Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 6
6 FJARDARPÓSTURINN Breytingar á lánafyrirkomulagi hafa gjörbreytt aðstæðum segja Magnús Emilsson, hjá Hraunhamri og Sveinn Sigurjónsson, hjá Valhús. Með nýju fyrirkomulagi á úthlut- un húsnæðislána hafa miklar breyt- ingar orðið á fasteignamarkaðn- um. Með stórauknum lánveitingum til húsnæðiskaupa var miklum fjár- munum veitt inn á fasteignamark- aðinn, sem var ekki í stakk búinn til að taka við þeirri auknu eftirspurn sem af því varð. Fjarðarpósturinn fékk Magnús Emilsson, sölumann hjá fasteignasölunni Hraunhamri og Svein Sigurjónsson hjá Valhús til að ræða um fasteignamálin. Það sem einkennt hefur fast- eignamarkaðinn á undanförnu ári' eru miklar hækkanir. Með nýjum lögum um lánveitingar húsnæðis- málastofnunar var miklu fjármagni veitt inn á markaðinn en hann var á engan hátt undir það búinn. Það voru ekki til neinar eignir til að mæta eftirspurninni þegar fólk, sem fengið hafði lánsloforð í hend- ur fór að leita eftir íbúðum til kaups. Oft var þarna um að ræða fólk' sem átti eignir fyrir og þegar það hafði fengið lánsloforð að upp- hæð á aðra milljón króna til viðbót- ar hafði það möguleika á að bjóða hátt verð fyrir þær eignir sem það hafði áhuga fyrir. Samkvæmt upp- lýsingum frá Fasteignamati ríkisins hækkaði verð fasteigna hraðar en vísitala á tímabilinu frá janúar til maí. Þegar úthlutun lánsloforða var stöðvuð hægði nokkuð á hækk- unum en þegar kom fram á síðari hluta september og byrjun október tóku hækkanir kipp á nýjan leik. Hækkanir hafa orðið mestar á þriggja og fjögurra herbergja íbúð- um. Það hefur verið spurt lang mest eftir þeim. Verðlag þessara eigna er komið úr samræmi við aðrar eignir, einkum dýrari eignir. Það hefur aukið eftirspurnina að okkar mati, að fólk sem ekki hefur átt eignir fyrir og því fengið hámarkslánslof- orð, hefur talið sig ráða við stærri og dýrari eignir í byrjun en áður var. Það þarf síður að kaupa sig upp á við eins og sagt er, byrja á tveggja herbergja íbúð og stækka síðan smátt og smátt við sig. Nú er svo komið að erfiðleikar eru á því að finna hagstæðar eignir fyrir þessa kaupendur. Þær eru ekki til á mark- aðnum. Þrátt fyrir þessa tilhneigingu þá finnst okkur fólk gæta betur að sér og gera sér meiri grein fyrir þvi hvernig það ætlar að leysa húsnæð- iskaup sín áður en það fer af stað en áður var. Það reiknar dæmið út og reynir að meta greiðslugetu sína betur allt til enda. Það er minna um að fólk horfi ekki lengra en á samn- ingsgreiðsluna og e.t.v. næstu á eft- ir. Það má vera að ráðgjafaþjónusta húsnæðismálastjórnar eigi ein- hvern þátt í þessu. Fólk fer þangað og lætur ráðgjafa reikna fyrir sig. Þá er almennur ótti við óbærilega greiðslubyrði einnig á ferðinni þótt alltaf verði einhverjir sem ana beint út í óvissuna. Þrátt fyrir aukna eftirspurn og hækkandi verðlag hefur útborgun- arhlutfall fasteigna haldist nokkuð í sama fari eða um 70 til 75%. Þó er alltaf eitthvað um að boðið sé hærra hlutfall og jafnvel að greiða allt kaupverðið innan árs gegn ein- hverri lækkun kaupverðs. Það hvíla einnig oft skuldir á íbúðum sem geta numið þessu 25 til 30% eftir- stöðvahlutfalli. Það á ekki síst við um minni eignir sem gengið hafa kaupum og sölum á undanförnum árum. Þetta eru oft íbúðir sem fólk hefur keypt sem sína fyrstu eign og því fengið húsnæðismálalán til kaupanna. Það hefur stækkað fljótt við sig aftur og næsti eigandi hefur einnig fengið húsnæðismála- lán. Ef þessar eignir skipta oft um eigendur á þennan hátt getur verið um nokkrar upphæðir að ræða. Nú hefur verið komið í veg fyrir að þessi lán hlaðist á eignir við hver eigendaskipti því samkvæmt nú- gildandi reglum dragast eldri lán húsnæðismálastjórnar frá lánslof- orðum. Við höfum ekki orðið varir við að dregið hafi úr eftirspurn þótt bú- ast hefði mátt við því eftir að út- hlutun lánsloforða var stöðvuð á sl. vori. Umræðan sem verið hefur um húsnæðismálin hefur skapað vænt- ingar hjá fólki. Það býst við að fá eitthvert fjármagn. Þessi bréf sem húsnæðismálastjórn hefur verið að senda út að undanförnu þess efnis að viðkomandi einstaklingar