Fréttablaðið - 26.09.2012, Blaðsíða 42
26. september 2012 MIÐVIKUDAGUR22
sport@frettabladid.is
ÞÝSKA HANDKNATTLEIKSLIÐIÐ KIEL komst aftur á sigurbraut í gær er það lagði Magdeburg,
33-30. Kiel tapaði stigum í síðustu umferð eftir að hafa unnið alla sína leiki í rúmlega 500 daga. Guðjón
Valur Sigurðsson var markahæstur í liði Kiel með fimm mörk en Aron Pálmarsson komst ekki á blað.
FÓTBOLTI Þó svo að tímabilinu í
Pepsi-deild kvenna hafi lokið fyrir
næstum þremur vikum hafa leik-
menn Stjörnunnar þurft að halda
sér á tánum. Liðið mætir í kvöld
rússneska félaginu Zorky Krasn-
ogorsk á heimavelli sínum í Garða-
bæ en þetta verður fyrsti Evrópu-
leikur félagsins frá upphafi.
Stjarnan tryggði sér þátttöku-
rétt í keppninni með því að verða
Íslandsmeistari í fyrra og hefur
því beðið lengi eftir þessum leik.
Stjörnukonum tókst þó ekki að
verja titilinn nú í sumar og verð-
ur því Þór/KA fulltrúi Íslands í
Meistaradeild Evrópu á næsta
tímabili.
Stjarnan slapp við undankeppn-
ina sem fór fram fyrr í sumar og
fór beint inn í 32-liða úrslitin. Þar
var liðið í neðri styrkleikaflokki af
tveimur og dróst gegn Zorky. Um
er að ræða ungt félag en það var
stofnað árið 2006. Það var nýliði
í efstu deild á síðasta tímabili en
náði engu að síður öðru sæti sem
dugði til að komast í Meistara-
deildina.
Sterkir landsliðsmenn í liðinu
„Okkur tókst ekki að útvega
okkur upptöku af leik með þessu
liði en mér hefur þó tekist að afla
mér einhverra upplýsinga,“ sagði
þjálfarinn Þorlákur Árnason um
andstæðing kvöldsins.
„Við vitum lítið sem ekkert um
liðið sjálft en það eru þó marg-
ir sterkir einstaklingar í því –
landsliðsmenn frá Rússlandi,
Úkraínu og Ítalíu. Það leikur í
það minnsta enginn vafi á því
að þetta sé sterkasta lið sem við
höfum mætt hingað til.“
Þorlákur segir að þó svo að
nokkuð sé síðan tímabilið klár-
aðist hér heima verði leikmenn
klárir í slaginn í kvöld. „Allur
undirbúningur hefur gengið
mjög vel – þó svo að það hafi
ekki verið hægt að spila mikið
af leikjum þar sem tímabilinu er
lokið,“ sagði hann. „En við tókum
okkur líka frí í eina viku sem var
kærkomið. Ég hef engar áhyggj-
ur af því að leikmenn verði ryðg-
aðir í kvöld enda betra að vera
með ferska leikmenn en þreytta.“
Þorlákur hefur enga leik-
menn misst í nám til Bandaríkj-
anna eða neitt slíkt. „Hins vegar
höfum við misst nokkra leik-
menn í sumar vegna meiðsla,
sérstaklega varnarmenn. Nú
síðast bættist Soffía [Arnþrúður
Gunnarsdóttir], vinstri bakvörð-
urinn okkar, í þann hóp og spil-
ar hún ekki meira á tímabilinu,“
sagði Þorlákur.
„Við erum svo enn með erlendu
leikmennina okkar, þar á meðal
Ashley Bares sem hefur verið
meidd í nánast allt sumar. Hún
verður þó til taks í kvöld.“
Ætlum að vinna þennan leik
Stjarnan hefur selt 300 miða
í forsölu og á Þorlákur von á
góðri mætingu á Samsung-völl-
inn í kvöld. Sendiherra Rúss-
lands verður gestur á leiknum í
kvöld en liðin mætast svo aftur
á fimmtudaginn í næstu viku og
þá í Krasnogorsk sem er rétt utan
við höfuðborgina Moskvu.
Þorlákur segir að mikil spenna
ríki í herbúðum Stjörnunnar.
„Við erum búin að bíða lengi
eftir þessum leik og þó svo að við
vitum lítið um andstæðinginn
ætlum við að fara í leikinn eins og
hvern annan – með það að mark-
miði að vinna.“
eirikur@frettabladid.is
Löng bið loksins á enda
Stjarnan leikur í kvöld sinn fyrsta Evrópuleik þegar Íslandsmeistararnir fyrrver-
andi taka á móti Zorky frá Rússlandi í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
„Vitum lítið sem ekkert um þetta lið,“ segir Þorlákur Árnason þjálfari.
