Fréttablaðið - 26.09.2012, Side 22

Fréttablaðið - 26.09.2012, Side 22
KYNNING − AUGLÝSINGSvanurinn, fyrir umhverfið & heilsuna MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 20122 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 | Umsjónarmenn auglýsinga: Elsa Jensdóttir elsaj@365.is sími 512 5427 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. HVAÐ ER SVANSMERKI? Svansmerkinu er ætlað að leiðbeina norrænum neytendum og innkaupafólki hjá fyrirtækjum þannig að þeim gefist raunveru- legur kostur á að kaupa um- hverfisvæna vöru og á þann hátt leggja sitt af mörkum við að bæta umhverfið. Jafnframt er markmið- ið að hvetja framleiðendur til að framleiða umhverfisvænar vörur. Í dag eru um 60 mismunandi skilyrði og fjöldi leyfishafa eykst stöðugt. Alls hafa verið gefin út um 2010 leyfi fyrir meira en 6000 vörur. Svansmerkið er opinbert umhverfismerki Norðurlanda. Markmiðið er valfrjálst norrænt umhverfismerki, sem stuðlar að því að minnka það álag sem dagleg neysla veldur umhverfinu. Starfsmenn Svansmerkisins kanna umhverfisáhrif tiltekinnar vöru og þjónustu í gegnum allan feril hennar frá hráefni til úrgangs. Gerðar eru strangar loftslags- og umhverfiskröfur en einnig kröfur um notagildi og gæði. Ég þekki vel til Svansmerkis-ins og mér er kunnugt um að almenningur gerir það líka. Þetta merki er búið að skapa sér sess, enda fyrsta merki sinn- ar tegundar. Ég vel Svansmerkt- ar vörur vegna þess að þá veit ég fyrir víst að þær eru umhverfis- vænni en aðrar sambærilegar vörur,“ segir Siv. „Mig minnir að Svanurinn sé fyrsta merki sinnar tegund- ar sem er án landamæra. Nor- ræna skráar gatið er hins vegar fyrsta hollustumerkið sem fer yfir landamæri í matvælaiðnaði. Norðurlöndin öll hafa notað þessi merki og sama hugmyndafræð- in er á bak við þau. Þetta eru um- hverfisvænar vörur sem stand ast gæðavottun,“ segir Siv enn frem- ur. „Ég reyni að vera umhverfis- væn og þegar ég sé Svansmerkta vöru tek ég hana fram yfir aðrar. Ég treysti þessu merki, enda áreiðanleiki á bak við það. Ég hef f lokkað til endurvinnslu í gegn- um árin og fer reglulega í Sorpu. Ég fer alltaf með dagblöð í þar til gerða gáma og f löskur og gler í endurvinnslu. Þar fyrir utan hef ég farið með öll föt sem ég er hætt að nota til Hjálpræðishersins og vona að þau endurnýtist með þeim hætti. Ég hef lengi verið meðvituð um umhverfisvernd og tel að f lestir Íslendingar séu það. Að minnsta kosti hefur orðið mikil viðhorfs- breyting í samfélaginu á undan- förnum árum.“ Siv var f lutningsmaður þings- ályktunar um að Norræna skrá- argatið yrði tekið upp hér á landi. Sú tillaga var samþykkt í þinginu sem frumvarp en Siv segist ekki vita hvort búið sé að koma upp því eftirlitskerfi sem sé nauðsynlegt í framhaldinu. „Ég er líka flutningsmaður þess að svokallaður broskarl verði tek- inn upp hér á landi. Það er gæða- merki fyrir veitingahús og aðra matsölustaði að danskri fyrir- mynd. Ef veitingahúsið stenst þau heilbrigðisviðmið sem merkið býður upp á fær það broskarl. Við- skiptavinurinn getur treyst því að veitingahús með broskarl sé með hreinlæti og aðra hluti í lagi. Bros- karlinn hefur ekki enn verið sam- þykktur á Alþingi en ég vonast til að svo verði. Broskarlinn er hvetj- andi fyrir veitingamenn,“ segir Siv sem ætlar að kveðja Alþingi í vor. Ég treysti þessu merki, enda er áreiðanleiki á bakvið það. Meðvituð um umhverfið Siv Friðleifsdóttir alþingismaður hefur verið ötull talsmaður umhverfisvænna hluta. Hún segir Svaninn hafa mikla þýðingu fyrir sig. Siv Friðleifsdóttir aþingismaður velur umhverfisvottaðar vörur. FYRSTA SVANSVOTTAÐA VEITINGAHÚSIÐ „Hér leggjast allir á eitt og hafa gaman af enda góð tilfinning að hlúa að umhverfi okkar og bjóða aðeins það besta, grænasta og hollasta úr náttúrunni,“ segir Guðríður María Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri veitingahússins Nauthóls. „Með Svansvottun tökum við samfélagslega ábyrgð og skref í átt að eðlilegri framtíðarþróun, ásamt sjálfsagðri skyldu gagnvart umhverfinu, starfsfólki okkar og viðskiptavinum.“ VELDU GRÆNT MEÐ OLÍS Olís býður upp á mikið úrval af Svansvottuðum vörum. „Í Svansvottuðu línunum okkur erum við með allt sem þarf til þrifa og erum stöðugt að vinna í því að bæta við meira og meira af vörum,“ segir Eggert Bjarnason, sölu-og þjónusturáðgjafi heildsölu- og rekstrarvöru- deildar. „Við eigum núna til allt sem þarf til þess að sinna öllum fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum. Við bjóðum upp á heildar- lausnir fyrir alla þessa aðila.“ Eggert segir mikla aukningu vera í sölu á um- hverfisvottuðum vörum. „Markaðurinn hefur verið að kalla eftir þessum vörum í auknum mæli og við erum að bregðast við þeirri kröfu.“ Eggert Bjarnason, sölu- og þjónusturáðgjafi heildsölu- og rekstrarvörudeildar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.