Fréttablaðið - 26.09.2012, Page 24
KYNNING − AUGLÝSINGSvanurinn, fyrir umhverfið & heilsuna MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 20124
NEUTRAL SLÆR TVÆR
FLUGUR Í EINU HÖGGI
„Neutral-vörurnar hafa
algjöra sérstöðu þegar kemur að
gæðum og virkni um leið og þær
eru sérlega mildar og grænar,“
segir Guðrún Húnfjörð, vöru-
merkjastjóri hjá Nathan & Olsen.
Fyrirtækið flytur inn umhverfis-
vænar hreinlætis- og húðvörur
frá Neutral sem Íslendingum eru
að góðu kunnar.
„Langstærstur hluti Neutral-lín-
unnar ber norræna Svansmerkið.
Það auðveldar viðskiptavinum
að hugsa vel um umhverfið – án
þess að slá af kröfum sínum um
gæði, virkni og vellíðan,“ segir
Guðrún.
Við vildum endurspegla feg-urð og tærleika náttúr-unnar sem umlykur Naut-
hól í Öskjuhlíð. Því var markmið
okkar í upphafi að verða umhverf-
isvænt veitingahús,“ segir Guðríð-
ur María Jóhannesdóttir, fram-
kvæmdastjóri veitingahússins
Nauthóls sem var opnað við Naut-
hólsvík fyrir þremur árum.
Hún segir veitingahús gangast
undir strangt ferli og þurfa að upp-
fylla marga þætti til að öðlast vott-
un norræna Svansmerkisins.
„Við þurftum þó litlu að breyta
enda höfðum við Svansvottun að
leiðarljósi þegar við hófum rekst-
ur og vorum vel búin undir að tak-
ast á við innleiðingarferlið. Ferlið
gekk vel fyrir sig og mín tilfinning
er að við munum eiga auðvelt með
að framfylgja ferlum vottunarinn-
ar í framhaldinu,“ segir Guðríður
sem er strax farin að finna fyrir
stórum sparnaði í mörgum þátt-
um rekstursins.
„Á vínseðli bjóðum við góm-
sæt, lífræn vín og bjór og á mat-
seðli ríkulegt úrval grænmetis-
rétta. Aðrir réttir á matseðli inni-
halda margir hverjir ferskt og
lífrænt hráefni beint frá bónda og
eggin eru til að mynda úr frjáls-
um og hamingjusömum hænum.
Þá eru öll hreinsiefni til daglegra
þrifa með Svansvottun og á Naut-
hóli er mjög þróað flokkunarkerfi
sorps sem tryggir lágmarksáhrif
á umhverfið,“ útskýrir Guðríður.
Hún segir starfsfólk Nauthóls
upplýst um alla ferla sem við-
koma Svansvottuninni og með-
vitað um að flokka rusl samvisku-
lega, slökkva óþörf ljós, fara spar-
lega með rafmagn og skrúfa fyrir
rennsli undir stéttum þegar ekki
er frost og snjór. Þá hjálpi til að
allur tækjabúnaður var keyptur
nýr og sparneytinn.
„Hér leggjast allir á eitt og
hafa gaman af enda góð tilfinn-
ing að hlúa að umhverfi okkar
og bjóða aðeins það besta, græn-
asta og hollasta úr náttúrunni.
Með Svansvottun tökum við sam-
félagslega ábyrgð og skref í átt að
eðlilegri framtíðarþróun, ásamt
sjálfsagðri skyldu gagnvart um-
hverfinu, starfsfólki okkar og við-
skiptavinum,“ segir Guðríður.
Gestir Nauthóls munu verða
varir við Svansvottun á matseðli
og víðar í húsinu og er von Guðríð-
ar að Svansvottun Nauthóls verði
öðrum veitingahúsum til eftir-
breytni.
