Fréttablaðið - 07.11.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.11.2012, Blaðsíða 6
7. nóvember 2012 MIÐVIKUDAGUR6 Vinnustöð fyrir hvaða skrifstofu sem er. Listaverð 179.990 kr. stk. 1-9 tölvur 119.900 kr. stk. 10+ tölvur 109.900 kr. stk. DELL Optiplex 3010 Hagkvæm og áreiðanleg Nánari upplýsingar á www.advania.is/kynningarverd í síma 440 9010 eða í tölvupósti sala@advania.is á góðu verði Öll verð eru með vsk. Tilboðið gildir á meðan birgðir endast. Flutningur á Lækningastofu: Hef flutt lækningastofu mína í Stóra - Turn á 9. hæð í Kringlunni. Viðtalsbeiðnir áfram í síma: 588 8557 Einar Guðmundsson læknir Sérgrein: Geðlækningar www.hr.is www.fsfi.is Fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík RICHARD STALLMAN Miðvikudaginn 7. nóvember kl. 19:30, stofu M101 Fyrirlesturinn er í boði tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík og Félags um stafrænt frelsi á Íslandi (FSFÍ). Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. „Stórfyrirtæki sem hagnast á höfundarétti berjast fyrir hörðum refsingum til að auka hagnað sinn á meðan þau hefta aðgang almennings að tækni. Ef við viljum í alvöru þjóna hinum eina rétta tilgangi höfundaréttar, almenningi til hagsbóta, verðum við að gera breytingar á núverandi skipulagi.“ HÖFUNDARÉTTUR Í STAFRÆNUM HEIMI Dr. Richard Stallman STJÓRNMÁL Svavar Gestsson, fyrr- verandi formaður Alþýðubanda- lagsins, þingmaður, ráðherra og sendiherra, var grunaður um að vinna fyrir bandarísku leyniþjón- ustuna CIA á meðan hann var við nám í Austur-Berlín á sjöunda ára- tug síðustu aldar. Skjöl sýna að tíðar ferðir hans til Vestur-Berlínar vöktu grunsemdir austurþýsku leyniþjónustunnar Stasi. Þetta kemur fram í sjálfsævisögu Svavars sem kemur út á morgun, en hún ber titilinn Hreint út sagt. Í kjölfarið á falli múrsins árið 1989 og Austur-Þýskalands opn- aði Stasi skjalasöfn sín. Um miðj- an tíunda áratuginn fluttu Ríkis- útvarpið og Morgunblaðið fregnir af því að nafn Svavars væri að finna í skjölum leyniþjónustunnar. Um það var einnig skrifað í bók Árna Snævarrs og Vals Ingimundar- sonar, Liðsmenn Moskvu. Í bók Svavars kemur fram að vissulega sé nafn hans að finna í skjölum Stasi, enda hafi verið fylgst með öllum útlendingum í landinu á þessum árum. „Á Íslandi hafa fáeinir menn reynt að koma því óorði á mig í ára- tugi að ég hafi unnið fyrir Stasi – við hvað skildi ég aldrei. Hvað gat ég svo sem gert að því að ég væri á skrám Stasi? En þegar betur er að gáð kemur í ljós að Austur-Þjóðverjarnir, sem lágu meðal annars yfir einka- bréfum mínum, hafa talið að ég væri að vinna fyrir bandarísku leyniþjónustuna sennilega af því að ég fór svo oft til Vestur-Berlínar.“ kolbeinn@frettabladid.is Stasi taldi að Svavar væri útsendari CIA Austurþýska leyniþjónustan Stasi taldi að Svavar Gestsson ynni fyrir banda- rísku leyniþjónustuna þegar hann var við nám í Austur-Þýskalandi. Pólitískir andstæðingar hans á Íslandi brigsluðu honum um að ganga erinda Stasi. MEINTI ÚTSENDARINN Svavar var af Stasi talinn útsendari bandarísku leyniþjón- ustunnar. Heim kominn töldu pólitískir andstæðingar hans vera útsendara Stasi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Stafirnir „SR“ standa fyrir „Sicherung des Reise- verkehrs“, sagði hún. „Ha,“ sagði ég, „af hverju?“ Ég spurði hana hvort það væri af því að ég fór oft til Vestur-Berlínar meðan ég var í Austur-Berlín. „Já, það er ástæðan,“ svaraði hún. Þá kemur fram á spjaldi þessu að gögn sem hafi snert mig hafi verið fjarlægð ásamt öðrum skjölum í skjalabunka „Sammelakte“. Að skjölin hafi verið lögð til hliðar 25.6. 