ERFITT VERKEFNI Stjörnustelpur leika sinn fyrsta Evrópuleik í kvöld og þeirra bíður
mjög erfitt verkefni. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
N1-deild kvenna:
Haukar-Valur 17-36 (13-14)
Mörk Hauka: Marija Gedroit 7, Díana Kristín
Sigmarsdóttir 3, Áróra Eir Pálsdóttir 2, Ásthildur
Friðgeirsdóttir 2, Elsa Björg Árnadóttir 1, Gunn-
hildur Pétursdóttir 1, Sigríður Herdís Hallsdóttir 1.
Mörk Vals: Dagný Skúladóttir 14, Þorgerður Anna
Atladóttir 7, Hrafnhildur Skúladóttir 5, Rebekka
Rut Skúladóttir 2, Anna Úrsula Guðmundsdóttir
2, Íris Ásta Pétursdóttir 2, Karólína Lárudóttir 1,
Aðalheiður Hreinsdóttir 1, Morgan Þorkellsdóttir 1,
Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 1.
Grótta-Fylkir 31-23
Engar upplýsingar bárust um markaskorara.
Fram-HK 30-12 (15-3)
xx Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 8, Elísabet
Gunnarsdóttir 6, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 4, Guð-
rún Þóra Hálfdánsdóttir 2, Ásta Birna Gunnars-
dóttir 2, María Karlsdóttir 2, Steinunn Björnsdóttir
2, Marthe Sördal 1, Birna Berg Haraldsdóttir 1,
Sunna Jónsdóttir 1, Elva Þóra Arnardóttir 1.
Mörk HK: Nataly Sæunn Valencia 4, Sigríður
Hauksdóttir 3, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 2,
Heiðrún Björk Helgadóttir 2, Valgerður Ýr Þor-
steinsdóttir 1.
Afturelding-FH 19-28
Engar upplýsingar bárust um markaskorara.
ÚRSLIT
FÓTBOLTI Steven Gerrard og
Glen Johnson, leikmenn Liver-
pool, telja að sóknarmaðurinn
Luis Suarez fái ekki sanngjarna
meðhöndlun hjá dómurum ensku
úrvalsdeildarinnar.
Liverpool-menn vildu fá víti í
leiknum gegn Manchester United
um helgina en þá virtist Jonny
Evans brjóta á Suarez. Mark
Halsay, dómari leiksins, dæmdi
hins vegar ekki neitt. United
vann leikinn 2-1.
Suarez hefur ekki fengið víta-
spyrnu síðan í leik Liverpool
gegn Arsenal í mars á þessu
ári en hann hefur það orðspor á
sér að fiska víti og aukaspyrnur
óheiðarlega.
„Það eru dómararnir sem taka
þessar ákvarðanir. Það virðist
ekki skipta máli þó svo að um
greinilega vítaspyrnu sé að ræða,
Luis fær aldrei víti,“ sagði Gerr-
ard.
„Dómararnir mega ekki láta
fortíðina hafa áhrif á sig og eiga
að gleyma hvaða leikmaður á í
hlut,“ sagði Johnson og bar áður-
nefnt atvik saman við vítaspyrn-
una sem United fékk í leiknum.
Þá dæmdi Halsey vítaspyrnu
eftir að Antonio Valencia féll í
teignum en United skoraði sigur-
mark leiksins úr vítaspyrnunni.
„Orðspor leikmanna virð-
ist hafa áhrif. Valencia fékk
vítið vegna þess að hann er ekki
þekktur fyrir að láta sig detta.“
- esá
Steven Gerrard:
Suarez fær
aldrei víti
ÓVINSÆLL Gerrard finnur til með Suarez.
NORDICPHOTOS/GETTY
HANDBOLTI Bestu lið N1 -deildar
kvenna síðustu ár, Valur og
Fram, unnu bæði stórsigra í leikj-
um sínum í gærkvöldi er önnur
umferð deildarinnar hófst.
Búist var við meiri mótspyrnu
frá HK í Safamýrinni en liðið
skoraði aðeins þrjú mörk í fyrri
hálfleik og ballið búið. - hbg
N1-deild kvenna:
HK kjöldregið í
Safamýri
HARKA Það var hraustlega tekist á þegar
HK kom í Safamýrina. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM