Fréttablaðið - 07.11.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 07.11.2012, Blaðsíða 2
7. nóvember 2012 MIÐVIKUDAGUR2 Lykill.is Það er lykilatriði að vera með réttu tækin B randenburg B rande B rande B rande BB randenburg nburg nburg nburg LÖGREGLUMÁL Vægar refsingar við innflutningi á sterum eru ekki nægilega letjandi fyrir smygl- ara, að mati formanns lyfjaráðs Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ). Hann kallar eftir því að sami refsi- rammi verði látinn gilda um stera- smygl og fíkniefnasmygl eins og tíðkast víða í nágrannalöndunum. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli lagði hald á 35 þúsund steratöflur og yfir fimm hundruð ampúlur af steravökva 27. október síðastliðinn og er málið nú komið til rannsókn- ar hjá lögreglu. Um sterasmygl gilda lyfjalög en ekki ákvæði um fíkniefni í hegningarlögum. Refsi- ramminn fyrir brot á lyfjalög- um er sektir eða fangelsi allt að tveimur árum, en hámarksrefs- ing fyrir fíkni- efnabrot er hins vegar tólf ára fangelsi. Skúli Skúla- son, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, vill breyta þessu og samræma refsirammann. Þannig sé fyrirkomulagið til dæmis ann- ars staðar á Norðurlöndum. „Við höfum átt í viðræðum við yfirvöld um þetta og þau hafa tekið vel í þetta,“ segir hann. „Lögreglan og tollurinn hafa margt annað betra að gera við tímann en að fara í dómsmál með svona vitandi að það muni bara leiða til sekta.“ Því sé svona málum yfirleitt lokið með sátt. „Þetta leið- ir til þess að menn eru óragir við að flytja þetta inn,“ segir Skúli, enda séu sektirnar auðveldlega borgaðar með ágóðanum af næstu sendingu. Skúli segir ljóst að yfirvöld hafi gert mun meira af steralyfjum upp- tækt á undanförnum fimm árum en áður var. Þess sjáist hins vegar ekki stað í skipulögðum íþróttum þar sem menn sæta lyfjaprófum. Þar séu gerð 150 til 200 próf á ári og núll til þrír mælist með eitthvað óeðlilegt í blóðinu árlega. „En sem leikmaður og iðk- andi líkamsræktar finnst mér alveg greinilegt að þessi notkun hefur aukist inni á líkamsræktar- stöðvunum á undanförnum árum.“ Þá sé áberandi að menn fari ekki lengur í felur með notkunina. „Fyrir tíu árum ræddi þetta eng- inn. Núna heyrir maður marga af þessum ungu guttum tala um þetta eins og hluta af fæðubótarefnunum sínum. Það hræðir mann svolítið hvað mönnum þykir þetta orðið sjálfsagt.“ Skúli segir löngu sýnt að sterar hafi skaðleg áhrif á líkamann. Þeim geti fylgt hjarta-, æða-, nýrna- og lifrarsjúkdómar, ófrjó- semi og auk þess sýni nýlegar rannsóknir á kvenkyns steranot- endum frá gamla Austur-Þýska- landi að notkunin geti leitt til fæð- ingargalla. „Þar eru komnar býsna sterkar vísbendingar um að sú rök- semd að fólki sé frjálst að gera það sem það vill við eigin líkama eigi ekki við.“ stigur@frettabladid.is Vill sama refsiramma fyrir stera og fíkniefni Maður tekinn í Leifsstöð með 35 þúsund steratöflur. Formaður lyfjaráðs ÍSÍ vill hertar refsingar. Hann segir ljóst að steranotkun hafi aukist mjög á liðnum árum og sé ekki lengur feimnismál. „Það hræðir mann svolítið,“ segir hann. STERATÖFLUR Áhrif stera á líkamann geta verið mjög skaðleg. Fjöldi dæma er um dauðsföll vegna þeirra erlendis. SKÚLI SKÚLASON Skúli segir ljóst að neðanjarðarmarkaðurinn með stera velti hundruðum milljóna á ári. „Ég held að það sé varlega áætlað,“ segir hann, enda sé hver skammtur dýr og margir eyði