Fréttablaðið - 26.09.2012, Side 46

Fréttablaðið - 26.09.2012, Side 46
26. september 2012 MIÐVIKUDAGUR26 BÓKIN „Ég er að lesa nýjustu bók Jo Nesbø, Pansar Hjärta. Sú bók er ekki komin út á íslensku enn þá en ég er að lesa hana á sænsku. Ég reyni að lesa alltaf á sænsku til að halda mér við en ég bjó í Svíþjóð í tíu ár.“ Sigríður Heimisdóttir vöruhönnuður. Framleiðslufyrirtækið Zik Zak kemur að gerð franskrar stutt- myndar sem taka á upp í október. Myndin er á íslensku og gerist að hluta til í íslenskum nútíma og að hluta til á víkingaöld og skartar einvörðungu íslenskum leikurum í aðalhlutverki. Franska leikstýran Magali Mag- istry leikstýrir myndinni og semur handrit hennar. Myndin verður meðal annars tekin upp á Krýsu- víkursvæðinu og í Reykjavík. Með aðalhlutverk myndarinnar fara Sveinn Ólafur Gunnarsson, Damon Younger og Margrét Bjarnadóttir og með önnur smærri hlutverk fara Þröstur Leó Gunnarsson, Ólafur Egilsson og Guðjón Þor- steinn Pálmarsson. Um söguþráð myndarinnar segir Magistry þetta: „Myndin segir frá víkingnum Magnúsi sem er á höttunum eftir illmenninu Bjarna sem hefur rænt barni og konu Magnúsar. Magn- ús og Bjarni berjast og í miðjum bardaganum heyrist lófaklapp og þá áttar áhorfandinn sig á því að verið er að setja söguna á svið og þá færist sagan til nútímans þar sem Magnús er óvirkur alkóhólisti og eiginkonan hefur skilið við hann og tekið saman við Bjarna.“ Magistry á íslenska vini og hefur heimsótt landið nokkrum sinn- um. Hún kveðst einnig hafa mjög gaman af íslenskri kvikmyndagerð og segir þetta tvennt hafa orðið til þess að hún ákvað að semja kvik- myndahandrit sem gerist á Íslandi. „Ég og tökumaðurinn minn erum einu útlendingarnir sem komum að gerð myndarinnar, allir aðrir eru íslenskir sem er mjög skemmti- legt.“ Franski kvikmyndasjóðurinn hefur veitt stuttmyndinni fjár- magn og hefur sjónvarpsstöðin Arte tryggt sér sýningarréttinn á myndinni sem verður sýnd bæði í Þýskalandi og Frakklandi. - sm Gerir víkingamynd á Íslandi TEKUR UPP Á ÍSLANDI Magali Magistry leikstýrir franskri stuttmynd sem tekin verður upp hér á landi í október. Íslenskir leikarar fara með öll hlutverkin. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Þetta gerist miklu hraðar núna,“ segir Guðmundur Pálsson þegar borin er saman miðasalan á jólatón- leika Baggalúts í fyrra og í ár. Uppselt er á þrenna tónleika grallaranna í Háskólabíói fyrir jólin, auk þess sem miðasala geng- ur mjög vel á tónleika númer fjögur og á tónleika í Hofi á Akureyri. „Þetta er mjög skemmtilegt. Það kemur alltaf á óvart þegar einhver nennir að hlusta á mann.“ Tónleikar Baggalúts hafa fest sig í sessi í jóla- tónleikaflórunni undanfarin ár. Síðasta ár spilaði hljómsveitin einnig á fernum tónleikum í Háskóla- bíói en svo virðist sem fólk sé æstara í að tryggja sér miða fyrir þessi jól. Um 3.600 manns verða því gestir á tónleikum Baggalúts í Háskólabíói. Með tónleikunum á Hofi verða áhorfendurnir á fimmta þúsund. Spurður hvort þeir félagar græði ekki vel á herlegheitunum segir Guðmundur: „Við erum með stóra hljómsveit og þetta er stórt hús. Þarna eru stór hljóðkerfi og það eru margir sem koma að þessu sem fá borgað. En auðvitað fáum við sjálfir sæmilega borgað fyrir þetta.