Fréttablaðið - 30.11.2012, Page 65

Fréttablaðið - 30.11.2012, Page 65
Birting viðauka við lýsingu Fjarskipta hf. Almennt útboð 3. desember til og með 6. desember 2012 Í tengslum við almennt útboð skv. 43. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti á hlutabréfum í Fjarskiptum hf. (hér eftir „Fjarskipti“ eða „félagið“) og umsókn félagsins um töku allra hlutabréfa í Fjarskiptum til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. (hér eftir „Aðalmarkaður Kauphallarinnar“), hafa Fjarskipti birt viðauka, dagsettan 29. nóvember 2012, við lýsingu félagsins, dagsetta 19. nóvember 2012 sem samanstendur af samantekt, verðbréfalýsingu og útgefandalýsingu, allt dagsett 19. nóvember 2012 (hér eftir nefnt „Lýsingin“). Viðaukinn er útbúinn í samræmi við ákvæði 1. mgr. 46. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, en samkvæmt þeim ber útgefanda verðbréfa að tilkynna um mikilvægar nýjar upplýsingar, veigamikil mistök eða ónákvæmni er varðar upplýsingar í lýsingu, sem máli geta skipt við mat á verðbréfunum, á tímabilinu frá því að lýsing er staðfest og þar til útboði lýkur eða, ef við á, þar til viðskipti með verðbréfin á Aðalmarkaði Kauphallarinnar hefjast. Viðaukann skal lesa í samhengi við Lýsinguna og mynda skjölin eina órjúfanlega heild. Komi ekki annað fram skulu öll hugtök og lögheiti sem viðaukinn inniheldur hafa sömu merkingu og í Lýsingunni. Við birtingu viðaukans verður hann hluti af Lýsingunni. Lýsingin, ásamt viðaukanum, er gefin út á íslensku og birt á vefsíðu félagsins, www.vodafone.is. Útprentuð eintök af Lýsingunni, ásamt viðaukanum, má jafnframt nálgast í höfuðstöðvum Fjarskipta að Skútuvogi 2, 104 Reykjavík. Lýsingin, ásamt viðaukanum, verður aðgengileg næstu 12 mánuði. Viðaukinn er birtur í tengslum við úrskurð Eftirlitsstofnunar EFTA vegna kvörtunar á meintri ólögmætri ríkisaðstoð, nýjar upplýsingar um þróun í ágreiningsmáli félagsins og Farice og nýjar upplýsingar um þróun í ágreiningsmáli félagsins og Tals, allt framangreint tekur til umfjöllunar í kafla 1.3.6. Ágreinings- og dómsmál í útgefandalýsingu félagsins. Enn fremur er í viðaukanum getið um hagsmunatengsl sem láðist að nefna á milli framkvæmdastjóra hjá Fjarskiptum og stjórnarmanns í Framtakssjóði Íslands slhf. Tekur það til umfjöllunar í kafla 5.6. Hagsmunaárekstrar stjórnar og framkvæmdastjórnar í útgefandalýsingu félagsins. Loks er getið breytinga á skilmálum útboðs félagsins sem tekur til umfjöllunar í m.a. kafla 4 Skilmálar og skilyrði almenns útboðs í verðbréfalýsingu félagsins. Nákvæmar upplýsingar um breytingarnar eru útlistaðar í viðaukanum. Skilyrði og skipulag almenns útboðs Almennt útboð fer fram í tveimur hlutum, lokuðum hluta sem völdum fjárfestum verður boðin þátttaka í og opnum hluta sem öllum sem uppfylla þátttökuskilyrði er heimil þátttaka (hér eftir nefnt „Útboðið“). Í lokaða hluta útboðsins skulu fjárfestar skila inn áskriftartilboðum og skulu þau þannig fram sett að verð hvers hlutar sé á bilinu 28,8 til 33,3 kr. á hvern hlut. Lágmarksfjárhæð áskriftartilboða skal vera 50 milljón krónur að kaupverði. Opinn hluti almenns útboðs félagsins fer fram frá kl. 10:00 þriðjudaginn 4. desember og stendur til kl. 16:00 fimmtudaginn 6. desember 2012. Seljandi í opna hluta útboðsins mun bjóða til sölu á bilinu 33.564.520 áður útgefna hluti í Fjarskiptum, sem svarar til 10% heildarhlutafjár félagsins. Aðrir 33.564.520 hlutir verða einnig boðnir til sölu hvort heldur í opna eða lokaða hluta útboðsins. Lágmarksáskrift er 50 þúsund krónur að kaupverði. Útboðsgengið í opna hluta útboðsins verður ákvarðað með hliðsjón af eftirspurn í lokaða hluta útboðsins sem haldið verður á mánudeginum 3. desember 2012. Endanlegt útboðsgengi verður tilkynnt eigi síðar en fyrir miðnætti mánudaginn 3. desember2012. Öll hlutabréf í opna hluta almenna útboðsins verða boðin til sölu á þessu sama útboðsgengi. Skilyrði fyrir þátttöku í opna hluta útboðsins eru að þátttakendur hafi íslenska kennitölu og séu fjárráða. Áður en tekin er ákvörðun um fjárfestingu í hlutabréfum í Fjarskiptum eru fjárfestar hvattir til að kynna sér allar upplýsingar í Lýsingunni í heild og skilmála útboðsins sem þar koma fram. Markmið Fjarskipta og seljenda er að útboðið geri Fjarskiptum kleift að uppfylla skilyrði reglna Kauphallarinnar fyrir útgefendur fjármálagerninga, dagsettar 1. desember 2009, um dreifingu hlutafjár. Er þá bæði horft til þess að almenningur og fag- og stofnanafjárfestar eignist hlut í félaginu. Það er jafnframt markmið seljenda að hámarka söluverðmæti hluta sinna í félaginu. Seljandi mun falla frá útboðinu samþykki Kauphöll ekki fyrirliggjandi umsókn félagsins um töku hlutabréfa í því til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallarinnar sem og ef skilyrðum um nægjanlega dreifingu hlutafjár er ekki náð. Seljandi áskilur sér enn fremur rétt til að falla frá útboðinu ef öðrum markmiðum hans er ekki náð með útboðinu. Niðurstöður útboðsins munu liggja fyrir eigi síðar en fyrir miðnætti föstudaginn 7. desember 2012. Kauphöllin mun tilkynna um fyrsta dag viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallarinnar, en fyrsti dagur viðskipta getur þó ekki orðið fyrr en þann 18. desember 2012. Nánari upplýsingar Nánari upplýsingar um Fjarskipti og skilmála almenna útboðsins má finna í Lýsingu Fjarskipta og viðauka við hana. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. hefur umsjón með útboðinu og því ferli að fá hluti félagsins tekna til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallarinnar. Íslandsbanki hf. veitir nánari upplýsingar um útboðið í síma 440 -4900 á milli kl. 09:00 og 18:00 dagana 4. desember til og með 6. desember 2012. Reykjavík, 30. nóvember 2012 Stjórn Fjarskipta hf.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.