Fréttablaðið - 26.09.2012, Side 35
MIÐVIKUDAGUR 26. september 2012 15
Árlega stendur Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir
Fjármálaráðstefnu þar sem
stjórnendur sveitarfélaga, bæði
embættismenn og kjörnir full-
trúar, koma saman og ræða með
faglegum hætti rekstrarmál
sveitarfélaganna.
Ráðstefnan er hald-
in fyrr að haustinu
en áður var vegna
þess að fjárhagsáætl-
anir sveitarfélaga eru
unnar og samþykktar
fyrr og fjárlög ríkisins
eru lögð fram fyrr en
venjan var. Að þessu
sinni verður Fjármála-
ráðstefnan í Hörpu 27.
og 28. september nk.
Að venju verður
umræða um samskipti
stjórnsýslustiganna
tveggja, ríkis og sveit-
arfélaga. Við hjá Sam-
bandi íslenskra sveit-
arfélaga höfum lýst
yfir ánægju með mikil
samskipti við ríkisvaldið en því
miður hafa þau samskipti ekki
alltaf leitt til þeirrar niðurstöðu
sem við teldum æskilegasta. Þá
vilja samskiptin gleymast af og
til ríkismegin við borðið og gætir
þess verulega núna við framlagn-
ingu fjárlaga fyrir árið 2013.
Þrátt fyrir umræðu um erfið-
leika í rekstri sveitarfélaga og
oft og tíðum miklar upp hrópanir
í þeirri umræðu þá er ljóst að
reksturinn hefur batnað jafnt og
þétt frá efnahagshruninu haustið
2008. Ársreikningar sveitar-
félaga fyrir árið 2011 eru teknir
saman í Árbók sveitarfélaga
sem kemur út á Fjármálaráð-
stefnunni. Samanburður á milli
ára sýnir aukningu veltufjár
frá rekstri og lækkun skulda
og skuldbindinga í hlutfalli við
tekjur.
Eins og mörgum er kunnugt
hefur það markmið verið sett að
skuldir sveitarfélaga eigi að vera
innan við 150% af tekjum þeirra.
Sveitarfélögin hafa tíu ár til að
ná þessu markmiði
nýrra sveitarstjórnar-
laga. Þegar allir sveit-
arsjóðir landsins (A
hluti) eru teknir saman
er ljóst að skuldir og
skuldbindingar eru
135% af tekjum eða
innan við þetta mark-
mið. Sama gildir ekki
um fyrirtæki sveitar-
félaga (B hluti) en þar
eru skuldir og skuld-
bindingar 231% af
tekjum. Þarna vega
þyngst miklar skuldir
Orkuveitu Reykja-
víkur.
Það eru staðbundin
vandamál hjá ákveðn-
um sveitarfélögum þó
mörg þeirra hafi náð töluverðum
árangri í sínum rekstri. Það er
ánægjulegt og traustvekjandi
að sjá að sveitarsjóðir landsins
í heild standa alveg þokkalega
og áreiðanlega mun betur en
almenningur gæti haldið miðað
við umræðuna. Þess ber jafn-
framt að geta að sveitarfélögin
færa allar sínar skuldir og skuld-
bindingar í ársreikninga. Nokkuð
sem ríkissjóður gæti lært af
sveitarfélögum.
Samanburð-
ur á milli ára
sýnir aukn-
ingu veltufjár
frá rekstri
og lækkun
skulda og
skuldbind-
inga …
Seðlabanki Íslands gaf í síðustu viku út skýrsluna Valkostir í
gengis- og gjaldmiðlamálum. Það
er mikilvægt að ekki sé kastað
til höndunum, við gerð skýrslna,
ekki síst þegar útgefandinn er
seðlabanki, og í þessu tilfelli er
ekki hægt að kenna ónógum tíma
um gæði verksins.
Það er því mjög amalegt hversu
margar staðreynda villur er að
finna, en hér er aðeins tæpt á
einum kafla skýrslunnar, kafla
19 sem fjallar um einhliða upp-
töku annars gjaldmiðils, en
skýrslan telur í allt 25 kafla.
1. Á blaðsíðu 495 í skýrslunni
segir að hagvöxtur sé að jafn-
aði minni og hagsveiflur meiri
í löndum sem tekið höfðu upp
annan gjaldmiðil og vitnað í rann-
sóknir Edwards og Magendzo. Ef
sú rannsókn er lesin kemur fram
að höfundar telja engin tengsl
á milli hagvaxtar og upptöku
annarrar myntar. En aðalatrið-
inu úr sömu rannsókn er sleppt
í skýrslu Seðlabankans, því tekið
er fram að hagsveiflan sé minni
hjá ríkari löndum eftir einhliða
upptöku.