tugum og jafnvel yfir hundrað þúsundum króna í stera á mánuði. Veltir hundruðum milljóna FJÖLMIÐLAR Margrét Marteins- dóttir og Skarphéðinn Guðmunds- son hafa verið ráðin nýir dag- skrárstjórar til RÚV. Margrét mun sjá um dagskrá útvarps og Skarp héðinn um dagskrá sjón- varps. Skarphéðinn hefur starfað sem dagskrár- stjóri Stöðvar 2 um árabil og mun nú fylla skarð Sigrúnar Stefáns dóttur, sem lét af störf- um fyrir skemmstu. Margrét hefur starfað við útvarp og sjónvarp í fimmtán ár, lengst af á RÚV. Síðustu tvö árin hefur hún verið yfir- maður dægurmála deildar frétta- stofunnar. Umsækjendur um dagskrár- stjórastöðurnar voru látnir vita af ráðningunum í gær. - sv Nýir dagskrárstjórar á RÚV: Skarphéðinn og Margrét ráðin SKARPHÉÐINN GUÐMUNDSSON Fimm sækja um í Hæstarétti Fimm umsóknir bárust um lausa stöðu dómara við Hæstarétt frá og með 1. desember. Umsækjendurnir eru Aðalheiður Jóhannsdóttir, laga- prófessor við Háskóla Íslands, Arn- fríður Einarsdóttir, dómari við Héraðs- dóm Reykjavíkur, Ása Ólafsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, Ingveldur Einarsdóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, og Þorgeir Ingi Njálsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness. STJÓRNSÝSLA RÚSSLAND, AP Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur rekið Ana- tólí Serdjúkov, varnarmálaráð- herra landsins. Fyrir hálfum mánuði hófst opinber rann- sókn á mis- ferli í tengslum við stórfellda eignasölu frá hernum. Serdjúkov var orðinn mjög óvinsæll meðal rússneskra hermanna vegna niðurskurðar og sparnaðaraðgerða í hernum, en Pútín hafði staðið þétt við bakið á honum. Talið er að arftaki Serdjúkovs, Sergei Shoigu, muni ekki ganga jafn hart fram í umbótum á hern- um. - gb UPPLÝSINGATÆKNI Instagram, forrit sem upphaflega var búið til svo að fólk gæti deilt ljósmyndum úr farsímum á sam- félagsmiðlum, hefur nú fengið sitt eigið vefviðmót sem þykir um margt minna á notendasíður Facebook. Sérsniðnar síður fyrir notendur Insta- gram líta dagsins ljós á næstu dögum, en áður hafði viðmót notenda einskorðast við snjallsímana eða spjaldtölvurnar sem forritið hafði verið sett upp í. Notendur fá núna vefsíðu með notendamynd, upp- lýsingum um notandann og úrvali nýrra mynda sem hlaðið hefur verið á netið. Instragram, sem verið hefur í eigu Facebook síðan í vor, tilkynnti um breytinguna í gær. Útlit vefsíðna notenda Instagram þykir minna á „tímalínu“- útlit Facebook-síðna, nema hvað að þar er mjög lítinn texta að finna og engar auglýsingar. Þjónustan er hins vegar að- skilin Facebook þannig að vefsíður Insta- gram fara ekki fram á að notendur skrái sig inn með Facebook-aðgangi sínum. Persónuupplýsingastillingar minna svo á stillingar Twitter-samfélagsíðunn- ar þar sem fólk getur valið að vera með alveg opinn aðgang, þar sem hver sem er getur séð og gert athugasemdir við myndir, eða lokaðan þar sem fólk sér ekkert nema að notandinn hafi heimilað það. - óká Útlitið er svipað og Facebook en aðgangsstýring líkari því sem gerist hjá Twitter: Instagram kynnir notendasíður SNJALLSÍMASKJÁR Flýtivísar í smáforrit Facebook og Instagram á snjallsímaskjá. NORDICPHOTOS/AFP Varnarmálaráðherra rekinn: Gekk hart fram í niðurskurði Kannabis upprætt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Hafnarfirði á mánudag. Fram kemur hjá lögreglu að á staðnum hafi fund- ist 25 kannabisplöntur, auk græð- linga. Húsráðandi, karl um tvítugt, viðurkenndi aðild sína að málinu. LÖGREGLUMÁL SERGEI SHOIGU Ólöf, var ekkert neyðarlegt að klára kallana? „Nei, alls ekki. Við björguðum því eins og við erum vön að gera.