Fréttablaðið - 12.10.2012, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 12.10.2012, Blaðsíða 43
FÖSTUDAGUR 12. október 2012 27 Fræðingum ber ekki saman um hvernig beri að lýsa skáldskap Kínverjans Mo Yan, sem hlaut í gær bókmenntaverðlaun Nóbels. Sumir hafa lýst honum sem svari Kína við Franz Kafka eða Joseph Heller en á vef- síðu breska dagblaðsins Guardian í gær var honum líkt við Kólumbíumanninn Gabriel Garcia Marquez og bandaríska höfundinn Thomas Pynchon. Mo Yan er tiltölulega óþekkt nafn á Vesturlöndum en hefur engu að síður verið ofarlega á listum veðbanka yfir þá sem eru líklegastir til að hreppa Nóbelsverðlaunin. Hann er fæddur í Kína árið 1955. Að sögn tímaritsins Time er hann í hópi þeirra höf- unda hvers verk hafa verið einna oftast bönnuð í Kína en samt sem áður náð að vekja athygli. Mo Yan er reyndar höfundar- nafn og merkir „ekki tala“, en réttu nafni heitir hann Guan Moye. Mo Yan hefur skrif- að tugi skáldsagna og smásagnakvera frá því að fyrsta bók hans kom út árið 1981. Þá nýjustu kveðst hann hafa skrifað á aðeins 43 dögum. Nokkrar bóka hans hafa verið þýddar á ensku. Þekktust er líklega Red Sorghum sem samnefnd kvikmynd var gerð eftir árið 1987. Í umsögn dómnefndar kom fram að hann hljóti Nóbelsverðlaunin fyrir „ofskynjunar- kennt raunsæi sem bræði saman þjóðsögur, fortíð og samtíð“. Eftir því sem næst verður komist hafa verk hans ekki verið þýdd á íslensku, en enskar þýðingar á verkum hans má finna á bókasöfnum. Mo Yan hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels MO YAN Kínverski höfundurinn var sigurstranglegur í ár að mati veðbanka. Dómnefndin veitti honum verðlaunin fyrir „ofskynjunarkennt raunsæi sem bræðir saman þjóðsögur, fortíð og samtíð“. NORDICPHOTOS/GETTY HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 12. október ➜ Fundir 12.00 Opinn fundur verður í Iðnó, Vonarstræti 3, á vegum félagsins Ísland- Palestína. Fundurinn er í tilefni þess að Rachel Corrie hlaut friðarverðlaun Len- non og Ono í vikunni. Gestir verða Craig og Cindy Corrie, foreldrar hennar. ➜ Leikrit 20.00 Leikfélagið Hugleikur sýnir leiksýninguna Læknisleikir - Tsékhov í hugleikrænni atferlismeðferð að höfuð- stöðvum sínum að Eyjarslóð 9. Allir með doktorspróf fá ókeypis inn gegn framvísun sannfærandi vottorða en fyrir aðra er miðaverð kr. 1.000. ➜ Málþing 13.00 Málfundur verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík undir yfirskrift- inni Áhættan tamin. Fjallar fundurinn um áhættugreiningu og áhættustýringu og er hann öllum opinn. ➜ Tónlist 21.00 Hljómsveitin Foreign Monkeys mætir á Ellefuna og tryllir lýðinn. DJ mætir í búrið að tónleikum loknum og aðgangur er ókeypis að vanda. 21.00 Ómar Diðriksson heldur útgáfu- tónleika ásamt hljómsveit sinni á Café Rosenberg. 22.30 Hið rómaða sveitaballsband Blek og byttur spilar á Bleiku sveitaballi í Iðnó. Ballið er til styrktar Göngum saman og rennur aðgangseyrir, kr. 2.500, óskiptur til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. 23.00 Hljómsveitin Kraftlyfting skemmtir á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakka- stíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. ➜ Fyrirlestrar 13.00 Hekla Dögg Jónsdóttir mynd- listarmaður og prófessor við Listahá- skólann fjallar um eigin verk í hádegis- fyrirlestri Opna Listaháskólans í hús- næði myndlistardeildar, Laugarnesvegi 91, stofu 024. 20.00 Birgir Bjarnason heldur fyrir- lestur undir yfirskriftinni Vísindi og raun- veruleikinn í húsi Lífspekifélagsins að Ingólfsstræti 22. Fyrirlesturinn fjallar um nýjustu kenningar Stephen Hawkings. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.