Fréttablaðið - 26.09.2012, Side 32

Fréttablaðið - 26.09.2012, Side 32
26. SEPTEMBER 2012 MIÐVIKUDAGUR6 VIÐTAL Magnús Þorlákur Lúðvíksson magnusl@frettabladid.is Bernd Schmitt er prófessor í al- þjóðaviðskiptum við Columbia Business School í New York. Er hann þekktur fyrir skrif sín og kenningar á sviði markaðssetn- ingar, vörumerkjastjórnunar og stefnumótunar en hann hefur í rannsóknum sínum lagt áherslu á nýsköpun í markaðssetningu og upplifun viðskiptavina. Markað- urinn ræddi við Schmitt um rann- sóknir hans og hvernig þær geta komið fyrirtækjum að gagni við markaðssetningu. Í rannsóknum þínum hefur þú meðal annars skoðað hvern- ig fyrirtæki geta skapað hollustu hjá viðskiptavinum með því að leggja áherslu á upplifun þeirra. Viltu segja mér frá þessu? „Til að búa til hollustu þurfa fyrirtæki að búa til tengsl við viðskiptavinina. Tengsl sem gera það að verkum að viðskiptavinirn- ir snúa aftur síðar, jafnvel án þess að velta fyrst fyrir sér hvort nálg- ast megi betri staðkvæmdarvöru annars staðar. Nú, hvernig er hægt að ná þessu fram? Ein leið er að vera einfald- lega með miklu betri vöru en sam- keppnisaðilarnir. Vandinn er sá að fæst fyrirtæki hafa slíkt sam- keppnisforskot og þurfa því að beita öðrum aðferðum. Ein er að sjá til þess að öll þjónusta sé fyrsta flokks. Önnur er að nota skapandi markaðsherferðir til að gera vörumerki fyrirtækisins „svalt“. Þriðja leiðin er að gera verslanir fyrirtækisins spenn- andi, til dæmis með óvenjulegri hönnun eða með því að hafa alls konar áhugaverða hluti í gangi hverju sinni. Það eru svona hlut- ir sem ég kalla upplifun viðskipta- vina og með því að leggja áherslu á hana er hægt að skapa hollustu.“ Þú hefur talað um að fyrirtæki geti notað þrjár aðferðir til að breyta venjulegum viðskiptavin- um í trygga viðskiptavini. Hverjar eru þær? „Sú fyrsta er að láta viðskipta- vinunum líða vel og bjóða þeim upp á áhugaverða upplifun. Þetta tengist því sem við vorum að ræða og við getum tekið hótelkeðjuna W sem dæmi. W er tiltöluleg nýleg hótelkeðja en hefur náð góðum ár- angri. Hún býður sínum viðskipta- vinum aðra reynslu af því að gista á hóteli en þeir eiga að venjast. Til dæmis er öll hönnun fram- úrstefnuleg, það er plötusnúður í anddyrinu og alls konar áhuga- verðir hlutir í gangi hér og þar. Önnur leið til að láta viðskipta- vinum líða vel er að vera einfald- lega með vöru sem gerir einmitt það. Ég get tekið Disney sem dæmi, allar þeirra vörur snúast um vellíðan. Mörg sætindi snú- ast um vellíðan, margar matvör- ur og drykkir sömuleiðis, þann- ig að ef þú ert í slíkum geira þá sér varan eiginlega um það sjálf. Þriðju leiðina til að skapa tengsl við viðskiptavini kalla ég tilgang en hún snýst um að tengja við gildi fólks. Sumt fólk er til að mynda mjög meðvitað um umhverfismál. Ef þitt fyrirtæki selur umhverfis- vænar vörur og hannar umbúðir og fleira slíkt sem gefur frá sér þau skilaboð þá getur fyrirtæk- ið byggt upp hollustu hjá þannig þenkjandi fólki. Það eru fjölmörg gildi sem fyrirtæki geta reynt að hampa með þetta fyrir augum. Fjórða leiðin snýst svo í raun um að vera sífellt að gera nýja hluti og ég kalla hana þátttöku. Við getum tekið fyrirtæki á borð við Skype, Facebook og Twitt- er sem eru sífellt að kynna til leiks nýja möguleika á vefsíðum sínum sem eru gagnlegir fyrir viðskiptavini. Þannig er hægt að halda viðskiptavinum á tánum.