Fréttablaðið - 07.11.2012, Síða 42

Fréttablaðið - 07.11.2012, Síða 42
7. nóvember 2012 MIÐVIKUDAGUR26 sport@frettabladid.is TRYGGVI GUÐMUNDSSON er enn án félags en honum hefur gengið illa að finna sér samastað eftir að samningur hans við ÍBV rann út. Þór og Fylkir eru á meðal þeirra félaga sem hafa sýnt Tryggva áhuga. Sjálfur æfir hann með Breiðablik þessa dagana og ekki er búið að útiloka að Blikarnir semji við framherjann. N1-deild kvenna Fram - Afturelding 33-19 Mörk Fram: Sunna Jónsdóttir 8, Stella Sigurðar- dóttir 6, Ásta Birna Gunnarsdóttir 4, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 4, Birna Berg Haraldsdóttir 3, Marthe Sördal 2, María Karlsdóttir 2, Elva Þóra Árnadóttir 2, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1, Hafdís Shizuka Lura 1. Mörk Aftureldingar: Sara Kristjánsdóttir 9, Hekla Daðadóttir 4, Íris Sigurðardóttir 2, Telma Frí- mannsdóttir 2, Þórhildur Hafsteinsdóttir 1, Rósa Jónsdóttir 1. Fylkir - HK 18-34 Mörk Fylkis: Ingibjörg Karlsdóttir 5, Hildur Karen Jóhannsdóttir 4, Hildur Björnsdóttir 3, Auður Mar- grét Pálsdóttir 2, Tanja Zamoreva 2, Sigríður Rakel Ólafsdóttir 1, Andrea Ósk Karlsdóttir 1. Mörk HK: Heiðrún Björk Helgadóttir 8, Guðrún Erla Bjarnadóttir 6, Sigríður Hauksdóttir 4, Emma Havin Sardarsdóttir 3, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 3, Sóley Ívarsdóttir 3, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 2, María Lovísa Breiðdal 2, Arna Björk Almarsdóttir 2, Tinna Rögnvaldsdóttir 1. Grótta - Selfoss 17-16 Mörk Gróttu: Tinna Laxdal Gautadóttir 6, Harpa Baldursdóttir 3, Sunna María Einarsdóttir 3, Unnur Ómarsdóttir 3, Rebekka Guðmundsdóttir 1, Arndís María Erlingsdóttir 1. Mörk Selfoss: Carmen Palamariu 5, Hranfhildur Hanna Þrastardóttir 3, Kristrún Steinþórsdóttir 3, Hildur Einarsdóttir 2, Tinna Soffía Traustadóttir 2, Dagný Hróbjartsdóttir 1. Valur - FH 39-26 Mörk Vals: Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 9, Anna Úrsula Guðmundsdóttir 7, Dagný Skúladóttir 5, Íris Ásta Pétursdóttir 5, Ragnhildur Rósa Guð- mundsdóttir 5, Karólína Lárudóttir 4, Rebekka Rut Skúladóttir 2, Kolbrún Franklín 1, Aðalheiður Hreinsdóttir 1. Mörk FH: Ásdís Sigurðardóttir 11, Elín Anna Baldursdóttir 5, Aníta Mjöll Ægisdóttir 3, Berglind Ósk Björgvinsdóttir 2, Sigrún Jóhannsdóttir 1, Steinunn Snorradóttir 1, Birna Íris Helgadóttir 1, Rakel Sigurðardóttir 1, Salka Þórðardóttir 1. Domino‘s-deild kvenna Keflavík - Fjölnir 79-69 Keflavík: Jessica Ann Jenkins 25/6 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 23/5 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 14/10 fráköst/3 varin skot, Sandra Lind Þrastardóttir 8/13 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 5/6 fráköst, Bryndís Guðmunds- dóttir 4/4 fráköst. Fjölnir: Britney Jones 28/4 fráköst/6 stoðsending- ar/9 stolnir, Fanney Lind Guðmundsdóttir 10/20 fráköst, Hrund Jóhannsdóttir 9/7 fráköst, Bergdís Ragnarsdóttir 9/7 fráköst, Birna Eiríksdóttir 4, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 3/6 fráköst, Dagbjört Helga Eiríksdóttir 3, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 3/7 fráköst. Meistaradeild Evrópu A-RIÐILL Dynamo Kyiv - Porto 0-0 Paris Saint-Germain - Dynamo Zagreb 4-0 1-0 Alex (16.). 