Fréttablaðið - 17.11.2012, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 17.11.2012, Blaðsíða 50
FÓLK| Logi skiptum þessu með okkur. Auðvitað kem- ur fyrir að hlutirnir standa tæpt og stundum tek ég eftir að maðurinn minn er bæði með úfið hár og skakkt bindi í fyrstu frétt kvöldsins.“ Þau Svanhildur og Logi gæta þess að rækta hjónabandið í annasamri tilveru. „Við hittumst í hádeginu svo við rekumst ekki bara hvort á annað yfir uppvaskinu eða háttatíma barnanna. Þannig er það eflaust hjá flestum með lítil börn; mikill tími sem fer í vinnu bæði úti og á heimili.“ Svanhildur sagði skilið við sjónvarpsstörf 2009. „Þetta var orðið gott í bili en ég mun aldrei losna við fjölmiðlabakteríuna.“ Hún segist ánægð í starfi sínu nú en áður var hún framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðis- flokksins. „Það starf kom upp í hendurnar á mér á umbrotatímum, þegar flestir voru með andstyggð á pólitík. Þá þótti mér spennandi að takast á við þá hugsjón mína að geta kannski gert gagn en ég geng þó ekki með þingmann í maganum.“ Svanhildur er lögfræðingur en segist ekki hafa íhugað alvarlega störf á þeim vettvangi. „Lögfræðin nýtist vel í starfi mínu á þinginu og ég er ekki viss um að mér þætti þægilegt að vera í því án þeirrar grunnþekkingar sem lög- fræðin er. Ég ætlaði sem unglingur að verða lögfræðingur en dró að skrifa lokaritgerðina þar sem sumarstarf á Ríkisútvarpinu vatt upp á sig. Áður en ég vissi af var ég fastráðin í morgunútvarpi Rásar 2 sem er skemmtilegasta vinna í heimi. Mælikvarði á það er að ég er B- manneskja og mundi aldrei vakna klukkan hálf- fimm af sjálfsdáðum nema fyrir morgunútvarp- ið, börnin mín og flug til útlanda.“ Þegar tal berst að B-manneskju koma hrekkir upp í hugann. Svanhildur fær nefnilega hug- myndir að hrekkjum um nætur rétt eins og Logi sem skrifaði Handbók hrekkjalómsins. „Ég hlæ manna mest að hrekkjunum hans Loga og gott fyrir hann að hafa klappstýru heima. Ég læt hann líka vita ef hann fer yfir strikið. Mér þykja hrekkjalómar heillandi því þeir lífga upp á gráma hvunndagsins með græskulausu gamni,“ segir Svanhildur sem hrekkir stundum með Loga. „Þá hlæjum við okkur máttlaus enda er mjög oft gaman hjá okkur. Það er máltæki á okkar heimili að maður verði að vera léttur.“ ■ thordis@365.is HLÚA AÐ HJÓNALÍFI Svanhildur og Logi hitt- ast gjarnan í hádeginu til að rekast ekki bara á hvort annað yfir upp- vaskinu heima enda bæði önnum kafin. MYND/ANTON ■ FRAMHALD AF FORSÍÐU GÓÐIR GRANNAR Svanhildur og Logi búa í sama húsi og Sigurður Kári Kristjánsson, sjálf- stæðismaður og lögfræðingur, og kona hans Birna Bragadóttir. „Það er gaman að búa undir sama þaki og vinir manns. Við erum með börn á sama aldri og mikill samgangur á milli hæða. Það er mikið öryggisnet að húsið sé eiginlega aldrei tómt. Við brúum því oft bilið hvert fyrir annað í amstri dagsins.“25 ár á Íslandi 20% afsláttur af öllum vörum alla helgina • Happdrætti • Blöðrur • Gjafir Laugardag kl 13-16 er boðið upp á: • Djús/drykkir fyrir börn og fullorðna • Nammipokar Fæst í apótekum, heilsubúðum og stórmörkuðum www.gengurvel.is BELLAVISTA náttúruelgt efni fyrir augun, ríkt af lúteini og bláberjum NÁTTBLINDA HELGIN Hópur stórsöngvara kemur fram á sérstökum samstöðu- og styrktartónleikum í Hofi, menningarhúsinu á Akureyri á morgun kl. 16. Allur ágóði tónleikanna rennur í styrktar- söfnun sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur. Söfnunin er fyrir þá bændur sem urðu fyrir áföllum í óveðrinu er gekk yfir Norðurland í september síðastliðnum. Tónleikarnir verða hátíðlegir en sérstakir heiðursgestir verða forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson, sem mun flytja ávarp, og Dorrit Moussaieff. Á tónleikunum koma fram þau Kristján Jó- hannsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Valgerður Guðrún Guðnadóttir, Gissur Páll Gissurarson, Jón Svavar Jósefsson, Unnur Helga Möller, Hörn Hrafnsdóttir, Rósalind Gísladóttir, Guð- rún Dalía Salómonsdóttir og Anna Guðný Guð- mundsdóttir. Allir listamenn gefa vinnu sína til stuðnings verkefninu. Mikið tjón varð hjá bændum á Norðurlandi í óveðrinu, 9.-11. september síðastliðinn. Áætlað er að 224 jarðir hafið orðið fyrir tjóni. Á þessum bæjum týndust 6.318 lömb og 3.105 ær, þ.e. fjárfjöldi alls 9.423. Þá hafa 50 nautgripir farist og 132 kílómetrar af girðingum eru skemmdir, illa farnir eða ónýtir. Þeim sem vilja leggja bændum lið er bent á söfnunarreikning nr. 0161-15-380370, kt. 630885-1409, í Landsbankanum á Sauðárkróki. FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 | Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 | Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 STÓRSÖNGVARAR SAFNA FYRIR BÆNDUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.