Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.09.2012, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 26.09.2012, Qupperneq 26
KYNNING − AUGLÝSINGSvanurinn, fyrir umhverfið & heilsuna MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 20126 Vala Gísladóttir, kennari við Kelduskóla, hefur verið meðvituð um umhverfis- vernd frá unga aldri. „Ég var mjög lítil þegar ég lagði á það áherslu við foreldra mína að kaupa endur- unninn eldhúspappír og annað í þeim dúr og hef flokkað heimilis- sorp frá því ég fór að búa. Mér finnst það bara lágmarksviðleitni sem borgar- og jarðarbúi,“ segir Vala. Með herbergi undir flokkunina Vala segir ekki mikið mál að flokka. „Það eru grenndargámar úti um alla borg og þegar ég áttaði mig á því að þar væri ekki einung- is hægt að losa pappír heldur líka plast fannst mér út í hött að henda því í almenna sorpið og er farin að flokka það líka. Þetta tekur reynd- ar svolítið pláss en ég bý svo vel að vera með lítið herbergi við hlið eldhússins sem ég er eiginlega búin að leggja undir flokkunina. Það var áður skrifstofuherbergi en hver þarf svoleiðis,“ segir hún og kímir. „Það ætti þó alveg að duga að koma sér upp hentugum boxum og kössum undir þetta og skrifast þetta með herbergið eigin- lega á skipulagsleysi í mér,“ viður- kennir Vala. Í herberginu flokkar hún papp- ír, plast, f löskur, dósir og gler- krukkur. „Krukkurnar þarf reynd- ar að fara með á Sorpu en ég get ekki hugsað mér að henda þeim í ruslið og sjá á eftir þeim ofan í jörðina.“ Umhverfisvæn innkaup og sam- göngur Umhverfisverndarsjónarmiðin koma líka fram í innkaupum Völu. „Ég reyni til dæmis að kaupa ekki grænmeti sem er í miklum plast- umbúðum og vel umhverfisvæn þvotta- og hreinsiefni. Ég fer þó ekki bæjarenda á milli eftir slíku heldur kaupi það í næstu matvöru- búð,“ segir Vala sem er líka með- vituð um útblástur bíla og reyn- ir yfirleitt að sækja sér þjónustu í næsta nágrenni. „Þá líður mér best þegar ég kemst til og frá vinnu sem mest á eigin orku og reyni yfir- leitt að hjóla eða taka strætó. Mér finnst voðalegt bruðl að láta heil- an einkabíl bera mig eina á milli staða.“ Vinnustaðurinn umhverfisvænn Vala er víða minnt á umhverfis- vernd í leik og starfi og segir það eflaust hjálpa til. „Kelduskóli er grænfánaskóli. Þar er lögð mikil áhersla á hreyfingu og útivist. Við flokkum og erum meðvituð um umhverfi okkar. Þá tökum við þátt í Göngum í skólann og Hjól- að í vinnuna svo dæmi séu nefnd.“ Vala er sömuleiðis nemandi í hagnýtri siðfræði við Háskóla Ís- lands og situr kúrs sem nefnist siðfræði náttúrunnar. „Þar erum við meðal annars að fjalla um það að maðurinn er ekki konung- ur alheimsins heldur hluti af nátt- úrunni og eigum við að lifa í sátt og samlyndi við hana. Við getum ekki endalaust sett okkur í fyrsta sæti.“ Umhverfisvitundin úr uppeldinu En hvaðan kemur þessi mikla um- hverfisvitund? „Ég held að það sé uppeldið,“ segir Vala eftir nokkra umhugsun. „Ég er alin upp við mikla hófsemi. Þá eru foreldrar mínir mikið ferða- og göngufólk og hafa alltaf verið í jákvæðum tengslum við náttúruna. Ég reyni að láta þetta ganga áfram til sona minna og held ég að það hafi tekist ágætlega. Það myndi að minnsta kosti aldrei hvarfla að þeim að henda plastflösku í ruslið.“ Moltugerð næst á dagskrá En ætlar þú lengra með f lokk- unina? „Já, mig langar að setja upp moltu til að flokka lífræna úr- ganginn. Það er lítið mál fyrir fólk sem er með stóran garð en ég hef ekki enn þá fundið hvernig ég á að leysa það hjá mér. Þetta hefur því aðeins setið á hakanum og ég er með pínu samviskubit yfir því. Ég reyni því bara að borða alla matar- afganga,“ segir Vala í gríni. „Borða bananahýði, eplakjarna og mixa kartöfluhýðið út í salatið.“ Lágmarksviðleitni að flokka sorp Vala Gísladóttir flokkar allt heimilissorp og leggur heilt herbergi á heimilinu undir það. Umhverfisverndarsjónarmið koma líka fram í innkaupum hennar og samgöngumáta og litar hennar daglega líf að miklu leyti. Vala hefur alltaf verið meðvituð um umhverfið. Hún leggur stund á hagnýta siðfræði meðfram vinnu og situr meðal annars kúrs sem ber yfirskriftina siðfræði náttúrunnar. Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Blaðberinn bíður þín

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.