Fréttablaðið - 12.10.2012, Síða 43

Fréttablaðið - 12.10.2012, Síða 43
FÖSTUDAGUR 12. október 2012 27 Fræðingum ber ekki saman um hvernig beri að lýsa skáldskap Kínverjans Mo Yan, sem hlaut í gær bókmenntaverðlaun Nóbels. Sumir hafa lýst honum sem svari Kína við Franz Kafka eða Joseph Heller en á vef- síðu breska dagblaðsins Guardian í gær var honum líkt við Kólumbíumanninn Gabriel Garcia Marquez og bandaríska höfundinn Thomas Pynchon. Mo Yan er tiltölulega óþekkt nafn á Vesturlöndum en hefur engu að síður verið ofarlega á listum veðbanka yfir þá sem eru líklegastir til að hreppa Nóbelsverðlaunin. Hann er fæddur í Kína árið 1955. Að sögn tímaritsins Time er hann í hópi þeirra höf- unda hvers verk hafa verið einna oftast bönnuð í Kína en samt sem áður náð að vekja athygli. Mo Yan er reyndar höfundar- nafn og merkir „ekki tala“, en réttu nafni heitir hann Guan Moye. Mo Yan hefur skrif- að tugi skáldsagna og smásagnakvera frá því að fyrsta bók hans kom út árið 1981. Þá nýjustu kveðst hann hafa skrifað á aðeins 43 dögum. Nokkrar bóka hans hafa verið þýddar á ensku. Þekktust er líklega Red Sorghum sem samnefnd kvikmynd var gerð eftir árið 1987. Í umsögn dómnefndar kom fram að hann hljóti Nóbelsverðlaunin fyrir „ofskynjunar- kennt raunsæi sem bræði saman þjóðsögur, fortíð og samtíð“. Eftir því sem næst verður komist hafa verk hans ekki verið þýdd á íslensku, en enskar þýðingar á verkum hans má finna á bókasöfnum. Mo Yan hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels MO YAN Kínverski höfundurinn var sigurstranglegur í ár að mati veðbanka. Dómnefndin veitti honum verðlaunin fyrir „ofskynjunarkennt raunsæi sem bræðir saman þjóðsögur, fortíð og samtíð“. NORDICPHOTOS/GETTY HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 12. október ➜ Fundir 12.00 Opinn fundur verður í Iðnó, Vonarstræti 3, á vegum félagsins Ísland- Palestína. Fundurinn er í tilefni þess að Rachel Corrie hlaut friðarverðlaun Len- non og Ono í vikunni. Gestir verða Craig og Cindy Corrie, foreldrar hennar. ➜ Leikrit 20.00 Leikfélagið Hugleikur sýnir leiksýninguna Læknisleikir - Tsékhov í hugleikrænni atferlismeðferð að höfuð- stöðvum sínum að Eyjarslóð 9. Allir með doktorspróf fá ókeypis inn gegn framvísun sannfærandi vottorða en fyrir aðra er miðaverð kr. 1.000. ➜ Málþing 13.00 Málfundur verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík undir yfirskrift- inni Áhættan tamin. Fjallar fundurinn um áhættugreiningu og áhættustýringu og er hann öllum opinn. ➜ Tónlist 21.00 Hljómsveitin Foreign Monkeys mætir á Ellefuna og tryllir lýðinn. DJ mætir í búrið að tónleikum loknum og aðgangur er ókeypis að vanda. 21.00 Ómar Diðriksson heldur útgáfu- tónleika ásamt hljómsveit sinni á Café Rosenberg. 22.30 Hið rómaða sveitaballsband Blek og byttur spilar á Bleiku sveitaballi í Iðnó. Ballið er til styrktar Göngum saman og rennur aðgangseyrir, kr. 2.500, óskiptur til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. 23.00 Hljómsveitin Kraftlyfting skemmtir á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakka- stíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. ➜ Fyrirlestrar 13.00 Hekla Dögg Jónsdóttir mynd- listarmaður og prófessor við Listahá- skólann fjallar um eigin verk í hádegis- fyrirlestri Opna Listaháskólans í hús- næði myndlistardeildar, Laugarnesvegi 91, stofu 024. 20.00 Birgir Bjarnason heldur fyrir- lestur undir yfirskriftinni Vísindi og raun- veruleikinn í húsi Lífspekifélagsins að Ingólfsstræti 22. Fyrirlesturinn fjallar um nýjustu kenningar Stephen Hawkings. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.