“ Björgunarsveitir urðu uppiskroppa með nýjasta Neyðarkallinn um helgina og þurftu að selja lagera af gömlum útgáfum. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir er upplýsingafulltrúi Landsbjargar. DÓMSMÁL Deilum athafnamann- anna Björgólfs Thors Björgólfs- sonar og Róberts Wessman fyrir dómstólum er lokið. Róbert Wessman hefur skrifað undir skuldabréf upp á 5 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 800 milljóna króna, sem hann þarf að greiða Björgólfi Thor og Actavis. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær. Þá hefur Róbert skuldbundið sig til að höfða ekki mál gegn nítján tilgreindum félögum í eigu Björgólfs. Róbert og Björgólfur semja: Greiðir Actavis og Björgólfi 810 milljónir RÓBERT WESSMAN SAMFÉLAGSMÁL Ríkisendurskoðun hefur hafnað beiðni stjórnar hjúkrunarheimilisins Eirar um að taka út starfsemi og rekstur þess. Ríkisendurskoðun telur það ekki í sínum verkahring. Eins og fram hefur komið í frétt- um undanfarna daga er Eir tækni- lega gjaldþrota og skuldar átta milljarða króna. Íbúar í öryggisíbúðum Eirar höfðu ákveðið að bíða niðurstöðu Ríkisendurskoðunar áður en aðhafst yrði frekar í málinu. Í gær- kvöldi hafði ekki verið tekin nein ákvörðun um framhaldið sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins. Líklegt er að þess verði krafist að stjórn Eirar segi af sér, taki hún ekki ákvörðun um það sjálf áður. Fundað verður áfram um málið í dag. Í fréttum Stöðvar 2 í gær- kvöldi kom fram að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, stjórnarformað- ur og fyrrverandi framkvæmda- stjóri Eirar, vissi af slæmri stöðu hjúkrunar heimilisins fyrir einu og hálfu ári. Í síðustu fundargerð stjórnarinnar kemur fram að fjár- málastjóri sendi honum tölvupóst um stöðuna. Þeir gerðu fjárhags- áætlun til að bregðast við vand- anum, en hún gekk út á að selja íbúðarétti og gera leigusamninga og fá þannig 662 milljónir á sext- án mánuðum. Þrátt fyrir að þessar áætlanir hefðu gengið eftir hefði tapið samt verið ein og hálf milljón króna á mánuði. „Auðvitað líður mér ekki vel með þá stöðu sem er komin upp – við höfum brugðist við þessu af fullum krafti. Það er hægt að leysa þetta af góðum vilja þannig að sú lausn geti vonandi tryggt að íbúðar eigendur verði ekki fyrir skaða. Ég vil vera bjartsýnn á að okkur takist það,“ sagði Vil- hjálmur í gær. - þeb, aó Ríkisendurskoðun hafnaði beiðni um að skoða rekstur hjúkrunarheimilisins Eir: Stjórnin verði beðin að víkja ÆTLAR EKKI AÐ VÍKJA Vilhjálmur vissi um stöðuna fyrir einu og hálfu ári en ekki tókst að bjarga fjárhagnum. HEILBRIGÐISMÁL Slökkviliðsstjóri segir það alvarlegt að fólk liggi á göngum Landspítalans. Gang- arnir séu flóttaleið ef eldur kvikni. Slökkviliðið þrýstir á spítalann að koma sjúklingum af göngunum. Vinnueftirlitið kannaði aðstæð- ur á spítalanum í síðustu viku og slökkviliðið og forsvarsmenn spít- alans munu funda um málið, að því er fram kom í fréttum RÚV. Jón Viðar Matthíasson slökkvi- liðsstjóri sagði fyrsta skrefið að leiðbeina spítalanum um úrbætur. Næst yrði sektum beitt. - þeb Slökkviliðsstjóri ósáttur: Sjúklingar fari burt af göngum SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.