Fréttablaðið - 26.09.2012, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 26.09.2012, Blaðsíða 31
5MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2012 FRÉTTASKÝRING Magnús Þorlákur Lúðvíksson magnusl@frettabladid.is Seðlabankinn kynnti nýverið um- fangsmikla skýrslu um valkosti Ís- lands í gjaldmiðilsmálum. Er það mat bankans að tveir kostir liggi beinast við sem framtíðargjald- miðill landsins; króna með bættri umgjörð og evra sem tekin yrði upp í kjölfar aðildar að ESB. Í skýrslunni er fjallað um hag- fræðileg rök með og á móti þess- um kostum. Seðlabankinn bend- ir þó á að ákvörðun um þetta nær langt út fyrir ramma hagfræði og verður aldrei tekin nema í gegnum pólitískt ferli. Það mat bankans er vafalítið rétt en hin hagfræðilegu álitaefni hljóta að vega þungt í um- ræðunni um málið. Verður því hér gerð grein fyrir þeim hagfræði- legu rökum sem færa má fyrir hvorum valkosti. MARGÞÆTTUR ÁBATI EVRU Upptaka evru í kjölfar inngöngu í ESB hefði margþættan ábata í för með sér fyrir íslenskt efna- hagslíf. Í fyrsta lagi má nefna að kostnaður við skipti á krónum og evrum myndi hverfa. Þá yrði ódýrara fyrir Íslendinga að kaupa aðra gjaldmiðla þar sem gjald- eyrismarkaður með evrur er mun dýpri en með krónur. Seðlabank- inn telur að þessi sparnaður gæti numið fimm til fimmtán milljörð- um á ári. Í öðru lagi má nefna að rann- sóknir benda til þess að upptaka evru myndi örva viðskipti við evruríkin þar sem viðskiptakostn- aður lækkar. Telur Seðlabankinn að upptaka evru gæti því aukið utan ríkisviðskipti um 8% til 23%. Við það myndi landsframleiðsla á mann aukast varanlega um 1,5% til 11% en við það myndu tekjur heimila hækka. Þá má telja líklegt að erlend fjárfesting hér á landi myndi aukast eftir upptöku evru. Í þriðja lagi ætti upptaka evru að gagnast neytendum og fyrir- tækjum að því leyti að markaðir evruríkja opnast frekar. Aukin samkeppni hér ætti að gagnast neytendum og þá gefur stærri markaður fyrirtækjum tækifæri á að nýta betur stærðarhagkvæmni í framleiðslu og rekstri. Í fjórða lagi gæti Ísland með upptöku evru leyft sér að hafa minni gjaldeyrisforða en ella. Í febrúar birti utanríkisráðherra skriflegt svar á Alþingi við fyrir- spurn um hver sá sparnaður gæti verið. Var niðurstaðan sú að við eðlilegar aðstæður gæti sparnað- urinn numið sex milljörðum á ári. Í fimmta lagi má ætla að kostn- aður við peningamál, til dæmis út- gáfu peninga, peningamálastjórn og gjaldeyrisviðskipti, lækki eftir Evru fylgja ábati og nýjar hættur Í nýrri og vandaðri skýrslu Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldmiðilsmálum er krónu með bættri umgjörð og evru stillt upp sem þeim valkostum sem liggja beinast við. Markaðurinn kynnti sér kosti og galla beggja valkosta. Áður en Íslendingar geta hafið að nota evrur er margt sem þarf að gerast. Í fyrsta lagi þurfa Íslendingar að samþykkja inngöngu í ESB að loknum aðildarviðræðum. Þá gætu liðið þó nokkur ár frá því að ákvörðun er tekin um inngöngu og þar til Ísland yrði fullgilt evruríki. Helstu vörðurnar á leiðinni til evru eru