Fréttablaðið - 26.09.2012, Qupperneq 23
KYNNING − AUGLÝSING Svanurinn, fyrir umhverfið & heilsuna26. SEPTEMBER 2012 MIÐVIKUDAGUR 3
Ræstingasvið ISS Íslands fékk norrænu umhverfisvottunina Svaninn árið 2009. ISS Ísland, sem er í eigu ISS/AS,
varð fyrst fyrirtækja innan samsteypunn-
ar til að fá slíka vottun en ISS/AS er alþjóð-
legt fyrirtæki með starfsemi í yfir fimmtíu
löndum. Guðmundur Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri ISS Íslands, segir að þrátt
fyrir Svansvottunina árið 2009 eigi fyrir-
tækið sér langa sögu þegar kemur að um-
hverfismálum. „Við höfum starfað á þessum
markaði hérlendis í þrjátíu ár og höfum allt-
af verið mjög meðvituð um umhverfismál.
Við vorum fyrsta fyrirtækið innan sam-
steypunnar til að hljóta Svaninn en ISS/AS
er líka mjög meðvitað um umhverfisvernd.“
Hann nefnir sem dæmi að frá og með haust-
inu sé verið að keyra sérstakt átak hjá öllum
fyrirtækjum samsteypunnar undir nafninu
ISS Global Environmental Campaign 2012.
„Þar verður lögð áhersla á þrjá meginþætti.
Í fyrsta lagi er hugað að orkunýtingu. Í öðru
lagi að affalli og sorpi og hvernig hægt er að
meðhöndla það rétt og flokka en fyrst og
fremst þó að minnka það. Í þriðja lagi snýr
átakið að betri nýtingu vatns og hvernig
fyrir tækin geta farið sparlega með þessa
takmörkuðu auðlind.“
Minna magn efnis
Guðmundur segir mjög margt hafa breyst til
betri vegar á síðustu þrjátíu árum í rekstri
fyrirtækisins. „Í dag notum við til dæmis
um 15% af þeim efnum sem áður voru notuð
á hverja unna klukkustund. Ef við tökum
bara það efnismagn sem við höfum spar-
að á síðustu 20-25 árum erum við að tala
um jafn mikið magn og gæti fyllt hitaveitu-
tankana á Grafarholti. Þessi efni hefðu að
öðrum kosti farið út í umhverfið. Við höfum
því náð miklum árangri og Svansvottunin
var því nokkurs konar punktur yfir i-ið hjá
okkur. Þrátt fyrir það hefur ýmislegt breyst
í rekstri okkar með tilkomu Svansvottun-
arinnar, þá sérstaklega varðandi skráning-
ar, eftirfylgni og eftirlit. Þannig má segja að
með viðtöku Svansins hafi allt smollið betur
saman í formlegra kerfi hjá okkur, sérstak-
lega það sem snýr að samanburði, og eftir-
fylgnin varð mun markvissari.“
Vatnsnotkun minnkað mikið
Vegna umhverfisstefnu ISS og Svansvott-
unar er ISS Ísland farið að nota allt önnur
efni við þrif og ræstingar en í árdaga fyrir-
tækisins. „Við gerum skýran greinarmun á
hreingerningarefnum og ræstingarefnum.
Ræstingarefni eru mildari, vinna með og
vernda yfirborðsflötinn en hreingerningar-
efnin eru virkari efni, geta brotið niður flöt-
inn og vinna hratt á stuttum tíma.“ Stærsta
breytingin er þó að sögn Guðmundar að
vatnsnotkun hefur minnkað. „Áður fyrr var
verið að blautþvo allt. Núna erum við hætt
að vera með vatn í vögnum heldur fær starfs-
fólk okkar moppur með réttu rakastigi sem
duga á ákveðinn fermetrafjölda. Svo er náð
í nýja moppu með réttu rakastigi og mild-
um hreinsilegi. Það þýðir að starfsmenn
okkar eru hættir að burðast með vatn og ná
í nýtt vatn o.s.frv. Fyrir utan að tæki og tól og
áhöld eru miklu notendavænni en þau voru
hér áður fyrr.“
Að sama skapi hafa viðskipti við birgja
breyst. „Í dag höfum við færri og stærri
birgja og þeir hafa auðvitað þurft að svara
kröfum okkar. Það er ánægjulegt að segja frá
því að þeir hafa staðið sig mjög vel í þess-
um málum. Stærsti birgirinn okkar í dag er
Tandur sem hefur staðið sig mjög vel enda
mikil fagþekking á þeim bænum.“
Svanurinn var punkturinn yfir i-ið
ISS Ísland var fjórða fyrirtækið á Íslandi til að hljóta umhverfisvottunina Svaninn og um leið fyrsta fyrirtækið innan ISS/AS
samsteypunnar. Umhverfismál hafa verið stór þáttur í rekstri fyrirtækisins í 30 ár.
Guðmundur Guðmundsson, framkvæmdastjóri ISS, en fyrirtækið hefur umhverfisvottun Svansins. MYND/GVA
Með allt á hreinu
Ræstingarsvið ISS er Svansvottað
sem tryggir fyrirtækjum,
stofnunum og sveitarfélögum
gæðaþjónustu, sem er
vistvænni í framkvæmd.
Með því að velja
umhverfisvottaða þjónustu
stuðla viðskiptavinir
okkar að sjálfbærri þróun
samfélagsins þar sem
komandi kynslóðir hafa
jafna möguleika og við til að
mæta þörfum sínum.
Vertu í hópi öruggra og
ánægðra viðskiptavina.
Láttu okkur leysa málin -
www.iss.is
”Ég leysi málin
með umhverfið
í huga”
Ég þekki þarfir
viðskiptavinarins í mínu fyrirtæki
A World of Service
Í dag notum við um 15%
af þeim efnum sem
áður voru notuð