Fréttablaðið - 17.11.2012, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 17.11.2012, Blaðsíða 32
17. nóvember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 32 Burlington Loan Management lýsti 79,6 milljarða kröfu í bú Kaupþings samkvæmt síðasta kröfuhafa- lista sem birtist opinberlega. Fjölmargir viðmæl- endur Fréttablaðsins segja fyrirtækið vera á meðal allra stærstu kröfuhafa bankans og því ekki ólíklegt að þeir hafi bætt vel við sig síðan eða að Burling- ton/Davidson Kempner hafi lýst fleiri kröfum undir öðru nafni. ➜ Eftirsóknarvert eignasafn Eignir Kaupþings voru metnar á 861,3 milljarða króna um mitt þetta ár. Þar af eru 373 milljarðar í reiðufé, sem mun að hluta til verða notað til að greiða út þá kröfuhafa sem verða ekki í eigendahópnum. Auk þess eru yfir 200 milljarðar króna af lánum til viðskiptavina í búinu, 64 milljarðar króna af afleiðum og virði dótturfélaga er um 126 milljarðar króna. Þar munar mestu um 87 prósenta hlut í Arion banka, eins þriggja stærstu banka landsins sem á stóran hluta af skuldum einstaklinga og fyrirtækja á Íslandi. ➜ Mörg mikilvæg íslensk fyrirtæki Kaupþing og dótturbankinn Arion banki eiga líka meira en 50 prósenta hlut í Klakka/Exista og eru því ráðandi í því félagi. Klakki á allt hlutafé í Skiptum, móðurfélagi Símans, Mílu og Skjásins, VÍS, LÍFÍS og Lýsingu. Um er að ræða nokkur af stærstu fyrirtækjum landsins. Arion banki á líka um þriðjungshlut í Bakkavör Group, sem var stærsta fyrirtæki á Íslandi þar til það var flutt úr landi fyrr á þessu ári. Burlington- sjóðurinn hefur verð duglegur að kaupa upp kröfur og hluti í því félagi líka og á nú um fimm prósent í Bakkavör. Viðmælendur Fréttablaðsins segja þau uppkaup strategísk og tengjast sterkri stöðu sjóðsins í Kaupþingi. Auk þessa á Arion banki eignaumsýslufélagið Eignabjarg. Helstu eignir þess í dag eru 42,7 prósenta hlutur í Reitum, áður Landic Property, einu stærsta fasteignafélagi landsins og um fimm prósenta hlutur í Högum. Þá á Eignabjarg allt hlutafé í Fram Foods sem sérhæfir sig í framleiðslu og sölu á kældum sjávarafurðum. Samkvæmt lista yfir kröfuhafa sem Gylfi Magnússon, þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, birti sem svar við fyrirspurn á Alþingi í júní 2010, er Burlington Loan Management stærsti einstaki kröfuhafi Glitnis með 5,64 prósent allra almennra krafna. Nafn- virði þeirra á þeim tíma var 142,5 milljarðar króna. Slitastjórn Glitnis hefur hins vegar gefið út að líklega muni almennir kröfuhafar tapa á bilinu 70 til 75 prósentum krafna sinna. Því má ætla að virði krafna Burlington sé á bilinu 35 til 43 milljarðar króna. Það er mun meira en sjóðurinn borgaði fyrir kröfurnar, ef miðað er við gangvirði þeirra á þeim tíma sem hann var að kaupa flestar kröfur sínar hérlendis. Á meðal kröfuhafa Glitnis eru líka önnur félög sem tengjast Burlington. Þannig á Klakki, sem hét áður Exista, sjöundu hæstu kröfuna samkvæmt listan- um sem Gylfi birti, og Skipti, dótturfélag Klakka, á líka mjög háa kröfu. Burlington er í raun næst- stærsti eigandi Klakka á eftir þrotabúi Kaupþings og dótturbanka þess, Arion banka. Þar sem Burlington er á meðal stærstu kröfuhafa, og væntanlegra eigenda Kaupþings, hefur sjóðurinn alla möguleika á að gera sig breiðan innan Klakka. Því er ljóst að Burlington, og þar af leiðandi Davidson Kempner, verða ráðandi innan Glitnis ef nauðasamningar bankans verða kláraðir. ➜ Hvað á Glitnir? Eignir þrotabús Glitnis voru metnar á 862 milljarða króna um