eftirfarandi: LEIÐIN AÐ EVRUNNI Í skýrslu Seðlabankans er fjallað um hugsanlegar umbætur sem gera má á pen- ingastefnunni, hagstjórn hér á landi og regluverki og eftirliti með fjármálastarfsemi. Samandregið eru þessar mögulegu breytingar eftirfarandi: ENDURBÆTTUR RAMMI UTAN UM KRÓNUNA ➜ Íslendingar þurfa að ljúka aðildarviðræðum við ESB og í kjölfarið samþykkja inngöngu. ➜ Losa þarf gjaldeyrishöftin hér á landi því sam- kvæmt regluverki ESB skal því lokið áður en til mögulegrar aðildar kemur. ➜ Að inngöngu í ESB lokinni þarf Ísland að uppfylla hin svokölluðu Maastricht-skilyrði áður en það getur gengið í myntbandalagið. Meðal þeirra er að taka þátt í ERM II-samstarfinu um gjaldeyris- mál í tvö ár hið minnsta og ná að halda gengi krónu innan ákveðinna marka á því tímabili. Fram kemur í skýrslunni að líklega muni Ísland uppfylla flest skilyrðanna á næstu árum. Ekki er aftur á móti fyrirsjáanlegt að heildarskuldir ríkisins verði lægri en sem nemur viðmiði á næstunni. Í skýrslunni er þó bent á að fordæmi eru fyrir því að ríkjum sé samt sem áður leyft að taka upp evru fari ríkisskuldir hratt lækkandi. Nýleg reynsla af agaleysi í opinberum fjármálum á evrusvæðinu gæti þó gert það að verkum að framvegis verði túlkun þessa ákvæðis harðari. ➜ Líklegt má telja að breytingar verði gerðar á regluverki myntbandalagsins sem viðbragð við skuldakreppunni sem hefur leikið sum evruríki grátt undanfarið. Því er ekki útilokað að leiðin að evrunni gæti tekið breytingum á næstu árum. ➜ Stefnan í ríkisfjármálum styðji betur við peningamálastefnuna. Skoðað verði hvort einhvers konar ríkisfjár- málareglur geti hjálpað til við það. ➜ Endurbætt fjármálastöðugleikastefna þar sem þjóðhagslegum varúðar- reglum og öðrum tækjum er beitt til að vinna gegn áhættu í fjármálakerf- inu og sveiflumagnandi samspili þess og raunhagkerfisins. Meðal varúðar- reglna sem Seðlabankinn hefur lagt til má nefna takmarkanir á lánum í erlendum gjaldmiðlum og söfnun innlána í útbúum banka erlendis. ➜ Seðlabankinn beiti inngripum á gjaldeyrismarkaði sem miði að því að leggjast á móti óhóflegu fjármagns- innstreymi og milda neikvæð áhrif fjármagnsútstreymis á stöðugleika fjármálakerfisins. ➜ Endurbætur á ramma peninga- stefnunnar. Til álita kemur að lengja sjóndeildarhring peningastefnunnar og auka svigrúm hennar til að vinna á móti ójafnvægi á eignamörkuðum. Evra: ➜ Tugmilljarða rekstrarhagfræðilegur sparnaður fyrir þjóðarbúið ➜ Lægri verðbólga og vextir ➜ Aukin utanríkisviðskipti sem hækkar landsframleiðslu ➜ Óstöðugleiki vegna sveiflna krónunnar hverfur Króna: ➜ Fljótandi króna auðveldar hagkerfinu að bregðast við efnahagslegum áföllum ➜ Peningastefna Seðlabanka Íslands reynir að dempa sveiflur innanlands. Peningastefna Seðlabanka Evrópu gæti þvert á móti magnað sveiflurnar. ➜ Upptaka evru gæti valdið meira atvinnuleysi en ella í niðursveiflu og því að samkeppnisstaða hagkerfisins versni hægt og rólega með slæmum afleiðingum MIKILVÆGUSTU KOSTIR KRÓNU OG EVRU upptöku evru. Erfitt er þó að henda reiður á hve mikill sá sparnaður gæti