2-0 Blaise Matuidi (61.), 3-0 Jeremy Menez (64.), 4-0 Guillaume Hoarau (79.) Staðan: Porto 10, PSG 9, D. Kyiv 4, D. Zagreb 0. B-RIÐILL Schalke - Arsenal 2-2 0-1 Theo Walcott (18.), 0-2 Olivier Giroud (26.), 1-2 Klaas-Jan Huntelaar (45.+2), 2-2 Jefferson Farfan (67.) Olympiakos - Montpellier 3-1 1-0 Paulo Machado (4.), 1-1 Younes Belhanda, víti (67.), 2-1 Leandro Greco (79.), 3-1 Kostas Mitroglu (81.) Staðan: Schalke 8, Arsenal 7, Olympiakos 6, Montpellier 1. C-RIÐILL AC Milan - Malaga 1-1 0-1 Eliseu (40.), 1-1 Pato (72.) Anderlecht - Zenit 1-0 1-0 Dieudonné Mbokani (17.) Staðan: Malaga 10, Milan 5, Anderlecht 4, Zenit 3. D-RIÐILL Manchester City - Ajax 2-2 0-1 Siem de Jong (10), 0-2 Siem de Jong (17.), 1-2 Yaya Toure (22.), 2-2 Sergio aguero (74.) Real Madrid - Dortmund 2-2 0-1 Marco Reus (28.), 1-1 Pepe (34.), 1-2 Alvaro Arbeloa, sjm (45.), 2-2 Mesut Özil (89.) Staðan: Dortmund 8, Real Madrid 7, Ajax 4, Manchester City 2. ÚRSLIT FÓTBOLTI Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, hefur starfað fyrir danska liðið Nordsjælland að undanförnu og leikgreint lið Ítalíu- meistara Juventus. Þessi lið mæt- ast einmitt í Meistaradeild Evr- ópu í kvöld en leikurinn fer fram í Tórínó. „Ég var að borða hádegismat með þjálfaranum áðan og mér heyrist á honum að það sé fullur hugur á að ná góðum úrslitum í leiknum,“ sagði Ólafur þegar að Fréttablaðið heyrði í honum. Hann var þá staddur ytra en þar hefur hann verið síðan á föstudag. Juventus tapaði um helgina fyrir Inter, 3-1, í toppslag ítölsku úrvals- deildarinnar en þetta var fyrsta tap Juventus í 49 deildarleikjum í röð. „Þeir komu inn af gríðarlega miklum krafti í þann leik og ég á ekki von á öðru en að svipað verði upp á teningnum gegn Nordsjæll- and,“ sagði Ólafur en hann segir mikinn sóknarþunga búa í liði Juventus. „Það fer það orð af ítalska bolt- anum heima að þetta sé fyrst og fremst mikill varnarleikur og annað í þeim dúr. Staðreyndin er hins vegar sú að Juventus er gríð- arlega öflugt og gríðarlega tekn- ískt knattspyrnulið,“ segir Ólafur. „Ef Nordsjælland nær að standa af sér mesta áhlaupið í upphafi leiks verður útlitið strax betra fyrir þá.“ Þessi lið skildu jöfn, 1-1, á Par- ken fyrir tveimur vikum síðan en Ítalirnir skoruðu jöfnunarmark- ið þegar níu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Auðvi- tað var það svekkjandi en liðið má vel við una þegar allt er tekið inn í reikninginn,“ segir Ólafur sem segir að lykilatriði fyrir danska liðið sé að stöðva miðvallarleik- manninn Andrea Pirlo. „Það fer mjög mikið í gegnum hann og liðið hagar sér á ákveð- inn hátt þegar hann er stöðvaður. Það eru nokkur atriði í sóknarleik Juventus sem andstæðingar liðs- ins verða að vera alveg klárir á ef ekki á illa að fara og þetta er eitt af því,“ segir Ólafur. Juventus hefur gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum til þessa í Meistaradeildinni og segja forráðamenn liðsins að ekk- ert nema sigur komi til greina í kvöld. Úkraínska