„Við erum stolt af því að fá virta
vottun Svansmerkisins á Nauthól
og hlökkum til að taka á móti gest-
um sem vilja njóta veitinga á um-
hverfisvænum veitingastað í fag-
urri náttúru borgarinnar,“ segir
Guðríður.
Nauthóll er á Nauthólsvegi 106.
Heimasíða www.nautholl.is og
www.facebook.com/nautholl.
Lífræn vín og matur
Veitingahúsið Nauthóll stendur á rómantískum stað, mitt í vinsælustu
náttúruperlu Reykjavíkur. Á næstu dögum öðlast Nauthóll norræna
Svansvottun og verður þar með fyrsta Svansvottaða veitingahús lýðveldisins.
Nauthóll stendur við vinsælan göngustíg
í Öskjuhlíð. Þar er dásamlegt að tylla sér
bæði inni og úti til að njóta sælkerafæðis
og óviðjafnanlegs útsýnis í náttúruparadís
borgarinnar.
Starfsfólk Nauthóls hefur sterka umhverfisvitund og leggst á eitt með að hlúa að náttúrunni.
Í dag er 21 íslenskt fyrirtæki með Svans-
vottun. Nær öll fyrirtækin eru þjónustu-
fyrirtæki. Fyrirtækið Undri úr Reykja-
nesbæ, sem framleiðir iðnaðarhreinsi
og penslasápur, er það eina sem hefur
fengið vottun fyrir vörur. Elva Rakel
Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfis-
stofnun, segir Ísland skera sig mjög úr að
þessu leyti samanborið við hin Norður-
löndin. „Við erum ekki mikið vörufram-
leiðsluland og þetta hlutfall endurspegl-
ar því ágætlega markaðinn hérlendis.
Hér er mikið af þjónustufyrirtækjum og
við flytjum mikið inn af vörum.“ Fyrir-
tæki sem sækja um Svansvottun fá allt-
af vottun á einstakar vörur eða þjónustu.
Þrátt fyrir að einungis hafi verið vottað-
ar vörur frá einu íslensku fyrirtæki eru
nokkrar slíkar umsóknir í ferli hjá Umhverfisstofnun. „Á þessu stigi eru
umsóknirnar trúnaðarmál og ekki hægt að greina mikið frá innihaldi
þeirra en það verður gaman að fylgjast með þróuninni á næstu árum
enda spennandi vöruflokkar að detta inn.“
Atvinnugreinar eru misduglegar að sækja um Svansvottun og segir
Elva umsóknir koma í litlum bylgjum. „Svanurinn er orðinn mjög vin-
sæll í ákveðnum þjónustuflokkum þar sem einn ríður á vaðið og aðrir
fylgja í kjölfarið. Þar má nefna að prentsmiðjur, ræstingafyrirtæki og
hótel hafa verið dugleg að sækja um Svaninn. Þessi snjóboltaáhrif ráðast
líklega af eftirspurn og því að menn þurfa að koma auga á möguleikana
og sjá kosti þess að vera með vottun. Svanurinn er líka eins konar gæða-
kerfi og gagnast því fyrirtækjum á margvíslegan hátt. Neytendur kalla í
auknum mæli eftir að unnið sé að umhverfismálum og Svanurinn er af-
bragðs leið til að miðla ágæti vörunnar eða þjónustunnar.“
Margar innfluttar Svansvottaðar vörur er á boðstólnum hérlendis að
sögn Elvu. „Svanurinn er orðinn mjög sterkt og þekkt vörumerki á Ís-
landi og innflutningur á merktum vörum er sífellt að aukast. Á Norður-
löndunum má meðal annars sjá mikla vakningu meðal snyrtivörufram-
leiðanda sem tengist aukinni áherslu neytenda á að velja eiturefnalausar
og öruggar vörur fyrir sig og sína. Dagvöruverslanir og veitingastaðir á
Norðurlöndunum hafa líka í vaxandi mæli fengið vottun og gaman væri
að sjá slíka þróun hérlendis.“
Svanurinn vinsæll hjá
þjónustufyrirtækjum
Sífellt er verið að setja strangari
reglur um innihald skaðlegra
efna í vörum. Sum þessara efna
eru nauðsynleg til að viðhalda
gæðum þeirra. Efnin er að finna
í mismiklum mæli í vörunum og
eru misskaðleg umhverfinu.
