Fréttablaðið - 17.11.2012, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 17.11.2012, Blaðsíða 47
KYNNING − AUGLÝSING Spjaldtölvur17. NÓVEMBER 2012 LAUGARDAGUR 3 Það er ekkert hægt að orða það öðru-vísi en svo að það hefur hreinlega orðið sprenging í spjaldtölvusölu á þessu ári og nú fyrir jólin. Við höfum und- anfarna daga verið að selja spjaldtölvur í hundraðatali sem ætlaðar eru til jólagjafa,“ segir Gunnar Jónsson, sölu- og markaðs- stjóri Tölvulistans. „Stærsta skýringin liggur í því að verðið hefur stórlækkað vegna auk- innar eftirspurnar og framleiðslu. Nú erum við til dæmis fyrir jólin að bjóða tíu tommu spjaldtölvu með Android 4.0 og Google Play á 19.990 sem kostaði tvöfalt meira fyrir jólin í fyrra.“ Gunnar segir framboð á spjaldtölvum aldrei hafa verið meira og að eftirspurnin aukist með hverjum mánuði. „Það er fróð- legt að fylgjast með þróuninni á spjald- tölvumarkaðnum þessa dagana. Vöxturinn er mikill. Það helgast ekki síst af því að þeir sem eiga spjaldtölvur eru hæstánægðir með þær og sú ánægja virðist vera að spyrjast hratt út. Með auknum vinsældum sjáum við bæði meiri breidd í úrvalinu og aukin gæði.“ Vinsælar fyrir börn og unglinga „Vegna þeirrar verðlækkunar sem við sjáum á spjaldtölvum finnum við fyrir miklum áhuga frá foreldrum að gefa spjaldtölvur í jólagjafir. Hægt er að fá sjö tommu spjald- tölvu hjá Tölvulistanum frá 13.990 sem gerir þær ódýrari en mörg leikföng sem eru í boði í leikfangaverslunum. Kosturinn við spjald- tölvurnar er að þær eru eigulegar og endast oft betur en leikföngin auk þess sem nota- gildið er margfalt meira. Í spjaldtölvum er hægt að nálgast og spila þúsundir ókeyp- is leikja, hlusta á tónlist, fara á YouTube og Face book, vafra á netinu, lesa rafbækur, taka myndir og horfa á bíómyndir. Og ekki spill- ir fyrir að geta haft tölvuna út af fyrir sig og farið með hana hvert sem er. Spjaldtölvurn- ar hafa reynst vera góður ferðafélagi,“ segir Gunnar. Bæði Android og iOS fyrir Apple bjóða mikið magn af öppum eða smáforrit- um sem ýmist eru ókeypis eða ódýr. „Það hefur verið mikil jákvæð umræða undan- farið um gagnsemi spjaldtölva í skólastarfi. Það skemmtilega við spjaldtölvur er að þær eru ekki einungis leiktæki heldur hafa líka mikið fræðslugildi vegna ótal smáforrita sem þroska og fræða.“ iPad og iPad mini iPad frá Apple eru meðal vinsælustu spjaldtölvanna hjá Tölvulistanum og fyrir skemmstu kynnti fyrirtækið til sögunnar nýja spjaldtölvu sem vakið hefur mikla og verðskuldaða athygli að sögn Gunnars. „Það hefur ríkt mikil eftirvænting eftir iPad mini og hann stendur svo sannarlega undir vænt- ingum og salan hefur farið vel af stað. Það sem viðskiptavinir hafa verið ánægðastir með er að hún er nettari og meðfærilegri en iPad en munurinn á skjástærðinni er minni en maður hefði haldið þar sem hann er þrátt fyrir allt rétt um átta tommur. Og ekki spillir fyrir að ódýrasta gerðin af honum er komin undir sextíu þúsund.“ Fyrsta spjaldtölvan frá Google Að sögn Gunnars átti Google sterka inn- komu inn á spjaldtölvumarkaðinn fyrir nokkrum vikum með nýrri sjö tommu spjaldtölvu sem kallast Nexus 7 sem fram- leidd er af Asus. Tækjatímaritið T3 valdi hana nýverið spjaldtölvu ársins 2012 og Asus tölvuframleiðanda ársins. „Við erum mjög hrifnir af Nexus 7-spjaldtölvunni sem er í hæsta gæðaflokki. Hún kemur með nýj- asta Android Jelly Bean-stýrikerfinu og ein- staklega hraðvirkum örgjörva. IPS-snerti- skjárinn tryggir einstaklega mikla litadýpt og upplausnin er í háskerpu. Við erum að ná 32GB útgáfunni niður fyrir fimmtíu þús- und sem gerir hana ein bestu kaupin með hliðsjón af gæðum. Hún verður eflaust ein af vinsælustu spjaldtölvunum fyrir jólin.