“ Hver er ábati fyrirtækja af því að hafa mjög áhugasama við- skiptavini fremur en einungis hefðbundna viðskiptavini? „Í fyrsta lagi geta fyrirtæki með trygga viðskiptavini verð- lagt vörur sínar hærra, það hefur fjöldi rannsókna sýnt. Í öðru lagi munu viðskiptavinirnir tala vel um vöruna í daglegu lífi sem er ekkert annað en verðmæt auglýs- ing. Í þriðja lagi veita viðskipta- vinirnir fyrirtækinu meiri athygli en ella. Þannig að þegar fyrirtæk- ið til dæmis kynnir nýja vöru eru viðskiptavinirnir líklegri til að kaupa þá vöru líka.“ Því hefur verið haldið fram að ábati þeirra aðferða sem þú hefur lýst hafi minnkað á síðustu árum þar sem þær hafi orðið of vinsæl- ar. Með öðrum orðum að of mörg fyrirtæki hafi verið að beita sömu aðferðunum til að skera sig úr og þar með hafi ábati hvers og eins minnkað. Ertu sammála þessu? „Það er gott að þú spurðir þess- arar spurningar. Það er rétt hjá þér að mörg fyrirtæki líta nú á þessar hugmyndir sem eins konar verkfærakassa. Þau lesa þá um hvernig þetta eða hitt fyrirtæki hefur beitt hugmyndunum og herma svo eftir þeim. En þetta er kolrangur hugsunarháttur. Þessi hugmyndafræði snýst öll um að vera frumlegur í að skapa upplif- anir. Og hvernig er það gert? Jú, í stað þess að hugsa um styrkleika vörunnar sem á að selja eiga fyrir- tæki heldur að spyrja sig hvern- ig viðskiptavinir þess eru að lifa lífi sínu og hvernig varan getur passað inn í það. Þess vegna er til að mynda mikilvægt að markaðs- fólk beiti lífsstílsrannsóknum til að komast að því hvernig menn- ing viðskiptavinanna er að breyt- ast hverju sinni.“ Í fyrsta lagi geta fyrirtæki með trygga viðskiptavini verð- lagt vörur sínar hærra, það hefur fjöldi rannsókna sýnt. Jákvæð upplifun skapar hollustu Með því að leggja áherslu á jákvæðar og nýstárlegar upplifanir viðskiptavina geta fyrirtæki skapað tryggð meðal þeirra. Þetta hafa rannsóknir þýska markaðssérfræðingsins Bernds Schmitt leitt í ljós en hann telur áherslu á upplifun, ánægju og þátttöku viðskiptavina geta verið mjög ábatasama fyrir fyrirtæki. BERND SCHMITT Schmitt hefur veitt mörgum stærstu fyrirtækjum heims ráðgjöf um hvernig auka megi hollustu viðskiptavina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Útgerðarfyrirtækið Þorbjörn hf. frá Grindavík skilaði inn ársreikningi fyrir árin 2006 til 2011 þann 6. september. Þar kemur meðal annars fram að fé- lagið hafi hagnast um 1,4 millj- arða króna í fyrra eftir að hafa tapað um 250 milljónum króna árið áður. Eignir félagsins um síðustu áramót voru metnar á 22,6 milljarða króna og eigið fé var um 4,7 milljarðar króna. Eigendur félagsins greiddu sér út um 550 milljónir króna í arð á árinu 2010 vegna frammistöðu þess á árinu á undan, þegar það hagnaðist um rúman milljarð króna. Enginn arður var greidd- ur út til þeirra í fyrra, enda tap- aði Þorbjörn peningum á árinu 2010. Í ársreikningi ársins 2012 er ekki gerð tillaga að arð- greiðslu vegna ársins 2011. Þorbjörn gerði framvirka gjaldeyrisskiptasamninga við tvo banka fyrir hrun. Í ársreikn- ingnum kemur fram að fyrir- tækið hafi í fyrra gert samning við þrotabú Landsbankans „um