liðið Shakhtar Donetsk er óvænt á toppnum með sjö stig eftir sigur á Chelsea í síð- ustu umferð en liðin mætast á ný í kvöld. Nordsjælland er neðst í riðlin- um með eitt stig og þarf því að ná góðum úrslitum í næstu leikjum til að eiga möguleika á að minnsta kosti þriðja sætinu sem veitir þátt- tökurétt í Evrópudeild UEFA eftir áramót. En þó svo að Ólafur hafi lokið leikgreiningu sinni á Juventus fyrir Nordsjælland mun hann áfram starfa fyrir liðið. „Ég fer næst til Úkraínu til að fylgj- ast með Shakhtar Donetsk sem verður næsti andstæðingur eftir tvær vikur,“ segir Ólafur. „Þetta er óneitanlega skemmtileg vinna fyrir mig og lengir tímabilið, ef svo má segja.“ - esá Ólafur Kristjánsson hefur leikgreint Juventus fyrir Nordsjælland og heldur næst til Úkraínu: Juventus hefur gríðarlegan sóknarþunga TÖFRAMAÐUR Andrea Pirlo hefur verið magnaður í sterku liði Juventus. NORDICPHOTTOS/AFP Leikir dagsins E-riðill 19.45 Chelsea - Shakhtar Sport HD 19.45 Juventus - Nordsjælland F-riðill 19.45 FC Bayern - Lille 19.45 Valencia - BATE G-riðill 19.45 Benfica - Spartak Moskva 19.45 Celtic - Barcelona Sport 3 (ólæst) H-riðill 19.45 CFR Cluj - Galatasaray 19.45 Braga - Man. United. Sport 3 Samanlagður árangur íslensku þjálfaranna. Aðrir þjálfarar. (15 lið) 91,1% 8,9% 57,9% 42,1% 29 leikir 25 sigrar 3 jafntefli 1 tap Guðmundur Guðmundsson Rhein-Neckar Löwen 9 LEIKIR, 9 SIGRAR 100% ÁRANGUR Alfreð Gíslason Kiel 9 LEIKIR, 8 SIGRAR, 1 JAFNTEFLI 94,4% ÁRANGUR Dagur Sigurðsson Füchse Berlin 10 LEIKIR, 7 SIGRAR, 2 JAFNTEFLI, 1 TAP 80% ÁRANGUR 146 leikir 54 sigrar 15 jafntefli 77 töp ■ Unnin stig ■ Töpuð stig 51 stig unnin 5 stig töpuð Meðaltal: 17 stig 123 stig unnin 169 stig töpuð Meðaltal: 8,2 stig HANDBOLTI Þeir Alfreð Gíslason, Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson eru allir að gera frá- bæra hluti með sín lið í sterkustu handboltadeild heims. Þeir stýra liðunum sem eru í þremur efstu sætum þýsku úrvalsdeildarinnar. Alfreð er þjálfari meistara Kiel sem töpuðu ekki leik á síð- ustu leiktíð og unnu þýsku deild- ina, bikarinn og Meistaradeildina. Lið Guðmundar Guðmundsson- ar, Rhein-Neckar Löwen, er búið að vinna alla sína leiki í vetur og Dagur Sigurðsson hefur þótt vinna þrekvirki með Füchse Berlin á síð- ustu árum. Því ævintýri er hvergi nærri lokið. Það hefur vakið mikla athygli ytra að íslenskir þjálfarar séu að skjóta öðrum þjálfurum ref fyrir rass í deildinni. Dagur var á meðal þeirra sem voru orðaðir við þýska landsliðið er Heiner Brand hætti en þýska sambandið ákvað frekar að velja Martin Heuberger. Ekkert hefur gengið hjá honum með liðið. Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins og Vals, var að þjálfa í Þýskalandi og þekk- ir vel það góða orðspor sem fer af íslenskum þjálfurum ytra. Það orðspor hefur líka hjálpað honum. „Það eru margir þættir sem stuðla að þessum flotta árangri hjá þessum þjálfurum. Þeir eiga það þó allir sameiginlegt að vera rosalega vinnusamir. Þetta kemur ekki af sjálfu sér og það vita þeir. Ég veit að þeir leggja mikinn tíma í sína vinnu. Þeir hafa allir mikla reynslu sem leikmenn og það hjálpar þeim. Svo eru þeir ótrúlega klókir þjálfarar,“ segir Patrekur. „Ég held að þeir þrír séu líka allir ákaflega hæfir stjórnendur. Það eru flestir að gera nákvæm- lega það sama og handbolti snýst um sömu hlutina í grunn- inn. Stjórnunarstíllinn skiptir því miklu máli og þar held ég að þeir séu skrefi á undan flestum öðrum.