2. Á blaðsíðu 494 í skýrslunni
er mat á skiptikostnaði á grunnfé
í umferð, M0. Þar er ranglega
talið að kostnaður við skiptin séu
80 milljarðar en ekki 40 millj-
arðar. Inneignir fjármálastofn-
ana hjá Seðlabankanum eru 40
milljarðar og seðlar og mynt í
umferð aðrir 40 milljarðar. Inn-
eign fjármálastofnana er skuld
Seðlabankans og þyrfti alltaf að
greiða út og því er ljóst að seðlar
og mynt er eini einskiptiskostn-
aðurinn.
3. Seðlabankinn hefur fullyrt
að ekkert land hafi tekið upp ein-
hliða aðra mynt án þess að landið
hafi þegar verið undir það búið,
með mikilli notkun landsmanna
á viðkomandi mynt. Í skýrslunni
á blaðsíðu 502 er sérstaklega til-
tekið að þannig hafi verið ástatt
um El Salvador, en sannleikur-
inn er sá að hlutfall dollarainni-
stæðna af heildinni var um 10%.
4. Í skýrslunni er því á blaðsíðu
502 haldið ranglega fram að meiri-
hluti fjármálakerfis El Salvador
sé ekki í erlendri eigu, þegar tveir
stærstu bankar landsins eru Citi-
bank og HSBC og allir bankar sem
einhvers máttu sín voru keyptir af
erlendum aðilum eftir upptöku doll-
ars þar í landi.
5. Skýrslan gerir því skóna á
blaðsíðu 507 að útgefnir peningar
seðlabanka séu eign viðkomandi
banka, en ekki skuld, og því geti
það stangast á við lög að taka upp
mynt annars ríkis. Þetta er fjarri
veruleikanum enda eru peningar
eign handhafa, hverju sinni, og
hann getur átt lögleg viðskipti með
þá að vild, á hvaða stað sem er og á
hverjum tíma sem er.
6. Sama hvaða skipan peninga-
mála stefnusmiðir ákveða að styðj-
ast við, verða alltaf til staðar kostir
og gallar. Töfralausnir eru ekki til.
Svo virðist sem skýrslu höfundar
leggi sig fram um að fjalla sér-
staklega um hina neikvæðu þætti
sem kunna að fylgja einhliða upp-
töku erlendrar myntar. Er þar
bæði vísað til rannsókna og eigin
ályktana skýrsluhöfunda. Að sama
skapi virðast höfundar skýrslunnar
fara varlega í það að greina frá
jákvæðum áhrifum einhliða upp-
töku erlendrar myntar. Til dæmis
eru tölur um verðbólgu Svartfjalla-
lands birtar, 11%, en ekki tölur um
raunhagvöxt, líka um 11%, á blað-
síðu 505. Eins er farið í kostnaðar-
þætti skiptanna með sérkenni legum
hætti, á blaðsíðum 492-493, því
farið er aftur til ársins 1981 þegar
nýkrónan var tekin upp og lagt mat
á hvað skiptin hefðu kostað banka-
kerfi þess tíma. Slíkur rökstuðn-
ingur á ekki við á tímum þar sem
allt fjármálakerfið er byggt upp á
rafrænum grunni og seðlar og mynt
í umferð eru brot af því sem áður
var.
7. Skýrslan fjallar um lánveit-
anda til þrautavara sem forsendu
fjármálakerfis. Það er ekki sann-
leikanum samkvæmt. Eins og nú
er orðið ljóst þá lendir reikningur-
inn alltaf á skattborgurum ef ríki
eða seðlabanki reynir að vera lán-
veitandi til þrautavara fjármála-
kerfisins. Þar sem einhliða upptaka
hefur verið reynd, í 33 löndum, þá
er almenna reglan sú að fjármála-
kerfið þarf að sjá um sig sjálft, og
getur ekki starfað á ábyrgð almenn-
ings.
Ef Seðlabanki Íslands ætlar að
fjalla á hlutlausan og faglegan hátt
um mál, sem hann þekkir ekki til
hlítar, hefði verið nærtækast að
leita ráðgjafar sérfróðra aðila. Að
ofansögðu er ljóst að það var ekki
gert.