mitt þetta ár eftir að það gerði upp við forgangskröfuhafa í búið með 105,6 milljarða króna greiðslu í mars. Stærsti einstaki eignaflokkurinn er reiðufé upp á 353 milljarða króna og má ætla að þorri þess myndi fara í að greiða út til þeirra kröfuhafa sem myndu ekki eiga í Glitni eftir nauðasamninga. Stærsti hluti annarra eigna eru annars vegar lán til viðskipta- vina, að langstærstu leyti í erlendri mynt, upp á 279 milljarða króna og eignarhlutir í dótturfélögum upp á 117 milljarða króna. Þar skiptir 95 prósenta eignar- hlutur í Íslandsbanka auðvitað langmestu máli. Á meðal annarra eigna sem Glitnir á eru 93 prósenta hlutur í Lyfju, stærstu apótekakeðju lands- ins. Þá á búið 40,16 prósenta hlut í Stoðum, sem áður hétu FL Group. Helsta íslenska eign Stoða er um 40 prósenta hlutur í Tryggingamiðstöðinni (TM), gangi fyrirhuguð sala á 60 prósenta hlut í henni eftir. TM á síðan hlut í mörgum vel þekktum og mikil- vægum íslenskum fyrirtækjum. Félagið á tæplega 5,4 prósenta hlut í HB Granda, tæplega tíu prósenta hlut í Samherja, 5,4 prósenta hlut í MP banka og 2,6 prósenta hlut í smásölurisanum Högum. Sum þessara félaga eiga síðan hluti í öðrum. Sem dæmi á Samherji hlut í Jarðborunum og 35 prósenta hlut í Olís. ➜ Á í Icelandair Íslandsbanki, ein stærsta einstaka eign Glitnis, á síðan hlut í nokkrum félögum fyrir utan það að vera eigandi nokkuð stórs hluta skulda íslenskra einstaklinga og fyrirtækja. Helsta eign Íslandsbanka í fyrirtæki í óskyldum rekstri er 11,6 prósenta hlutur í Icelandair, sem gerir hann að fjórða stærsta eiganda þjóðarflug- félagsins. EIGNAVEFUR DAVIDSON KEMPNER Á ÍSLANDI ALMC STRAUMUR FJÁRFESTINGA- BANKI. klakki/ FRAM FOODS LÍFÍS NÝI LANDS- BANKINN EYRIR INVEST PROMENS REITIR Þrotabú Landsbankans er í allt annarri stöðu en hin vegna Icesave, enda fer þorri eigna þess til forgangskröfuhafa. Þó er gert ráð fyrir að almennir kröfuhafar fái yfir fimm prósent af kröfum sínum til baka. Fjórir sjóðir í stýringu hjá Davidson Kempner lýstu kröfum upp á rúma tíu milljarða króna í bú Lands- bankans samkvæmt kröfuhafaskrá sem birt var í lok árs 2009. Fréttablaðið óskaði eftir að fá uppfærða skrá hjá slitastjórn bankans, FME og Seðlabankanum en var hafnað. Sem stendur eiga kröfuhafar Landsbankans 18,7 prósenta hlut í nýja Landsbankanum. Því fer þó fjarri að uppgjöri milli nýja og gamla Landsbankans sé lokið og alls ekki ómögulegt að kröfuhafarnir geti eignast stærri hlut. ➜ Skuldabréf upp á 300 milljarða Þegar samið var um uppskiptingu eigna Landsbank- ans fylgdu tvö skuldabréf með yfir til nýja bankans. Annars vegar er um að ræða svokallað skilyrt skuldabréf sem getur orðið 92 milljarða króna virði og á þá að greiðast í evrum í mars 2013. Verði það greitt upp mun þrotabúið skila eignarhluta sínum til íslenska ríkisins og starfsmanna nýja Lands- bankans. Hins vegar er um að ræða svokölluð A-skuldabréf sem gefin voru út vegna mismunar á virði yfir- tekinna eigna og skulda. Þau eiga að endurgreiðast í erlendum gjaldmiðlum og lokagjalddagi er í október 2018, tíu árum eftir fall bankans. Nýi Landsbankinn hefur þegar greitt 73 milljarða króna vegna þessara skuldabréfa en eftirstöðvar þeirra eru 209 milljarðar króna. Fyrsti gjalddagi er í apríl 2015 og sá síðasti í október 2018. Samtals þarf nýi Landsbankinn því að greiða þeim gamla um 300 milljarða króna á næstu árum. Þar sem aðgengi íslenskra banka að erlendri fjár- mögnun er ekkert þá er ljóst að endursemja þarf um þessar skuldir. Samningaviðræður