“ Patrekur segir að þekking á íþróttinni og góð menntun hafi mikið að segja og það hafi þessir þjálfarar allir. „Þeir eru alltaf til í að læra eitt- hvað nýtt og eru ósérhlífnir. Það er ekki hægt að ná toppárangri nema menn helli sér í vinnuna og ég veit að þeir vinna bæði daga og nætur.“ Það hefur löngum farið gott orð af íslenskum handboltamönn- um erlendis. Þeir séu vinnusam- ir, fljótir að læra tungumálið og aldrei neitt vesen á þeim. „Nú fer sama góða orðið af þjálf- urunum okkar úti sem er jákvætt. Íslendingar eru orðnir eftirsótt- ir og það er gott fyrir okkur hina sem höfum metnað. Dagur kom austurríska liðinu á kortið og ég naut góðs af því og veit það.“ Alfreð og Guðmundur verða báðir í eldlínunni með sínum liðum í kvöld í sannkölluðum stórleikj- um. Kiel tekur þá á móti Arnóri Atlasyni og félögum í Flensburg á meðan Rhein-Neckar Löwen sækir Hamburg heim. henry@frettabladid.is Kóngarnir í Þýskalandi Íslensku handboltaþjálfararnir þrír í þýsku úrvalsdeildinni eru að gera frábæra hluti í bestu handboltadeild heims og skjóta öðrum þjálfurum ref fyrir rass. Vinnu- semi og góð stjórnun er lykillinn að þessum árangri segir Patrekur Jóhannesson. FÓTBOLTI Læknirinn sem fram- kvæmdi aðgerðina á David Villa, leikmanni Barcelona, eftir að sá síðarnefndi meiddist í fyrra segir að örlög hans hefðu mögulega getað orðið mun verri. Villa fótbrotnaði í leik með Barcelona í heimsmeistarakeppni félagsliða í Japan á síðasta ári. Hann flaug aftur heim til Spánar stuttu síðar og sagði læknirinn, Ramon Cugat, að það hefði verið stórhættulegt. „Það hefði getað haft miklar og alvarlegar afleiðingar í för með sér ef það hefði komið mikil breyting á loftþrýstingi í flug- vélinni í svo mikilli hæð,“ sagði hann við spænska fjölmiðla. „Í versta falli hefði það mögu- lega orðið til þess að það hefði þurft að taka af honum fótinn.“ Hann lofaði Tito Vilanova, stjóra Barcelona, fyrir að nota Villa sparlega. „Hann hefur verið að koma honum aftur af stað, hægt og rólega. Villa er í betra formi nú en hann var í fyrir meiðslin og er það Vilanova að þakka.“ - esá David Villa hjá Barcelona: Hefði getað misst fótinn FÓTBROT Villa liggur hér á vellinum eftir að hafa fótbrotnað. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Juan Mata, leikmaður Chelsea, og Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóri Man. United, hafa verið útnefndir menn október- mánaðar í ensku úrvalsdeildinni. United vann alla fjóra deildar- leiki sína í október og kom sér á topp deildarinnar með 2-1 sigri á Arsenal um síðustu helgi. Mata hefur leikið á als oddi. Hann skoraði þrjú mörk og lagði upp þrjú til viðbótar í leikjum Chelsea í síðasta mánuði. - esá Enska úrvalsdeildin: Ferguson og Mata bestir

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.