verið. Þá yrði hlutdeild Ís- lands í myntsláttuhagnaði vegna útgáfu evra meiri en myntsláttu- hagnaður vegna útgáfu króna ef marka má svar utanríkisráð- herra við fyrirspurn á þingi sem birt var í desember í fyrra. Gæti myntsláttuhagnaður aukist um 2,8 milljarða á ári. Í sjötta lagi myndi verðbólga hér á landi minnka og nálgast veru- lega verðbólgu annarra evruríkja. Verðbólga á evrusvæðinu hefur verið á bilinu 1% til 3% lengst af frá því að evran varð til. Í sjöunda lagi myndu raunvext- ir hér á landi lækka og nálgast vexti á evrusvæðinu. Erfitt er að meta hve mikil lækkunin yrði en lægri áhættuþóknun vegna gengis- sveiflna og verðbólgu og dýpri fjármálamarkaður hefðu sitt að segja. Fyrir vikið telur Seðlabank- inn að landsframleiðsla myndi hækka varanlega á Íslandi. Í áttunda lagi myndi upptaka evru fela í sér að áhætta vegna bankastarfsemi erlendis minnkaði þar sem hún yrði að stærri hluta í heimamynt. Þá myndi Seðlabanki Evrópu sjá um lausafjárfyrir- greiðslu til banka en hann hefur meira bolmagn til að bregðast við lausafjárvanda en sá íslenski. Í níunda lagi fylgja aðild að ESB og upptöku evru kvaðir sem ætlað er að sporna við agaleysi í hag- stjórn. Þá tæki Ísland þátt í marg- víslegu samráði um efnahags- stefnu og fengi aðgang að björgun- arsjóðum ESB. Þessir þættir gætu reynst gagnlegir en allt eins má líta á þá sem hættulegt fullveldis- framsal. Að lokum gæti upptaka evru mildað hagsveifluna á Íslandi og aukið stöðugleika þar sem gengis sveiflur krónunnar myndu hverfa. Er það mat Seðlabank- ans að reynsla Íslendinga af sjálf- stæðri peningastefnu og sveigj- anlegu gengi hafi almennt verið slök. Þá hafi sveigjanleiki krónu fremur magnað sveiflur en stuðl- að að stöðugleika. Þó ber að taka fram að sveigjanleiki krónunnar hefur einnig við vissar aðstæður auðveldað aðlögun þjóðarbúsins eftir alvarleg áföll. Má í því sam- hengi nefna hrun síldarstofnsins í lok sjöunda áratugarins og banka- hrunið haustið 2008. SVEIGJANLEIKI KRÓNU GETUR VERIÐ DÝRMÆTUR Ein helsta röksemdin fyrir því að taka upp evru hvílir á því mati Seðlabankans að peningamála- stjórn með fljótandi krónu hafi gengið illa og ýkt sveiflur í hag- kerfinu fremur en dregið úr þeim. Það er þó ekki þar með sagt að ekki geti gengið betur framvegis. Í skýrslunni fjallar bankinn um hugsanlegar umbætur sem gera má til að auka virkni peningastefn- unnar. Telur bankinn að verði til- lögunum fylgt eftir verði hún skil- virkari auk þess sem vonast megi til þess að dragi úr sveiflum í gengi krónunnar. Tillögur bank- ans má sjá hér fyrir neðan en ljóst er að takist að standa betur að inn- lendri hagstjórn minnkar hvatinn til þess að skoða upptöku annarra gjaldmiðla. Þá hefur áframhaldandi notk- un krónu þann kost að Ísland við- heldur sjálfstæðri peningastefnu. Áfram yrði því hægt að beita henni og sveigjanlegu gengi til að draga úr áhrifum efnahagslegra áfalla og hraða aðlögun þjóðarbúsins að breyttum aðstæðum eins og við höfum séð síðustu ár. Þá gætu um- bætur á hagstjórn og eftirliti með fjármálakerfinu minnkað kerfisá- hættu hér