Fréttablaðið - 30.11.2012, Page 48

Fréttablaðið - 30.11.2012, Page 48
KYNNING − AUGLÝSINGSpil FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 20122 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512-5432 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Ein gerð spila sem notið hefur mikilla vinsælda um allan heim undanfarin ár er spunaspil. Um hlutverkaleik er að ræða þar sem þátttakendur eru tveir til fimm. Einn þátttakenda leikur hlutverk sögumanns og hinir eru spilendur í ævin týrinu. Ágúst Þorvaldsson, starfsmaður Nexus, er einn þeirra sem spilað hafa spunaleik í mörg ár. Hann segir best að útskýra spunaleik þannig að spilendur séu persónur í sjónvarpsseríu þar sem sögu- maður sé leikstjórinn. „Þátttak- endur vinna saman í því að búa ævintýrið til. Skemmtunin er fólgin í því að sá sem býr söguna til kemur með eitthvert atvik eða vandamál og leikmenn þurfa að finna lausn á því, hvort sem það er að berjast við innrás frá drýslum eða leysa glæpamál. Skemmt unin liggur í því að spilið hefur engin bein takmörk nema þau sem þátt- takendur setja sér sjálfir. Um leið er eina leiðin til að tapa þegar persóna manns deyr eða nær ekki takmarki sínu í spilinu. Annars hafa spilin sjálf ekki formlegan endi heldur halda áfram enda- laust eins og uppáhaldssjónvarps- serían þín.“ Bækur búa til heiminn Ágúst segir teninga notaða til að halda spilinu gangandi. Hann segir að ef spunaspil er spilað og hægt er að leysa öll vandamál án þess að mistakast verði engin spenna til staðar. Þar komi ten- ingurinn inn í myndina. „Í raun er þetta svolítill samkvæmis leikur. Nokkrir aðilar taka þátt sem spil- endur og hver og einn skráir hvað persónan hans getur og getur ekki gert. Það sem spilendur geta ekki gert er búið að tölusetja og þegar teningnum er kastað er at hugað hvort talan sem kemur upp er fyrir ofan eða neðan töluna hjá spilaranum. Þannig afmarka tölurnar og teningurinn næstu skref í leiknum. Síðan eru yfirleitt til bækur sem búa til umgjörð um leikinn. Þær eru í raun reglur um heiminn sem spilað er í. Væru þær ekki til staðar gætu persónurnar gert hvað sem er og þá væri lítið gaman.“ Eykur sköpunargleði Vinsælasti spunaleikur heims að sögn Ágústs er Dungeons & Dra- gons, sem er bæði elsta spuna- spilið og það þægilegasta fyrir byrjendur. Ágúst segir spuna- spil til þess fallin að örva fólk til að leysa ýmis vandamál og um leið að auka ímyndunar gáfuna og sköpunargleðina. „Það er mikið af fólki sem spilar spuna- spil hér á landi og þetta er fólk á öllum aldri og af báðum kynjum. Sjálfur byrjaði ég að spila sextán ára gamall og er enn að 27 ára gamall.“ Hann segir spunaspil líka vera skemmtilega afsökun til að hitta vini sína. Hverju spili er skipt niður í litla hluta og vinir hittist gjarnan aftur og aftur til að halda áfram með spilið. „Vina- hópur minn notar spilið sem af- sökun til að hittast. Konurnar hafa saumaklúbba en við höfum spunaspilið. Annars fer ekki allt kvöldið í að spila heldur bara hluti þess. Yfirleitt fer stærri hluti kvöldsins í spjall um spilið, ævin- týrið og um hvað hægt er að gera við persónurnar.“ Barist við dreka og drýsla Spunaspil hafa notið mikilla vinsælda um allan heim undanfarin ár. Þar leysa þátttakendur ýmis vandamál sem sögumaður spilsins býr til. Bækur tengdar spunaspilinu búa til ramma utan um ævintýrið en spilið sjálft getur tekið marga daga. Dungeons & Dragons er vinsælt spuna- spil. MYND/ÚR EINKASAFNI Teningurinn heldur spilinu gangandi. MYND/ANTON „Þátttakendur vinna saman í því að búa ævintýrið til,“ segir Ágúst Þorvaldsson spunaspilari. MYND/ANTON MARGRÉT HIN HAGA SKAR ÚT LEWISTAFL MENNINA Samkvæmt kenningu Guð- mundar G. Þórarinssonar, verk- fræðings og skákmanns, voru Lewis-taflmennirnir svokölluðu skornir út úr rostungstönnum af Margréti hinni högu og teymi hennar í Skálholti 1180-1200, í smiðju Páls Jónssonar biskups. Lewis-taflmennirnir eru sagðir vera dýrmætustu taflmenn sögunnar og taldir meðal fimm merkustu forngripa í eigu Breska þjóðminjasafnsins. Lengi var talið að taflmennirnir hefðu verið skornir út í Þrándheimi, en þeir fundust árið 1830 á Lewis- eyju við Skotland. Sjá www.skalholt.is. Langholtsvegur 126 · 104 Reykjavík · Sími 553 3450 · www.spilavinir.is Opið 11-18 virka daga og 11-15 laugardaga hjá okkur spilin Þú færð Se nd um um al lt l an d ww w. sp ila vin ir.i s

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.