Fréttablaðið - 07.11.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.11.2012, Blaðsíða 18
 | 2 7. nóvember 2012 | miðvikudagur Fróðleiksmolinn Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á Dagatal viðskiptalífsins dagatal viðskiptalífsinsl i i lí i DV ehf., sem á og rekur dag blaðið DV og vefinn dv.is, tapaði 82,8 milljónum króna í fyrra. Félagið tapaði auk þess 53,3 milljónum króna á fyrstu níu starfsmánuðum sínum á árinu 2010, en félagið var stofnað í upphafi þess árs. Sam- tals hefur DV því tapað 136,1 millj- ón króna á tæpum tveimur árum. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem var skilað inn til árs- reikningaskráar 24. október síðast- liðinn. Hlutafé í DV ehf. var aukið um fjörutíu milljónir króna í fyrra. Sú aukning fór öll í að mæta taprekstr- inum og samkvæmt ársreikningi var uppsafnað tap um 91 milljón króna um síðustu áramót. Skuldir félagsins jukust umtals- vert í fyrra, fóru úr 81 milljón króna í 131 milljón króna. Þar á meðal er aukning á ógreiddri stað- greiðslu launa starfsmanna félags- ins og ógreiddu tryggingagjaldi og vextir vegna þeirra. Samtals hækk- aði sú upphæð um sautján milljónir króna á milli ára. Fréttablaðið greindi frá því í október að skuld DV ehf. vegna staðgreiðslu skatta stæði í um 50 milljónum króna í júlí síðastliðnum og skuld félagsins vegna ógreidds tryggingagjalds stæði í 26 milljón- um króna. Morgunblaðið greindi stuttu síðar frá því að Umgjörð ehf., félag í eigu Ástu Jóhannsdóttur, hefði veitt DV 15 milljóna króna skamm- tímalán til að borga inn á skuld sína hjá Tollstjóra vegna vangreiddra vörsluskatta. Láninu var síðan breytt í nýtt hlutafé á hluthafa- fundi hinn 22. október. Auk þess var veitt heimild til frekari aukn- ingar á hlutafé. Umgjörð var þriðji stærsti eigandi DV um síðustu ára- mót með 18,6 prósenta hlut. Hlutur þess hefur væntanlega aukist tölu- vert við hlutafjáraukninguna. - þsj Skuldir útgáfufélags DV jukust í fyrra samkvæmt ársreikningi síðasta árs: 136 milljóna tap á DV frá stofnun ERFIÐUR REKSTUR Stjórn DV ehf. hefur veitt heimild fyrir aukinni hlutafjár- aukningu til að mæta erfiðum rekstri félagsins. Reynir Traustason er ritstjóri og einn aðaleigenda DV ehf. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Miðvikudagur 7. nóvember ➜ Fasteignamarkaðurinn í mánuðinum eftir landshl. ➜ Vaxtaákvörðunardagur SÍ ➜ Efnahagur Seðlabankans-hag- tölur SÍ Fimmtudagur 8. nóvember ➜ Nýjar upplýsingar frá þjóðskrá ➜ Erlend staða Seðlabankans- hagtölur SÍ Föstudagur 9. nóvember ➜ Markaðsupplýsingar Lánamála ríkisins ➜ Útboð ríkisbréfa Mánudagur 12. nóvember ➜ Greiðslumiðlun-hagtölur SÍ Þriðjudagur 13. nóvember ➜ Fjöldi þinglýstra leigusamninga eftir landshl. ➜ Atvinnuleysi í október 2012 ➜ Smásöluvísitala RSV ➜ Gjaldeyrisforði og tengdir liðir- hagtölur SÍ ➜ Útboð ríkisvíxla Rekstrarvörur - vinna með þér Heildarútgjöld ríkissjóðs eftir málaflokkum 2000-2011 í ma. kr. (á verðlagi ársins 2011) Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands, hafa heildarútgjöld ríkissjóðs mæld á föstu verðlagi hækkað um 36% frá árinu 2000 til og með 2011. Það samsvarar um 2,6% raunaukningu árlega yfir þessi 12 ár. Myndin að neðan sýnir hvernig útgjöld ríkisins skiptast á 10 málaflokka og hvernig innbyrðis skipting þeirra hefur þróast á tímabilinu. Fjárhagur ríkissjóðs frá 2000-2011 í ma. kr. (á verðlagi hvers árs) Hagstofa Íslands birtir jafnframt svokallaðan tekjujöfnuð ríkissjóðs sem sýnir hvort tekjuafgangur eða tekjuhalli er á ríkissjóði. Myndin sýnir tekju- jöfnuð ríkissjóðs yfir tímabilið 2000-2011 á verðlagi hvers árs. Frá 2000- 2007 var samanlagður tekjujöfnuður ríkissjóðs jákvæður um 157 m.a.kr. Frá hrun árinu 2008 og til og með 2011, er samanlagður tekju jöfnuður hins vegar neikvæður um 592 ma. kr. sem samsvarar heildarútgjöldum ríkissjóðs á öllu árinu 2011. ´00 ´01 ´02 ´03 ´04 ´05 ´06 ´07 ´08 ´09 ´10 ´11 ´00 ´01 ´02 ´03 ´04 ´05 ´06 ´07 ´08 ´09 ´10 ´11 ■ Almenn opinber þjónusta ■ Varnarmál ■ Löggæsla, réttargæsla og öryggismál ■ Efnahags- og atvinnumál ■ Umhverfi svernd ■ Húsnæðis- skipulags- og veitumál ■ Heilbrigðismál ■ Menningar-, íþrótta- og trúmál ■ Menntamál ■ Almannatryggingar og velferðarmál HTTP://DATA.IS/SXOBQO 800 700 600 500 400 300 200 100 0 100 0 -100 -200 ma.kr HTTP://DATA.IS/SXP5N1 IÐNAÐUR Þórður Snær Júlíusson | thordur@frettabladid.is Japanska fyrirtækið Fuji Chemi- cal Industry co., sem hafði áhuga á að byggja upp verksmiðju á Grundartanga, er hætt við að hefja starfsemi á Íslandi. Þess í stað ætlar fyrirtækið að byggja fyrirhugaða verksmiðju sína í Bandaríkjunum. Ástæða þess að Fuji Chemical ákvað þetta er sú að það rafmagn sem fyrirtækinu býðst í Bandaríkjunum er mun ódýrara en það sem því bauðst á Íslandi. Fuji Chemical tilkynnti samstarfsaðilum sínum á Íslandi um þetta í byrjun síðasta mánað- ar. Þetta kemur fram í skjölum sem Markaðurinn hefur fengið aðgang að. Fuji Chemical er stór japönsk fyrirtækjasamsteypa sem fram- leiðir meðal annars lyf, vítamín og fæðu- og heilsubótarefni. Sam- stæðan er með söluskrifstofur í Danmörku, Frakklandi, Þýska- landi, Indlandi, Indónesíu, Ítalíu, Kóreu, Malasíu, Taívan, Taílandi, Bretlandi, Úkraínu og Bandaríkj- unum auk Japans. Fulltrúar Fuji Chemical komu hingað til lands fyrir um ári síðan með það fyrir augum að byggja verksmiðju hérlendis sem átti að framleiða fæðu- og heilsubótar- efni, meðal annars úr íslensku hráefni. Þeir skoðuðu nokkra staði en ákváðu síðar að ein- blína á mögulega uppbyggingu á Grundar tanga. Fulltrúar Fuji Chemical komu hingað til lands annað veifið og mynduðu við- skiptasambönd við íslenska aðila. Í byrjun október síðastliðins höfðu þeir hins vegar samband við þá aðila og tilkynntu þeim að ekkert yrði af áformum þeirra á Íslandi. Fuji Chemical hefði frekar ákveðið að byggja umrædda verk- smiðju í Bandaríkjunum þar sem orkan sem þeim bauðst til að reka verksmiðjuna þar í landi var mun ódýrari en sú sem þeim bauðst hér á landi. Fannst rafmagnið á Íslandi vera of dýrt Hið japanska Fuji Chemical ákvað að hætta við áformaða upp- byggingu á Íslandi vegna þess að fulltrúum fyrirtækisins fannst raforkuverð of dýrt. Þeim bauðst ódýrara rafmagn í Banda- ríkjunum og ákváðu að byggja verksmiðju þar. GRUNDARTANGI Samkvæmt heimildum Markaðarins horfðu fulltrúar Fuji Chemical til Grundartangasvæðisins fyrir verksmiðju sína. Þar er fyrir m.a. álver Norðuráls. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ráðgjafafyrirtækið McKinsey, sem nýverið gerði skýrslu um leið Íslands til aukins hagvaxtar, fjallaði sérstaklega um orkuiðnaðinn í henni. Þar kom fram að fyrir hvern starfsmann sem starfar í orkuiðnaðinum á Íslandi hafi framleiðni á árinu 2010 numið 42 milljónum króna. Í Noregi er sú framleiðni 81 milljón króna, eða tvisvar sinnum meiri. McKinsey bendir á að þegar séu virkjaðar um 17TWs hérlendis og að rammaáætlun geri ráð fyrir að hægt verði að virkja um 17TWs til viðbótar. Skýrslu- höfundar lögðu mikla áherslu að sú orka yrði seld fyrir meira fé en sú sem við framleiðum nú þegar. Þeir bentu meðal annars á að það væri líklegra til að skila betra verði að stækka þau álver sem þegar eru til staðar frekar en að byggja ný, selja orku til fleiri geira en áliðnaðarins til að fá hærra verð og dreifa áhættu og að gríðarlega arðbært gæti orðið að leggja sæstreng til Bretlands eða Hollands. Í skýrslunni var tekið dæmi af því að Bretar ætli sér að byggja gríðarlegt magn af vindmyllum til að sjá sér fyrir orku fyrir árið 2020. Kostnaður við hverja MWs því ferli er áætlaður 115 evrur. Skýrsluhöfundar benda að Íslendingar geti framleitt slíkt magn fyrir minna en 30 evrur og að kostnaður við lagningu sæstrengs yrði aðrar 30 evrur á hverja MWs. Munurinn á framleiðslu- og flutningskostnaði miðað við áætlanir Breta væri 55 evrur sem væri ábati sem myndi skiptast milli landanna. Þarna væru gríðarleg sóknarfæri. ÍSLENDINGAR VERÐA AÐ FÁ MEIRA FYRIR ORKUNA LANGTÍMAPLAN Starfsmenn McKinsey kynntu skýrslu sína í síðustu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.