr Vesturbyggð yfir á Snæ- fellsnes. Við kenndum dönsku og eðlisfræði því þá vantaði kennara þar. Þetta snýst um að nýta fag- kennara og nú nýti ég mjög góða kennara á Bíldudal yfir á Birki- mel. Þetta hefur gefist mjög vel og getur verið góð lausn þegar vantar kennara í þessum litlu skólum.“ thorunn@frettabladid.is Börnin á Barðaströnd í kennslu frá Bíldudal Vegna smæðar og fjarlægðar var ákveðið að prófa fjarkennslu í Grunnskóla Vesturbyggðar. Nemendur á Barðaströnd sitja nú dönsku-, ensku- og samfélags- fræðitíma á Birkimel en kennararnir kenna þeim í gegnum tölvur frá Bíldudal. FJARKENNSLA Lilja Rut Rúnarsdóttir, sem kennir ensku og dönsku, leiðbeinir hér nokkrum nemendum Birkimelsskóla og getur haft auga með þeim á tölvuskjánum. Arnar Þór Arnarsson kennir svo börnunum samfélagsfræði. AÐSEND MYND FLOGINN Á BURT Schmid flaug með eintak sitt af Fréttablaðinu í gær. MYND/ISAVIA FLUG Svissneski flugkappinn Carlo Schmid sem lenti á Reykjavíkur- flugvelli á mánudagskvöldið flaug af landi brott rétt fyrir hádegið í gær. Hann á nú aðeins nokkra daga eftir af flugi sínu umhverfis jörðina. Schmid er ekki nema tuttugu og tveggja ára gamall og hyggst verða yngstur allra til að fljúga einn umhverfis jörðina á eins- hreyfilsflugvél. Ferðin á að taka áttatíu daga. Starfsmenn Isavia færðu Schmid eintak af Fréttablaðinu í gær. Mynd af honum prýddi for- síðu blaðsins. - bþh Flugkappinn Carlo Schmid: Hélt hringflug- inu áfram ALÞINGI Sigríður Ingvarsdóttir, formaður rann- sóknarnefndar Alþingis um sparisjóðakerfið, hefur beðist lausnar í kjölfar ágreinings við hina tvo nefndarmennina. Þetta kom fram í fréttum RÚV í gær. Sigríður, sem er héraðsdómari, var skipuð formaður nefndarinnar í fyrra. Hún fékk árs- leyfi frá störfum við Héraðsdóm Reykjavíkur til að sinna nefndarstarfinu, en vinnan hefur tafist mjög og Sigríður fékk ekki framleng- ingu á leyfinu. Í samtali við RÚV í gær sagði hún að auk þess hefði „óeining og vantraust“ verið á milli nefndarmanna og hún hafi klofnað í ágreiningi um hvernig skyldi halda áfram rannsókninni. Sigríður sagði við RÚV að eng- inn ágreiningur hefði verið í nefnd- inni þangað til lögfræðin fór að spila stærra hlutverk í rannsókninni og við greiningu á því að hvaða niður- stöðu skyldi komast, samkvæmt lögum um nefndina. „Í lögunum um rannsóknarnefndir segir bara að meirihlutinn ráði því hvernig framkvæma skuli rannsókn- ina, verði ágreiningur um það, og meðnefndarmenn mínir mynduðu meirihluta gegn mér, og þar með var ég orðinn gagnslaus stjórnandi í þess- ari nefnd,“ sagði Sigríður. Rannsóknarnefndin heyrir undir forseta Alþingis en Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir þingforseti vildi ekki tjá sig um ósættið við RÚV í gær en sagði nýjan formann verða valinn í dag. Forsætis- nefnd þingsins heldur auka- fund í dag. - sh Rannsóknarnefnd um sparisjóði klofnaði og formaðurinn hætti: Nefndarformaðurinn varð gagnslaus FORSETI ALÞINGIS Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttir segir að nýr formaður verði skipaður yfir nefndina í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Vill efsta sæti í Kraganum Árni Páll Árnason, þingmaður Sam- fylkingarinnar, sækist eftir fyrsta sæti á lista flokksins í Suðvestur- kjördæmi fyrir næstu Alþingiskosningar. Hann er núverandi 1. þingmaður kjör- dæmisins. Guðlaugur vill annað sæti Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill leiða lista flokksins í öðru hvoru Reykja- víkurkjördæminu í komandi þingkosning- um. Guðlaugur sækist eftir öðru sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík. Vill leiða Framsókn í borginni Frosti Sigurjónsson, rekstrarhagfræð- ingur, sækist eftir fyrsta sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykjavík. Frosti er stjórnarmaður í Heimsýn. Arndís ætlar sér fyrsta sæti Arndís Soffía Sigurðardóttir, varaþing- maður Vinstri græns í Suðurkjördæmi, sækist eftir fyrsta sæti flokkins í Suður- kjördæmi fyrir þingkosningar. PRÓFKJÖR SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.