eigi lánsrétt, án þess að nokkuð sé getið um hvenær hann megi vænta þess að geta notað hann, hafa valdið aukinni þenslu á markaðnum. Það er verið að gefa fólki ótímabærar vonir. Það á e.t.v. eign fyrir, vill stækka við sig og fer að leita. Það hugsar sér að brúa bilið með banka- lánum þótt það viti í raun og veru ekkert um hvað slik lausn þarf að vara lengi. Það gerir sér oft ekki fulla grein fyrir fjármagnskostnaði sem hlýst af því. Ef fólk vissi betur hvenær það ætti von á peningum, hvort það væri eftir eitt ár, tvö eða jafnvel lengri tíma þá væri auðveld- ara fyrir það að gera nauðsynlegar ráðstafanir. Þótt ráðgjafaþjónusta húsnæðis- málastjórnar sé vissulega til mikilla bóta er það ekki nóg. Fræðsla er enn í lágmarki. Við verðum varir við það í okkar störfum. Vegna þess ástands sem hefur ríkt er erfitt fyrir okkur að leiðbeina fólki nægilega. Afgreiðsla húsnæðismálastjórnar hefur runnið stjórnlaust áfram. Á s.l. vori voru allir peningar búnir án þess að neinn virtist hafa gert sér grein fyrir því fyrirfram. Síðan verða stjórnarskipti og umræða fer af stað um að eitthvað verði að gera. Síðan líður mánuður eftir mánuð og óvissan heldur áfram. Við erum heldur ekki nægilega vel í stakk búnir til að veita þá upplýsinga- þjónustu sem nauðsynleg er. Sam- starf húsnæðismálastjórnar við fasteignasala er mjög lítið og okkur finnst að upplýsingar frá henni liggi ekkert á lausu. Það væri mjög stórt skref gagnvart okkur að húsnæðis- málastjórn héldi fungi með fast- eignasölum, segjum einu sinni í mánuði og veitti upplýsingar. Það myndi gera okkur mun auðveldara að leiðbeina viðskiptavinum okkar. Hér i Hafnarfirði hefur verið mikil eftirspurn eftir fasteignum. Það hefur ekki verið nein leið að anna henni. Við það bætist að lítið hefur verið byggt af blokkaríbuð- um. Algengustu stærðir blokkar- íbúða vantar tilfinnanlega á mark- aðinn. Það vantar einnig minni sér- býli. Parhús og raðhús á bilinu 90 til 130 fermetra. Það er nokkuð um að fólk frá Hafnarfirði sé farið að leita sér að íbúðarhúsnæði í öðrum sveitarfélögum t.d. í Grafarvogi, vegna þess að það er ekki til hér. Þetta er oft fólk sem að öðrum kosti hefði ekki viljað fara héðan. Það verður að huga mjög fljótt að lóðum undir sambýlishús og minni sérbýli og hefja byggingafram- kvæmdir ef við eigum ekki að missa fólk úr bænum vegna húsnæðis- skorts. Fólk sem leitar eftir húsnæði hér í Hafnarfirði kemur allsstaðar að. Það ber nokkuð á því að fólk vilji flytjast hingað frá nágrannasveitar- félögunum. Það er einnig áberandi að fólk sem kemur utan af landi vill flytjast hingað. Það er annar bæj- arbragur hér en í Reykjavík og þessu fólki finnst viðbrigðin vera minni. Það má einnig vera að í viss- um tilvikum álíti fólk sig geta feng- ið eignir í Hafnarfirði fyrir lægra verð en í Reykjavík eða Garðabæ. Það rekur sig þó fljótt á að verðlag- ið er svipað á öllu stórreykjavikur- svæðinu. það eru alltaf einhver hverfi sem skera sig úr og eru dýr. Það skiptist fremur eftir hverfum en sveitarfélöum. Með þessari stór auknu eftirspurn hefur verðlagið jafnast út. Það er mjög nauðsynlegt að meiri festa komist á húsnæðislána- kerfið og fólk viti á hverju það má eiga von þaðan. Þá kemst jafnvægi aftur á markaðinn. Hvernig sem lánakerfið verður byggt upp í fram- tíðinni og hverjum því verður ætlað að þjóna skapa ákveðnar reglur meiri festur á markaðnum og sporna við því að verðlag fasteigna færist verulega úr tengslum við anpað verðlag í landinu. Ef núver- andi ástand varir mikið lengur get- ur svo farið að fasteignir gangi kaupum og sölum á verði sem er fyrir ofan raunverulegt verðmæti þeirra. Það kallar síðan aftur á aukna fyrirgreiðslu af opinberri hálfu. Slíkt endar aðeins sem víta- hringur. BYGGÐASAFN HAFNARFJARÐAR — Hús Bjarna Sívertsen — Vesturgötu 1 - Sími 54700 □ Opnunartímar í vetur: Laugard. og sunnud. kl. 14-18. □ Á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum er safnið opið kl. 10-12 og 13-15 fyrir hópa (t.d. skólanema) sem boða komu sína með fyrirvara. (Ath. heimasími minjavarðar er 52656

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.