Fréttablaðið - 26.09.2012, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 26.09.2012, Blaðsíða 28
KYNNING − AUGLÝSINGSvanurinn, fyrir umhverfið & heilsuna MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 20128 VEIST ÞÚ HVAÐ SVANSMERKIÐ ER OG HVAÐA ÞÝÐ INGU ÞAÐ HEFUR? Hákon Jónsson. „Nei.“ Erla Sóldís. „Já, það er umhverfismerki.“ Bára Mjöll Franksdóttir. „Er það ekki svona umhverfismerki, þetta græna, sem segir til um hvort umbúðir séu vistvænar.“ Kjartan Þórisson. „Nei.“ Ernir Eyjólfsson. „Já, það er umhverfisstaðall. Þannig fyrirtæki þurfa að fylgja ákveðnum reglugerðum.“ Umhverfismerkið Svanurinn var stofnað árið 1989 af neytenda- nefnd Norrænu ráðherranefndarinnar en frá árinu 2006 hefur umhverfisnefndin haft málið á sinni könnu. Finnar, Íslendingar, Norðmenn og Svíar hafa tekið þátt í samstarfinu um Svansmerkið frá byrjun en Danir hófu notkun þess árið 1998. Framlag Norrænu ráðherranefndarinnar til Norrænu umhverfismerkinganefndarinn- ar (NMN) árið 2011 var um fjórar milljónir danskra króna. NMN mótar sameiginlega stefnu um hvaða vöruflokka megi merkja með Svaninum og hvaða skilyrði varan þurfi að uppfylla. Norrænir sérfræðingahópar gera tillögur að skilyrðum og um- hverfismerkjaráðin í hverju landi fyrir sig fjalla um leyfisumsóknir og gefa út leyfi. Í Danmörku og á Íslandi bera umhverfisráðuneytin ábyrgð á umhverfismerkingum en í hinum þremur norrænu ríkjunum fellur Svansmerkið undir neytendamál. Fram- tíðarsýn norrænna umhverfisráðherra er að Svanurinn verði þekktur sem eitt skilvirkasta valfrjálsa verkfæri á umhverfissviði árið 2015. Staða Svansins er sterk vegna mikils trúverðugleika. Fyrir fyrirtæki er Svanurinn eftirsóknarverður og traustur máti til að nýta sér umhverfismál til að styrkja samkeppnishæfni sína og hann er sjálfsagður valkostur fyrir neytendur sem gera strangar kröfur til umhverfisþátta og gæða. Neytendum er ljóst að viðmið Svansins fela í sér strangar kröfur í loftslagsmálum ásamt skrásetningu á erlendum Svansmerktum vörum. Kröfur Svansins eru strangar og Svansmerkið er þannig trygging fyrir því að um sé að ræða vandaða vöru eða þjónustu. MIKIÐ TRAUST TIL SVANSINS Á NORÐURLÖNDUM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.