Fréttablaðið - 17.11.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.11.2012, Blaðsíða 8
17. nóvember 2012 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8 J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Velkomin í næsta útibú eða hringdu í okkur í síma 410 4000. 10,4% Sparibréf löng er ríkisskuldabréfasjóður sem árfestir í löngum skuldabréfum, verð- tryggðum sem óverðtryggðum, með ábyrgð íslenska ríkisins. Afburða ávöxtun Fyrirvari: Sparibréf löng er verðbréfasjóður samkvæmt lögum nr. 128/2011 og lýtur eirliti Fjármálaeir- litsins. Landsbréf hf. er rekstrarfélag sjóðsins og Landsbankinn hf. vörslufélag hans. Áhætta fylgir ávallt ár- festingu í sjóðum þar sem gengi þeirra getur bæði hækkað og lækkað. Ávöxtun í fortíð gefur ekki endilega vís- bendingu um framtíðarávöxtun. Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna í útboðslýsingu eða útdrætti úr henni á landsbankinn.is eða á landsbref.is. *Ávöxtun miðað við 31.10.2012. Fjárfestingaflokkar Sparibréf löng - 1 árs nafnávöxtun* RÍ K IS TR YG GÐ SKULDA B R ÉF Ríkisskuldabréf Innlán / Reiðufé90-100% 0-10% VIÐSKIPTI Hlutabréf í Eimskip voru tekin til viðskipta á aðal- markaði Kauphallarinnar í gær. Eimskip er þriðja nýja félagið sem skráð er í Kauphöllina frá bankahruni en það fylgir á eftir Högum og Regin. Við lokun markaða í gær var verð bréfa félagsins 225 krónur á hlut. Í útboði á bréfum í félaginu voru þau seld á 208 krónur á hlut og því hækkaði verðið um ríflega 8% í gær. Heildarviðskipti með bréfin voru tæplega 275 milljónir í gær. - mþl Eimskip skráð á markað: Viðskipti hafin með Eimskip BJÖRGUN Flutningaskipið Pól- foss, sem er í eigu Eimskips, slapp óskemmt eftir að hafa strandað á sandgrunni suður af bænum Sandnessjöen í Noregi í gærmorgun. Dráttarbátur náði Pólfossi af strandstað á flóði og sigldi skipið fyrir eigin vélarafli til hafnar þar sem teknar voru skýrslur af áhöfninni. Slysið vildi þannig til að stýri- maðurinn sofnaði við stýrið á leiðinni til Álasunds. Farmur skipsins er 1.800 tonn af frosnum sjávarafurðum. Búist var við að skipið héldi leiðar sinnar í dag. Ólafur Hand, upplýsinga- fulltrúi Eimskips, sagði í sam- tali við Fréttablaðið að allir í áhöfninni, níu menn, hafi sloppið ómeiddir. Skipið var smíðað 2008 og sinn- ir strandsiglingum í Noregi með sjávarafurðir til Evrópu. - þj Flutningaskipið Pólfoss: Óskemmt eftir strand í Noregi Í STRAND Flutn- ingaskipið Pólfoss skemmdist ekkert í strandi í Noregi í gær. NOREGUR SVÍÞJÓÐ FINNLAND MENNING Frægur veiðikofi fjöllistamannsins Guðmund- ar Einarssonar frá Miðdal við Stóru-Laxá í Hreppum verð- ur endurgerður í upprunalegri mynd. Um samstarfsverkefni Veiðifélags Stóru-Laxár og leigu- taka árinnar, Lax-ár, er að ræða, en kofinn hefur öðlast sess sem eitt helsta kennileiti árinnar í huga veiðimanna sem venja komur sínar á veiðisvæðið. Árni Baldursson er leigutaki Stóru-Laxár. „Þetta er svona gæluverkefni Veiðifélags Stóru- Laxár og okkar. Ætlunin er að gera húsið upp í sinni uppruna- legu mynd, enda er þarna mikil saga og margar skemmtileg- ar minningar frá Veiðifélag- inu FLUGAN. Þetta á að verða minnsta sögusafn á Íslandi; en líka lítil kaffistofa þar sem gest- ir og gangandi geta hellt sér upp á te eða kaffi á kamínu eins og var notuð í gamla daga. Þarna verð- ur tækifæri til að skoða gamlar myndir og til að glugga í bækur, svo eitthvað sé nefnt. Veiðimenn geta svo hallað sér þarna í hvíld- inni þegar þeir eru að veiða Hrunakrók og upplifað stemn- inguna á þessum fallega stað,“ segir Árni. Esther Guðjónsdóttir, formaður Veiðifélags Stóru-Laxár, segir að unnið verði að endurgerð veiði- kofans í vetur, og vonir standi til að kofinn verði tilbúinn í vor. Þúsundþjalasmiðurinn Guð- mundur Magnússon á Flúðum mun sjá um vinnuna, segir Est- her; megnið af timbrinu er heilt þó gólfið sé ónýtt og bárujárns- klæðningin. „Allt verður notað aftur sem er heilt. Við munum flytja kofann og hann gerður upp á Flúðum, og svo verður farið með hann aftur á sinn stað í vor,“ segir Esther. Saga kofans er merkileg. Upp- haflega var hann settur upp sem varðkofi við Ölfusárbrú í stríðinu en upp úr 1940 fluttu Guðmund- ur frá Miðdal og félagar hans húsið upp á Hrunakrók og nýttu það í mörg ár þegar haldið var til veiða. Húsið verður trúlega minnsta veiðihús landsins en til- koma þess kærkomin veiðimönn- um, helst fyrir þær sakir að um tíu kílómetrar eru í næsta veiði- hús í Laxárdal. „Sagan um veiðina og húsið er stórskemmtileg og merkileg fyrir veiðimenn og verður tekin saman í vetur og gerð aðgengileg í kofanum næsta sumar,“ segir Esther. svavar@frettabladid.is Verður athvarf og sögusafn Veiðikofi Guðmundar frá Miðdal við Stóru-Laxá verður endurgerður í vetur. Sett verður upp lítil sögusýning, auk þess sem veiðimenn fá kærkomna aðstöðu. Var fyrst varðkofi við Ölfusá í seinni heimsstyrjöld. Þetta á að verða minnsta sögusafn á Íslandi; en líka lítil kaffistofa þar sem gestir og gangandi geta hellt sér upp á te eða kaffi á kamínu eins og var notuð í gamla daga. Þarna verður tækifæri til að skoða gamlar myndir og til að glugga í bækur, svo eitthvað sé nefnt. Árni Baldursson, leigutaki Stóru-Laxár KOFINN HANS GUÐMUNDAR Kofinn er um níu fermetrar með koju, hillum og bekkjum. Nýja kamínu þarf að kaupa en sú gamla, sem fengin var úr ónefndu skipi, er horfin. MYND/ÁRNI BALDURSSON LÁGT TIL LOFTS Hér má sjá fletið sem Guðmundur gerði sér oft að góðu dögum saman. MYND/BJÖRGÓLFUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.