Oft skipta gæðin meira máli en
magnið. Við gerð skýrslunnar hefði
Seðlabankinn átt að vanda betur til
verka og fjalla á sanngjarnan hátt
um alla möguleika í stöðunni, í stað
þess að setja fram lengstu skýrslu
um gjaldmiðlamál sem sögur fara
af, sem þrátt fyrir lengd sína bætir
engu við það sem þegar hafði komið
fram. Því miður virðist lengd
skýrslunnar fremur til þess fallin
að lama umræðu um aðra kosti en
Seðlabankinn kýs, en að horfa opið
á alla kosti Íslendinga. Undir ritaðir
hafa tekið saman sex blaðsíðna
minnisblað sem er öllum aðgengi-
legt á vefnum einhlida.com og
hefur verið sérstaklega sent þing-
mönnum, ráðuneytum, Seðlabanka
Íslands, og bönkum. Þessu minnis-
blaði er ætlað að benda á mikilvæg
atriði sem varða kosti Íslands í
gjaldmiðlamálum sem Seðlabank-
anum tókst einhverra hluta vegna
ekki að koma fyrir á þeim 622 blað-
síðum sem þeir notuðu til verksins.
Lengri útgáfu greinarinnar má
lesa á www.visir.is.
Staðreyndavillur í skýrslu Seðlabanka Íslands
Fjármál
sveitarfélaga
Sveitarfélög
Halldór
Halldórsson
formaður Sambands
íslenskra sveitarfélaga
Gjaldmiðlar
Manuel
Hinds
fv. fjármálaráðherra
El Salvador
Heiðar Már
Guðjónsson
hagfræðingur
NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN
– VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI
PHOTOSHOP EXPERT
ALVÖRU PHOTOSHOP NÁMSKEIÐ
Um námskeiðið
Við hjá NTV leyfum okkur að fullyrða að þetta sé eina
námskeiðið sem uppfylli kröfur þeirra sem einhverja reynslu
hafa í Photoshop. Námskeiðið er yfirgripsmikið þar sem mikið er
lagt upp úr þeim þætti sem snýr að eftirvinnslu s.s. litgreiningu,
prófílum, upptöku aðgerða, skipulag, meðferð RAW skráa og
myndblöndun.
Fyrir hverja
Námskeiðið er ætlað þeim sem vinna við grafík og stafræna
myndvinnslu og vilja ná dýpri þekkingu og skilningi á nær
óendanlegum möguleikum þessa flotta verkfæris. Námið er
undirbúningur fyrir alþjóðlegt próf sem gefur gráðuna:
Adobe Certified Expert.
Inntökuskilyrði
Þeir sem ætla í þetta nám þurfa að hafa einhverja reynslu í
Photoshop og undirstöðuþekkingu á Windows umhverfinu.
Einnig þarf góða enskukunnáttu þar sem námsgögn eru á ensku.
Næsta námskeið
Hefst: 8. október og lýkur 7. nóvember.
Kennt er á mánudögum og miðvikudögum 18.00 - 22.00
Kennarinn
Sigurður Jónsson, lærði
ljósmyndun í School Of Visual
Arts Í New York og öðlaðist
meistararéttindi í ljósmyndun
árið 1989. Hann hefur haldið
námskeið í stafrænni mynd-
vinnslu fyrir Ljósmyndarafélag
Íslands, Listaháskóla Íslands,
Margmiðlunarskólann,
Iðnskólann Í Reykjavík og nú í 7
ár hjá NTV.
AF NETINU
Spillingin, fúskið og fjórflokkurinn
Tvær fréttir í gær voru um frekar ógeðfellda hluti: Annars vegar um
hundraða milljóna sjálftöku slitastjórna, hins vegar um tvö þúsund og fjögur
hundruð prósenta framúrkeyrslu við gerð hugbúnaðarkerfis (sem þar að
auki hefur enn ekki verið klárað, þrátt fyrir yfirlýst verklok). Til að bíta höf-
uðið af skömminni fylgdu í kjölfarið yfirlýsingar frá embættismönnum um
að það gæti stórskaðað almannahagsmuni að almenningur fengi innsýn í
þessi hagsmunamál sín. Þetta eru samt engin einsdæmi, því fréttir af þessu
tagi hafa dunið á okkur frá hruni.
Nákvæmlega ekkert bendir til að breytingar séu í vændum á þeirri hrikalegu
spillingu og fúski sem gegnsýrir íslensku valdakerfin, og þetta eru bara tvö
dæmi um af mýmörgum.
http://blog.pressan.is
Einar Steingrímsson