fullnaðaruppgjör framvirkra samninga sem bankinn krafði félagið um. Viðræður um upp- gjör á kröfu Glitnis hf. standa yfir og er enn óljóst hver niður- staðan verður. Fjárhæð skuldar vegna framvirkra gjaldmiðla- samninga miðast við að samn- ingaviðræður við Glitni hf. leiði af sér sömu niðurstöðu og upp- gjör við LBI [gamla Landsbank- ann] fól í sér“. Skuldir Þorbjarnar í lok síðasta árs voru bókfærðar 17,9 milljarð- ar króna. Þær lækkuðu um 1,7 milljarða króna á því ári. Helstu eigendur fyrirtækisins eru fram- kvæmdastjórinn Eiríkur Tómas- son og fjölskylda hans. - þsj Útgerðarfyrirtæki hagnaðist um 1,4 milljarða í fyrra: Þorbjörn skilaði inn sex ársreikningum ARÐSEMI Eiríkur Tómasson er framkvæmdastjóri Þorbjarnar. ELDSNEYTISMARKAÐUR Þórður Snær Júlíusson | thordur@frettabladid.is Olíuverzlun Íslands, betur þekkt sem Olís, tapaði 29,3 milljónum króna í fyrra, krafa sem félagið átti á móðurfélag sitt upp á 1,8 milljarða króna var gefin eftir og skuldir þess endurfjármagnaðar. Þetta kemur fram í nýbirtum árs- reikningi Olís. Í ársreikningnum kemur meðal annars fram að „í desember 2011 var gengið frá samkomulagi við viðskiptabanka félagsins [Lands- bankann] varðandi endurfjár- mögnun og leiðréttingu á lánum félagsins. Samhliða því samkomu- lagi er gert ráð fyrir aðkomu nýrra hluthafa að félaginu á árinu 2012 og mun koma til hlutafjáraukn- ingar á fyrri hluta ársins sem mun verða ráðstafað til greiðslu skammtímaskulda við bankann“. Sú hlutafjáraukning átti sér stað í febrúar síðastliðnum þegar hlutafé Olís var lækkað um 502,5 milljónir króna að nafnvirði, eða um 75 prósent. Það var síðan sam- stundis hækkað aftur um sama magn. Fyrir breytinguna átti FAD 1830, sem nú heitir GESE ehf., allt hlutaféð. Það félag er í eigu Einars Benediktssonar og Gísla Baldurs Garðarssonar. Eftir breytinguna átti félagið 25 prósenta hlut. Sam- herji og FISK Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, greiddu fyrir hlutafjáraukninguna og eru því orðnir eigendur að meirihluta í Olís. Í ársreikningnum kemur fram að skuldir Olís hafi verið 16,8 millj- arðar króna um síðustu áramót og hækkuðu um 300 milljónir á milli ára. Athygli vekur þó að afborgan- ir langtímalána námu 7,6 milljörð- um króna á árinu 2011 og skamm- tímaskuldir við lánastofnanir juk- ust um tæpa fjóra milljarða króna. Samkomulag Olís við Landsbank- ann gerði einnig ráð fyrir því að Olís myndi sameinast móðurfélagi sínu, GESE ehf., og systurfélaginu Sandfelli ehf. ef Samkeppnisyfir- völd myndu samþykkja breyting- arnar. Það samþykki fékkst nú í september. Í ársreikningi Olís segir að „við samruna félaganna mun krafa Olíuverzlunar Íslands hf. á hendur móðurfélagi sínu að fjárhæð 1.781 millj. kr. falla út á móti skuld móðurfélagsins“. Ekki liggur fyrir hvaða önnur áhrif endurskipulagningin mun hafa á fjárhag GESE ehf. Félagið skil- aði síðast ársreikningi árið 2007. Þá skuldaði félagið 6,8 milljarða króna. Eina eign þess á þeim tíma var öll hlutabréf í Olís sem metin voru á 6,8 milljarða króna. Olíuverzlun ÍSlands tapaði tæpum 30 milljónum króna í fyrra: 1,8 milljarða króna krafa á móðurfélag Olís gefin eftir OLÍS Félagið er á meðal stærstu eldsneytissala landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.