Arsenik
Arsenik hefur verið notað til að
gagnverja timbur, við framleiðslu
á glervörum og í rafbúnað. Ar-
senikefnasambönd safnast upp í
plöntum og dýrum í mismiklum
mæli og geta verið mjög eitruð líf-
ríkinu og jafnvel valdið krabba-
meini. Þau eru einnig notuð í
PVC-plastvörur, steinefnaáburð,
tóbak og rafgeyma í bíla. Í dag er
að mestu hætt að nota arsenik til
að gagnverja timbur en það mun
engu að síður halda áfram að leka
úr gömlu timbri næstu árin.
Paraben
Paraben-efni eru meðal ann-
ars notuð sem rotvarnarefni í
snyrti- og hreinsivörur, til dæmis
í blautklúta og krem. Rannsókn-
ir á dýrum hafa sýnt að paraben-
efni raska hormónastarfsemi. Tak-
mörk eru á notkun þeirra í snyrti-
vörum og eru Svansvottaðar vörur
án slíkra efna.
Blý
Blý er eitrað og of mikið af því
í líkamanum getur skaðað
rauðu blóðkornin og tauga-
kerfið. Það er sérstaklega
hættulegt heilaþroska fóstra
og ungra barna sem og lífvera
sem lifa í vatni. Það hefur verið
notað í bílarafgeyma, veiðar-
færi, skotfæri, málningu, rautt
og gult leirtau ásamt f leiru.
Búið er að banna blý að mestu
í bensíni, í blýhöglum við veið-
ar og rafbúnaði auk þess sem
bannað er að nota einföld blý-
sambönd í málningu.
Klórparaffín
Klórparaffín er samheiti efna-
flokks eldtefjandi efna sem notuð
eru í plast, gúmmí og textílvör-
ur. Einnig er það notað sem
mýkingarefni í málningu og
plast. Það brotnar hægt niður
í umhverfinu og safnast fyrir í
mönnum og dýrum. Það getur
borist til barns með móður-
mjólk og haft áhrif á þroska
heilans. Strangar reglur eru í
gildi um leyfilegan hámarks-
styrk á hluta af þessum efnum
í fjölda vöru-
tegunda.
Hæg t er
að nálgast
upplýs-
ingar um
umhverf-
isvernd,
spilliefni,
umhverf-
isvottan-
ir og fleira
tengt
grænum
lífsst í l á
vef u m-
hverfis-
stofnun-
ar www.
ust.is.
Spilliefni finnast víða
Skaðleg efni leynast í mörgum vörum sem notaðar eru dagsdaglega. Smátt og
smátt leka þessi efni út í umhverfið og safnast upp með slæmum afleiðingum.
SÁTT OG SAMVINNA VIÐ NÁTTÚRUNA
„Það er skylda hvers fyrirtækis að vinna í sátt og samvinnu við náttúr-
una,“ segir Björk Baldvinsdóttir, sölu- og markaðsstjóri hjá ISS. „Svans-
vottun eykur hagkvæmni í rekstri og ýtir einnig undir góð og ábyrg
vinnubrögð. Vottunin tekur á öllum þáttum rekstrarins og heldur okkur
stöðugt á tánum. Það var aldrei efi í okkar huga að innleiða Svaninn þar
sem hann hefur skapað sér ótvíræðan sess sem mikilvægasta og áreiðan-
legasta umhverfismerkið á Norðurlöndunum. Vottunin tryggir gæði, bæði
fyrir starfsfólk og viðskiptavini og skiptir það okkur miklu máli.
Björk Baldvinsdóttir, sölu- og markaðsstjóri ISS.