Fréttablaðið - 26.09.2012, Side 14
14 26. september 2012 MIÐVIKUDAGUR
Lendi stjórnmálamenn úti í horni grípa þeir stundum til „let them deny
it“-aðferðarinnar. Þeir bera andstæðinga
sína röngum sökum í von um að rang-
færslan lifi en ekki hitt sem er satt og
rétt.
Össur Skarphéðinsson er stjórnmála-
maður í horni, ESB-horni. Hann reynir
að brjótast úr því í Fréttablaðinu þriðju-
daginn 25. september og segir mig vilja
taka upp evru.
Fyrir þessari fullyrðingu utanríkis-
ráðherra eru engin rök frekar en svo
mörgu sem hann segir til að fegra ESB-
málstað sinn.
Eftir að við sátum saman í Evrópu-
nefnd sem lauk störfum í mars 2007
hef ég sannfærst um að ESB hafi lög-
heimild til að gera tvíhliða samning
um evru-samstarf við ríki utan ESB og
samningsstaða Íslands sem evru-ríkis
sé lögfræðilega sterk. Nefni ég sem póli-
tískt fordæmi tvíhliða Prüm-samning
Íslands við ESB á grundvelli Schengen-
samstarfsins.
Á tvíhliða evru-lausn hefur aldrei
verið látið reyna af Íslands hálfu.
Það háir mjög umræðum við ESB-
aðildarsinna að þeir loka augunum fyrir
öllu öðru en aðild. Sést æ betur hve
hættulegt er að fela slíkum mönnum for-
ystu í viðræðum um aðild að ESB. Allur
vafi er túlkaður ESB í vil, íslenskir
hagsmunir eru settir í annað eða þriðja
sæti.
Ég hef aldrei lýst stuðningi við upp-
töku evru en sagst tilbúinn að vega og
meta hagfræðilegar röksemdir. Við hag-
fræðilegt mat á gildi evrunnar stöndum
við betur að vígi nú en 2007. Evran hefur
fallið á prófinu. Það er argasta blekking
að ég styðji upptöku hennar.
Össur Skarphéðinsson veit betur en
birtist í grein hans. Vilji hann aðstoð
mína við að komast úr ESB-horninu
verður hann að segja satt.
Össur Skarphéðinsson
veit betur en birtist í
grein hans. Vilji hann aðstoð
mína við að komast úr ESB-horn-
inu verður hann að segja satt.
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
HALLDÓR
Össur fastur í ESB-horninu
Gjaldmiðlar
Björn
Bjarnason
fv. ráðherra
Þ
að er vinsæl íþrótt að skjóta boðbera vondra tíðinda,
fremur en að horfast í augu við fréttirnar sem þeir
flytja. Ríkisendurskoðun tekur fullan þátt í þessum leik
með viðbrögðum sínum við umfjöllun Kastljóss Ríkis-
sjónvarpsins í fyrrakvöld.
Þar var upplýst að stofnunin hefði árið 2004 fengið það verkefni
hjá Alþingi að kanna mikinn umframkostnað skattgreiðenda við
innleiðingu fjárhagsupplýsinga-
kerfis ríkisins. Átta árum síðar
hefur engri skýrslu verið skilað,
en Kastljósið komst í skýrslu-
drög frá 2009, þar sem farið er
hörðum orðum um klúður, sem
leiddi af sér þennan mikla kostn-
aðarauka.
Fyrstu viðbrögð Ríkisendur-
skoðunar voru að vekja annars vegar athygli á að skýrslan væri
ekki fullbúin og enn ætti eftir að afla andmæla við henni. Æsing-
urinn í stofnuninni yfir þessum hluta málsins væri skiljanlegri
ef um væri að ræða mál, sem væri í eðlilegu ferli og ekki hefði
gefizt tími til að afla andmæla hjá málsaðilum. Þrjú ár verða
hins vegar að teljast nægur tími til þess, að ekki sé talað um átta.
Hins vegar gerði Ríkisendurskoðun mikið úr því að gögnin
hefðu komizt til Kastljóssins með ólögmætum hætti. Í gærmorg-
un var málið tilkynnt til lögreglu og Ríkisendurskoðandi sagðist
hafa rætt við forstjóra fjársýslu ríkisins hvort ástæða væri til að
krefjast lögbanns á framhaldsumfjöllun Kastljóssins.