“ Windows 8 fyrir spjaldtölvur Í lok október kynnti Microsoft til sögunnar nýja Windows 8-stýrikerfið. Helsta nýjung- in í Windows 8 felst í því að í fyrsta sinn er með einu stýrikerfi hægt að tengja saman borðtölvur, fartölvur, spjaldtölvur og snjall- síma. Eitt stýrikerfi og mörg tæki. Tölvulist- inn flutti inn fyrstu Windows 8-spjaldtölv- una frá Toshiba og að sögn Gunnars er von á breiðari línu á næstu dögum. „Nýjungarnar sem koma með Windows 8 eru vægast sagt mjög spennandi. Microsoft hefur ávallt lagt höfuðáherslu á notagildi og nú í fyrsta sinn getur spjaldtölvan verið framlenging af far- tölvunni eða borðtölvunni og hægt að kom- ast í forritin og gögnin sín hvar sem er. Það er mikil bylting fyrir þá sem nota spjaldtölv- una í daglegum störfum. Þetta hefur í för með sér að vélbúnaðurinn er öflugri í Win- dows 8. Á næstu vikum eigum við til dæmis von á spjaldtölvum með hinum vinsælu i3, i5 og i7 örgjörvum frá Intel. Auk þess er hægt að nálgast þúsundir ókeypis smáfor- rita í gegnum stýrikerfið. Windows 8-spjald- tölva sameinar því bæði skemmtanagildi og notagildi.“ Sprenging í spjaldtölvusölu Tölvulistinn er með eitt mesta úrval landsins af spjaldtölvum frá framleiðendum á borð við Asus, Toshiba, Apple, Acer og United. Fjölbreytnin er mikil og nú fyrir jólin verður hægt að velja úr yfir tuttugu gerðum af spjaldtölvum frá 13.990 krónum. Gunnar Jónsson, sölu- og markaðsstjóri Tölvulistans, segir framboð á spjaldtölvum aldrei hafa verið meira og að eftirspurnin aukist með hverjum mánuði. MYND/GVA GALAXY NEXUS7 FRÁ 49.990 ● Fyrsta spjaldtölvan frá Google. ● Valin spjaldtölva ársins 2012 af tímaritinu T3. ● Fjögurra kjarna 1.3GHz NVIDIA Tegra 3 örgjörvi. ● Android Jelly Bean-stýrikerfið. ● GeForce Tegra 3 skjákort. ● 1GB í vinnsluminni og einstak- lega skýr 7“ IPS háskerpuskjár. ● Allt að 10 tíma rafhlöðuending. ● GPS-nemi, ljósnemi, Gyroscope, Magnaometer. 10“ SPJALDTÖLVA Á 19.990 ● 10“ Sharper Image-spjaldtölva með 1.2GHz Cortex A8-örgjörva og 8GB minni. ● 4GB innbyggt Flash-minni og 4GB MicroSD-minniskort fylgir. ● 16:9 snertiskjár með 1024x600 punkta upplausn og Capacitive multi-touch snertitækni. ● Android 4.0 Ice Cream Sand- wich. ● Myndavél að framan og aftan. ● Allt að 10 tíma rafhlöðuending. ● Vegleg taska og heyrnartól fylgja. IPAD MINI FRÁ 59.990 ● Nýjasta spjaldtölvan frá Apple. ● Allt það besta úr iPad er líka í iPad mini. ● Skarpur og fallegur skjár, hraði og mikil afkastageta. ● iSight og FaceTime HD myndavél, hundruð þúsunda for- rita í App Store og allt að 10 klst. rafhlöðuending. ● Kemur í svörtu og hvítu, Wi-Fi eða 4G. ● Þrjár mismunandi stærðir 16GB, 32GB og 64GB. ● Fer vel í hendi og er þægilega nettur á ferðinni. IPAD 4. KYNSLÓÐ ● iPad eru vinsælustu spjaldtölvur heims af góðri ástæðu. ● Retina-skjárinn í nýjustu útgáfu iPad er einstakur í alla staði með 3,1 milljón pixla upplausn, skerpu og litadýpt sem erfitt er að keppa við. ● Nýr A6X-örgjörvi, ofurhröð þráðlaus tækni og 10 tíma raf- hlaða. ● Tvær myndavélar, iSight og FaceTime. ● Hægt að taka ljósmyndir á 5 megapixla flögu og myndbönd í 1080p háskerpugæðum. WINDOWS 8 SPJALDTÖLVA ● Fyrsta Windows 8-spjaldtölva Tölvulistans. ● Eitt stýrikerfi sem tengir mörg tæki. ● Vinsælt að nota spjaldtölvuna bæði í vinnu og til skemmtunar. ● Öflugur fjögurra kjarna Tegra 3-örgjörvi, 64GB minni og 10,1“ hágæða IPS-skjár. ● Innbyggt GeForce 3-skjákort tryggir frábæra grafíkvinnslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.