1989. „Hvert veit enginn,“ segir hún. „Kannski hefur þeim verið hent af því að þau hafi einfaldlega þótt ómerkileg. Þau hafa að minnsta kosti verið í bunka með öðrum skjölum sem einnig hafa verið fjarlægð.“ … „En hvað er „HA II“?“ „Það er „Hauptabteilung“,“ segir hún, „það er aðaldeild Stasi – eða sjálfstæð deild. Annars fjallar „HA II“ um varnir gegn njósnum „Spionenabwehr“.“ „Jahá,“ segi ég, orðinn nokkuð langleitur í framan, „en „13“?“ spyr ég. „Nei, þetta er ekki þrettán – talan 13 – heldur „/3“, það er skástrik þrír, það þýðir vinna fyrir bandarísku leyniþjónustuna. Þeir hafa haldið að þú værir að vinna fyrir bandarísku leyniþjónustuna.“ Skjölin hurfu – samtal við skjalavörð GRIKKLAND, AP Tveggja sólarhringa allsherjarverkfall hófst í Grikk- landi í gær til að mótmæla nýju niðurskurðar frumvarpi, sem greidd verða atkvæði um á þingi í dag. Ekki er öruggt að frumvarpið verði samþykkt, þar sem veruleg óánægja er meðal margra þing- manna stjórnarflokkanna, einkum þeirra sem eru vinstra megin við miðju stjórnmálanna. Verkfallið hefur víðtæk áhrif á mannlífið í Grikklandi. Skólar eru lokaðir, flug liggur niðri, lestar- samgöngur liggja niðri, leigubíl- stjórar eru í verkfalli og sjúkrahús í Aþenu eru einungis starfrækt með það í huga að geta sinnt neyðarþjón- ustu. Tugir þúsunda tóku þátt í tveimur mótmælagöngum í höfuð borginni Aþenu og um tuttugu þúsund tóku þátt í mótmælagöngu í Þessalóníku, næststærstu borg landsins. Mót- mælaaðgerðir af þessu tagi hafa iðulega snúist upp í óeirðir. Búast má við hörðum átökum í dag þegar þingið gengur til atkvæða. - gb Allsherjarverkfall og útifundir í Grikklandi til að mótmæla nýjum niðurskurði: Óvissa um stuðning þingsins MÓTMÆLI Í AÞENU Mótmælt verður áfram í dag þegar atkvæðagreiðsla verður á þingi. NORDICPHOTOS/AFP 1. Hver er stjórnarformaður hjúkr- unarheimilisins Eirar? 2. Hvar fóru tónleikar Sigur Rósar fram á sunnudagskvöld? 3. Hver skrifaði bókina Stelpur geta allt? SVÖR 1. Vilhjálmur Vilhjálmsson 2. Laugardals- höll 3. Kristín Tómasdóttir. HEILBRIGÐISMÁL Læknar þurfa að fylla út sér- stök eyðublöð í þríriti til viðbótar við umsókn um lyfjaskírteini til að ávísa sjúklingum sínum lyf sem eru á undanþágulista Lyfjastofnunar. Hvorki er hægt að útvega seðilinn rafrænt né símleiðis og má áætla að hver seðill taki í kringum hálftíma að útbúa, samkvæmt Gylfa Óskarssyni, sérfræðingi í barnalækningum hjá Barnaspítala Hringsins. Gylfi skrifar leiðara í síðasta tölublað Læknablaðsins, þar sem hann skorar á heil- brigðisyfirvöld að hefja endurskoðun og einföldun á regluverki um lyfjaávísanir og skráningu lyfja í samvinnu við samtök lækna. Núverandi ástand sé ekki boðlegt. Greint var frá því í Fréttablaðinu í gær að gamalt og vinsælt geðklofalyf, Trilafon, er hætt í framleiðslu og verður tekið af markaði hér á landi í byrjun næsta árs. Engin samheitalyf koma á markað í staðinn, en læknar geta útvegað sjúklingum sínum undanþágu lyfseðil fyrir öðru lyfi sem sagt er hafa svipaða virkni. „Sýnu alvarlegast er þó þegar bráð- nauðsynleg lyf hverfa algerlega af markaði eða eru ófáanleg í landinu um lengri eða skemmri tíma. Nýleg alvarleg dæmi um slíkt vekja spurningar um ábyrgð yfirvalda og lyfjafyrirtækja og möguleika hinna fyrr- nefndu til að beita lyfjafyrirtæki viðurlögum þegar skortur á mikið notuðu lyfi getur ógnað öryggi sjúklinga,“ segir Gylfi í grein sinni. - sv Barnalæknir skorar á heilbrigðisyfirvöld að endurskoða regluverk um lyfjaávísanir og skráningu lyfja: Hver undanþágulyfseðill tekur hálftíma TRILAFON AF MARKAÐI Geðlæknar eru margir hverjir uggandi yfir því að ekkert samheitalyf sé komið á lyfja- markað í stað Trilafon, sem hefur reynst hundruðum geðklofasjúklinga vel. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.