Hér tekur Ríkisendurskoðun skakkan pól í hæðina. Í umfjöllun
Kastljóssins voru tvær merkilegar fréttir, sem báðar eiga fullt
erindi við almenning. Annars vegar efni skýrsludraganna og hins
vegar að eftirlitsstofnun Alþingis skuli vera með mál sem varðar
mikla hagsmuni skattgreiðenda í vinnslu í átta ár og nái ekki að
klára það, þrátt fyrir fyrirspurnir frá þingmönnum.
Ríkisendurskoðun á að einbeita sér að því að útskýra sinn hlut
í málinu, í stað þess að eltast við heimildarmann RÚV. Það virðist
hafa gleymzt hjá stofnuninni að Alþingi, sem hún starfar fyrir,
samþykkti 2010 þingsályktun um að Ísland ætti að skapa sér laga-
lega sérstöðu um vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis. Meðal
þess sem stýrihópur sem vinnur að framgangi ályktunarinnar á
að skoða er hvort rétt sé að styrkja vernd afhjúpenda og breyta
ákvæðum um þagnarskyldu ríkisstarfsmanna í því skyni. Stóra
skýrslumálið virðist skólabókardæmi um mál, þar sem heimildar-
maður fjölmiðils á einmitt að njóta slíkrar verndar. Hópurinn
skoðar líka hvort rétt sé að afnema eða takmarka heimildir til
lögbanns vegna væntanlegrar birtingar efnis í fjölmiðlum.
Viðbrögð Ríkisendurskoðunar eru þeim mun frekar á skjön
sem stofnunin er oft fengin til að fara ofan í mál, sem komu til af
því að upplýsingar sem stjórnsýslan vildi alls ekki að færu á flakk
urðu opinberar. Nýlegt dæmi er Árbótarmálið svokallaða. Það
hófst með því að Fréttablaðið sagði frá því og birti meðal annars
tölvupóstsamskipti tveggja ráðherra, sem annar þeirra sakaði
opinbera stofnun um að hafa lekið. Tölvupóstarnir voru reyndar
afhentir með tilvísan til ákvæða upplýsingalaga um aðgang
almennings að gögnum stjórnsýslunnar. Ríkisendurskoðun skil-
aði skýrslu í framhaldinu og skammaði stjórnmálamennina.
Nú dugar víst ekki að hóa í Ríkisendurskoðun til að fara ofan
í saumana á þessu átta ára gaufi í stóru máli.
Ríkisendurskoðun tekur skakkan pól í hæðina:
Sendiboðaskyttirí
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
Vasast í mörgu
Brynjar Níelsson lögmaður er að
velta því fyrir sér hvort hann eigi að
bjóða sig fram til Alþingis fyrir hönd
Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur
fengið hvatningar þess efnis og ef
hann nýtur trausts hjá flokksmönnum
telur hann það skyldu sína að taka
slíka hvatningu til alvar-
legrar athugunar. Brynjar
er greinilega marghamur
maður því á meðan
hann veltir framboðinu
fyrir sér situr dómnefnd
að störfum og metur
umsækjendur um
hæstaréttardómara,
en Brynjar er einn þeirra. Dómari í
Hæstarétti eða þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, þar er efinn.
Pressað á formanninn
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hefur
gefið kost á sér til efsta sætis í öðru
hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Með
því setur hún pressu á Jóhönnu Sig-
urðardóttur, sem skipaði efsta sætið
í Reykjavík norður síðast. Þá hefur
Sigríður ekki útilokað for-
mannsframboð. Það
er því komin pressa
á Jóhönnu um að
tilkynna um
áform sín.
Til fyrirmyndar
Alþingi hefur verið að breyta starfs-
háttum sínum og opna í æ ríkari
mæli á störf sín. Til fyrirmyndar er
hvernig tekið var á málefnum Ríkis-
endurskoðunar, en mikill dráttur hefur
orðið á skýrslu stofnunarinnar um
nýtt bókhaldskerfi ríkisins. Kastljós
skúbbaði málinu á mánudagskvöldi
og í hádeginu á þriðjudegi var ríkis-
endurskoðandi mættur á fund tveggja
þingnefnda sem opinn var
fréttamönnum. Meira
af þessu takk.
kolbeinn@frettabladid.is