“ Jólatónleikar Björgvins Halldórssonar og Frost- rósa hafa hingað til borið af í vinsældum fyrir jólin. Spurður hvort Baggalútur sé að taka fram úr þeim hlær Guðmundur: „Nei, ég er ekki viss um að þetta sé sami hópurinn. Mér skilst að það séu frábærir tónleikar hjá þeim og mikil stemning. Það eru margir sem komast í jólafíling þar en líka margir sem komast í jólafíling hjá okkur. Við komumst að minnsta kosti í jólafíling.“ - fb Á fimmta þúsund sjá Baggalút VINSÆLIR Grallararnir í Baggalúti sjá um að koma á fimmta þúsund Íslendinga í jólaskap. „Það er fullgróft að halda því fram að Jón Gunnar eigi alla frasana sem hrjóta af vörum Ólafs Ragn- ars í Vaktaseríunum. Pétur Jóhann hitti hann á einum fundi og fékk ráðgjöf en stærstur hluti frasanna varð bara til á handritsfundum,“ segir Ragnar Bragason, leikstjóri og einn handritshöfunda Vaktaserí- anna sívinsælu. Ragnar setti stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sína á mánudag þar sem hann kveðst orðinn þreytt- ur á þeim misskilningi fjölmiðla að markaðsmaðurinn Jón Gunn- ar Geirdal eigi heiðurinn af öllum frösum Næturvaktarinnar. Jón Gunnar hefur víða verið nefndur höfundur frasanna frá því þættirn- ir hófu göngu sína árið 2007 og síð- ast var minnst á það í frétt á Mbl. is fyrir helgi. Nefnir Ragnar sem dæmi einn þekktasta frasa serí- anna, já sæll! sem er einkennandi fyrir karakterinn Ólaf Ragnar (sem leikinn er af Pétri Jóhanni Sigfús- syni). „Þetta er Garðabæjarfrasi sem ég fékk frá Þóri Snæ Sigur- jónssyni [kvikmyndaframleiðanda hjá Zik Zak] vini mínum. Hann og hans vinahópur hafa notað þennan frasa óspart síðustu fimmtán ár og eiga hann skuldlaust,“ segir Ragnar. Jón Gunnar er ósammála Ragn- ari um uppruna „Já sæll“-frasans og nefnir einmitt hann sem einn af sínum. „Ég á alls ekkert alla fras- ana í Vöktunum en ég á vissulega nokkra góða eins og „eigum við að ræða það eitthvað“, „já sæll!“, „guggur“ og fleira,“ segir Jón Gunnar. „Ég hef djókað með það að ég eigi bara þessa fyndnustu og skemmtilegustu frasa,“ bætir hann við og hlær. Hann segir þá Pétur Jóhann hafa þekkst í mörg ár og vera góða vini. Þeir hafi því hist á einum fundi og Jón Gunnar komið með tillögur, enda þekktur JÓN GUNNAR GEIRDAL: ÉG HEF ÞÓTT ORÐHEPPINN Ósammála um tilurð fras- ans „já sæll!“ í Vöktunum fyrir frasanotkun í sínu daglega lífi. „Fólk sem þekkir mig sér það alveg að karakterinn er að hluta til byggður á mér og því hvernig ég tala,“ segir hann. Hann telur viður- nefnið frasakóngur þó ekki endi- lega tengjast Vaktaseríunum. „Ég hef þótt orðheppinn og tel þetta komið til vegna þess. Ég á í það minnsta engan heiður af þessum stórkostlegu seríum, enda kom ég ekki nálægt neinni handritagerð,“ útskýrir hann. Jón Gunnar segir þó um níutíu prósent þeirra frasa sem hann bar á borð hafa ratað í handrit þáttanna á einhverjum tíma. „Ef ég væri í Ameríku og hefði átt einka- rétt á þessum stærstu frösum væri ég líklega hallandi mér aftur í sól- stól með regnhlíf í glasinu mínu um þessar mundir.“ tinnaros@frettabladid.is „Custom made fyrir kjeellinn.” „Eru sætaferðir úr Æsufellinu?” „Hvað ertu að gefa þessu að éta, malbik eða?” „Þú ert bara þinker meðan ég er dúer.” „Farðu úr bænum.” „Hvaða tegund af steik ert þú?” FLEIRI FRASAR ÚR VAKTASERÍUNUM JÁ SÆLL! Ólafur Ragnar fór hamförum með frösunum sínum í Vaktaseríunum þremur. Jón Gunnar Geirdal hefur iðulega verið nefndur maðurinn á bak við þá og hlotið viðurnefnið frasakóngurinn. Ragnar Bragason leikstjóri segir flesta frasana hafa orðið til á handritsfundum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.