við slitastjórnina eru þegar hafnar. Alls óvíst er hvort vilji sé til þess að lengja í þessum lánum og mögulegt að kröfuhafarnir vilji taka frekari hlut í nýja bankanum til að gera þau upp. ➜ Á mikið af eignum Helstu innlendu eignir þrotabús Landsbankans eru stór hlutur í Eimskip og Nýi Landsbankinn, sem á mikið af eignum á Íslandi. Hann á til dæmis 25 prósenta hlut í Regin, einu stærsta fasteignafélagi landsins, og á 27,6 prósent í Framtakssjóði Íslands (FSÍ), sem á tæplega helmingshlut í N1 og Promens, allt hlutafé í Icelandic Group, 79 prósent í Vodafone, 75 prósent í Advania og tólf prósenta hlut í Ice- landair. Þá á bankinn eignarhaldsfélagið Horn, sem var fært inn í systurfélagið Landsbréf fyrr á þessu ári. Þar inni eru meðal annars hlutur í Eimskip, helm- ingshlutur í Promens, hlutur í Stoðum (áður FL Group), og 12,5 prósenta hlutur í Eyri Invest, stærsta einstaka eiganda Marels. Auk þess á Landsbankinn sjálfur 13 prósenta hlut í Marel. Landsbanki: Enn ekki ljóst hvernig uppgjörið endarKaupþing: Eiga í Klakka og Bakkavör skírteini (e. profit participation notes) sem eru síðan seld viðskipta- vinum sjóða hans. Samkvæmt árs- reikningi Burlington fyrir árið 2011, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, hafa alls verið gefin út, og seld, slík skírteini fyrir 1.923 millj- ónir dala, eða tæplega 250 millj- arða króna á gengi dagsins í dag. Fyrir þessa gríðarlega háu upphæð hefur sjóðurinn keypt skuldabréf og hlutabréf. Hlutdeildarskírteinin voru skráð í írsku kauphöllina 2010 og geta því afar auðveldlega skipt um eigend- ur. Því er ómögulegt að festa fingur á hverjir eru endanlegir eigendur þeirra krafna sem Burlington á. Í ársreikningnum kemur fram að hlutdeildarskírteinin verði gerð upp eftir fimm ár hið minnsta. Því er ljóst að þar er horft til lengri tíma en allra óþolinmóðustu kröfu- hafarnir sem keyptu kröfur á bank- ana gera. 38 prósent á Íslandi Í ársreikningnum kemur fram að 38 prósent allra fjárfestinga sjóðs- ins hafi verið á Íslandi. Það þýðir að hann hafi fjárfest hérlendis fyrir rúmlega 94 milljarða króna. Stærst- ur hluti fjárfestinga Burlington er í fjármálafyrirtækjum. Sú fjárfesting hefur vaxið jafnt og þétt. Árið 2009, á fyrsta starfsári Burlington, fjárfesti sjóðurinn fyrir um 317 milljónir dala á Íslandi, eða um 41 milljarð króna. Árið eftir meira en tvöfölduðust fjárfestingar Burlington á Íslandi og voru um 700 milljónir dala, 90 milljarðar króna, í lok árs 2010. Í fyrra virðist síðan hafa hægst töluvert á. Vert er að taka fram að þær tölur sem rætt er um hér að ofan eru umfang þeirra peninga sem hefur verið eytt í að kaupa kröfur á íslenska aðila. Á árinu 2009 og fram- an af árinu 2010 voru slíkar kröfur seldar á mjög lágu verði af kröfu- höfum sem vildu ekki bíða eftir upp- gjöri þrotabúa gömlu íslensku bank- anna heldur fá eitthvað fyrir sinn snúð strax. Sjóðir á borð við Burl- ington keyptu þær kröfur í þeirri von að virði þeirra myndi hækka þegar fram liðu stundir. Gríðarleg arðsemi Viðmælendur Fréttablaðsins telja nær öruggt að það muni fást á bilinu 25 til 30 prósent upp í almennar kröfur á bæði Glitni og Kaupþing. Miðað við þann tíma sem Burlington keypti kröf- ur sínar á bankana tvo er ljóst að virði þeirra hefur margfaldast og eigendur hlutdeildarskírteina geta búist við því að fá mikla ávöxtun á fjárfestingu sína, enda keyptu þeir þorra krafna sinna á hrakvirði. Glitnir: Eftir miklu að slægjast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.