Fréttablaðið - 30.11.2012, Side 42

Fréttablaðið - 30.11.2012, Side 42
4 • LÍFIÐ 30. NÓVEMBER 2012 Söng- og leikkonan Þórunn Lárusdóttir flutti ásamt manni og tveimur börnum úr stóru húsi í Vesturbæ Reykjavíkur í 80 fm hæð í Vogahverfinu og hefur aldrei liðið betur. Í Heimsókn annað kvöld bankar Sindri Sindrason upp á hjá Þórunni, en þáttur- inn er í opinni dagskrá strax að loknum fréttum á Stöð 2. ÞÓRUNN HEIMSÓTT Sigríður Jónsdóttir eða Systa rekur heildverslun sem selur fallega muni til heimilisins. Systa er mikið jólabarn og hefur gaman af einföldum og fallegum hlutum. Hjá henni tekur öll fjölskyldan þátt í að skreyta saman. Systa segir ekki alltaf nauðsynlegt að kaupa allt nýtt; oft leynist meira en mann gruni í jólakössunum og hressa megi upp á gamalt eða bæta við könglum og öðru úr náttúrunni. Systa sýnir hér einfaldan og fljótlegan krans. NÝTTU GAMLA DÓTIÐ Í NÝJA KRANSINN 1. Það sem til þarf er aðventubakki, 4 stk. handmálaðar viðarkúlur, 4 stk. aðventupinnar og 4 stk. kerti sem kemur allt frá Affari. 2 stk. könglar, mosi, snjór og stjörnuanís. 2. Mosa, könglum og jólakúlum komið fyrir. Aðventupinnum komið fyrir í kertum. 3. Öllu raðað saman og ég fann til gamlan rússneskan jólakall sem passaði með. 4. Dreifði snjó og stjörnuanís yfir. Einfalt og fallegt. Lítill tilkostnaður. Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | Sími 551 6646 Föstudagur 30. nóvember 10:00- 20:00 Laugardagur 1. desember 11:00-18:00 Sunnudagur 2. desember 13:00-17:00 OPNURNAR TÍMI:

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.