Fréttablaðið - 26.09.2012, Side 34

Fréttablaðið - 26.09.2012, Side 34
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is Netfang rit stjorn@markadurinn.is Sími 512 5000 Fax 512 5301 Robert Parker aðalráð- gjafi Credit Suisse. ERLENT MYNDBAND George Soros segir þörf á markvissum aðgerðum. Hin ÞÓREY VILHJÁLMSDÓTTIR hliðin Eins og allir launþegar finn ég tölu- vert fyrir því hversu stóran skerf ríkið tekur af launum mínum mánaðar- lega og er því afar umhugað hvernig þeirri upphæð er ráðstafað. Af þessum sökum undrast ég þegar ég heyri talað um áhugaleysi á stjórnmálum, hvað þá að einhverjir ætli ekki að nýta kosningarétt sinn. Hvernig má það vera að fólk vilji ekki hafa áhrif á það hvernig stórum hluta tekna þeirra í hverjum mánuði er ráðstafað? Nú ætla ég ekki að bera í bætifláka fyrir það að vinsældir stjórnmála og stjórnmálamanna eru í sögulegu lágmarki og Alþingi nýtur því miður einungis trausts 10% þjóðarinnar. Það virðist vera mikið óþol og pirr- ingur gagnvart stjórnmálaumræðu almennt sem er miður og kallar á allsherjar endurskoðun á vinnu- brögðum og samskiptum í stjórn- málum. Þetta breytir samt ekki þeirri staðreynd að þeir sem á Alþingi og í sveitastjórnum sitja eru fulltrúar sem þjóðin velur í lýðræðis- legum kosningum til þess að halda um stjórnartaumana í landinu og ráðstafa stórum hluta tekna okkar. Eru það kjörnir fulltrúar? Stjórnmálaumræðan er komin mjög á skjön við það sem hún raunveru- lega snýst um í sinni einföldustu mynd. Ríkissjóðir, borgar- og bæjar- sjóðir eru sameignarsjóðir okkar og við höfum reglulega tækifæri til þess að velja fulltrúa okkar í stjórn þeirra í kosningum. Það skiptir máli hvaða umgjörð við búum samfélagi okkar, hversu mikið jafn- vægi er á milli einstaklingsfrelsis og ríkisafskipta. Til einföldunar er hægt að segja að þetta snúist um að velja á milli þeirra stjórnmálamanna sem vilja auka við þjónustuna og hækka í leiðinni prósentuna sem við greiðum í ríkissjóð og þeirra sem vilja veita sömu þjónustu með því að hagræða í kerfinu og lækka prósentuna sem við greiðum. Það skiptir öllu máli að halda úti nauð- synlegri samfélagsþjónustu eins og heilsugæslu, menntun, velferð, sam- göngum o.fl. En hversu stórum hluta tekna okkar ættu stjórnmálamenn að ráðstafa fyrir okkur? Eða við sjálf? Með því að taka þátt í opnum prófkjörum stjórnmálaflokkanna veljum við þá einstaklinga sem við treystum til þess að ráðstafa hluta tekna okkar, það er mikil ábyrgð sem fylgir því. Með því að taka þátt í kosningum er einnig verið að velja þá aðferð sem hámarkar að okkar mati nýtingu þessa fjármagns í þágu samfélagsins. Þau sem búin eru að fá nóg af stjórnmálum og vilja breytingar eiga þá einfaldlega að velja þann sem líklegastur er til að breyta – það gerist ekki nema að taka þátt. Það er staðreynd að atkvæðið skiptir máli. Hver ráðstafar tekjunum þínum? MP banki eflir atvinnulífið Ármúli 13a / Borgartún 26 / +354 540 3200 / www.mp.is Við erum sérfræðingar í bankaviðskiptum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og veitum þeim alhliða þjónustu sem og einstaklingunum sem að þeim standa. Við erum leiðandi árfestingarbanki í fyrirtækjaráðgjöf, markaðsviðskiptum og ármögnun í gegnum verðbréfamarkað. Við erum þekkt fyrir afbragðs árangur í eignastýringu á innlendum sem erlendum mörkuðum – jafnt við góðar sem erfiðar markaðsaðstæður. Við vinnum náið með viðskiptavinum okkar og metum árangur okkar í vexti þeirra og velgengni. Verið velkomin í banka atvinnulífsins. MP banki er eini sjálfstæði og óháði einkabankinn og því í kjörstöðu til að veita úrvals þjónustu fyrir íslenskt atvinnulíf, athafnafólk, árfesta og spariáreigendur. Stefna okkar er skýr: Við erum banki atvinnulífsins. F ÍT O N / S ÍA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.