á landi. Upptaka evru gæti jafnframt magnað hagsveifluna eins og Seðlabankinn telur að krónan hafi gert. Þegar litið er til þess hvort ríki hafa gagn af því að ganga í myntbandalag er lykilatriði að bera saman hagsveiflu ríkisins og ríkja bandalagsins. Ef hagsveiflan er eins er kostnaður afsals sjálf- stæðrar peningastefnu lítill þar sem peningastefna sameigin- legu myntarinnar kemur einfald- lega í staðinn og mildar sveiflur. Ef hagsveiflan er hins vegar ólík getur sameiginlega peningastefn- an þvert á móti magnað sveiflur. Íslenska hagsveiflan hefur sögulega verið í takmörkuðum tengslum við hagsveiflu evru- ríkja. Bendir það til þess að tals- verð hætta sé á því að peninga- stefna Seðlabanka Evrópu myndi henta Íslandi illa og magna sveifl- ur. Þó má nefna að ýmsar rann- sóknir benda til þess að hagsveifl- ur ríkja í myntbandalagi verði lík- ari með tímanum. Því kann að vera að þetta vandamál minnki eftir því sem lengra líður frá upptöku evru. EVRA SKAPAR VISSAR HÆTTUR Þá ber að hafa í huga að stór hluti þess ábata sem mögulegt er að myndi fylgja upptöku evru er háður því að innlend efnahags- stefna einkennist af fullnægjandi aðhaldssemi. Til að mynda telur Seðlabankinn nauðsynlegt að halda opinberum skuldum í skefj- um og beita þjóðhagsvarúðartækj- um til þess að draga úr áhættu í fjármálakerfinu. Loks þarf að tryggja að sveigj- anleiki vinnumarkaðar sé nægur til að aðlagast ytri áföllum í ljósi þess að gengi evru myndi ekki breytast við slík áföll. Seðlabank- inn telur að við óbreyttar aðstæður gæti það reynst erfitt gangi Ísland í myntbandalag. Því telur bankinn upptöku evru kalla á breytingar á ákvörðun nafnlauna á Íslandi en annars er hætta á því að atvinnu- leysi aukist mun meira en ella hér á landi í niðursveiflum. Þá kemur fram í skýrslunni að launakostnaður hér hafi kerfis- bundið hækkað meira en sem nemur framleiðniaukningu vinnu- afls. Samkeppnisstaða íslenskra atvinnuvega hafi hins vegar hald- ist óbreytt þar sem gengi krónu hafi veikst á móti. Sá kostur verð- ur ekki fyrir hendi taki Ísland upp evru. Yrði áframhald á slík- um launahækkunum með evru er því veruleg hætta á að samkeppn- isstaða þjóðarbúsins veikist smám saman sem gæti endað með alvar- legum vanda eins og hefur mynd- ast víða í Suður-Evrópu síðustu ár. Einnig er hætta á því að lægri vextir hér á landi eftir upptöku evru myndu ýta undir skulda- söfnun sem sömuleiðis gæti vald- ið vandræðum í niðursveiflu. Eins og minnst hefur verið á hér hefur evrusvæðið glímt við tals- verða erfiðleika á síðustu miss- erum sem enn hafa ekki verið að fullu leystir. Kreppan á evru- svæðinu hefur afhjúpað ákveðna hönnunargalla á myntbandalag- inu sem fyrir vikið má telja lík- legt að breytingar verði gerðar á á næstu árum. Í besta falli mun það standa eftir sterkara en áður en í versta falli gætu vandræðin ógnað tilvist þess. Segja má að áhættu- samt sé fyrir Ísland að skuldbinda sig til upptöku evru fyrr en komið er endanlega í ljós hvaða breyting- ar verða gerðar á því.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.