Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 13

Fjarðarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 13
FJARÐARPOSTURINN 13 HANDBOLTI Fyrir leik FH og Stjörnunnar í 13. umferð I. deildar karla í hand- knattleik bjuggust flestir við örugg- um sigri FH-inga, enda hafa Stjörnumenn verið þeim auðveld bráð í þeim 3 leikjum sem liðin hafa leikið innbyrðis í vetur. í leiknum á sunnudagskvöldið virtist allt stefna í enn einn FH-sig- urinn, því FH leiddi með 4-5 marka mun fram undir miðjan seinni hálf- leik. En þá sneri Stjarnan blaðinu við og skoraði 9 mörk gegn 1 á rúm- lega 10 mínútna kafla og komst í þriggja marka forystu. Á síðustu 2-3 mínútunum náði FH svo með harðfylgi að jafna leikinn og bjarga þar með andlitinu. Á þessum loka- mínútum spöruðu hafnfirsku áhorfendurnir svo sannarlega ekki hvatningarhrópin, og sennilega hef- ur það gert gæfumuninn, því mikill fítonskraftur greip leikmenn þegar samstillt FH-hróp hljómuðu af pöllunum. Ekki verður FH-strákunum hrós- að fyrir góðan leik að þessu sinni. Skytturnar brugðust algjörlega, og aðall liðsins, hraðaupphlaupin, köfnuðu í fæðingu. Vonandi láta FH-ingar þennan mótbyr sér að kenningu verða, hrista af sér slenið, og berjast af fullum krafti í næstu leikjum. FH og Valur tróna nú á toppi deildarinnar, með 23 stig hvort fé- lag og enn magnast spennan í ein- vígi þessara liða um íslandsmeist- aratitilinn. Næst leika FH-ingar gegn Fram á útivelli (28. febrúar), fá svo KA í heimsókn 4. mars, en leika síðan gegn UBK í Kópavogi 13. mars. Síð- Smáauglýsing IBUÐ OSKAST íbúðóskasttil leigu. Ekki stærri en fjögur herbergi. Upplýsingar I síma 5 20 32. ustu leikirnir eru svo gegn Víkingi heima (23. mars) og Val á útivelli (30. mars). Að lokum má geta þess að í hörkuspennandi keppni um marka- kóngstitilinn eru þeir Þorgils Óttar og Héðinn Gilsson í hópi efstu manna. Þeir hafa hvor um sig skor- að 72 mörk, og það sem meira er; ekkert þeirra úr vítakasti. ALLAR ALHLIÐA BIFREIÐAVIÐGERÐIR Erum með þjónustu ,yr,r a <É MITSUBISH! ^ A rJ Sl GiDLÖKI RAIMBE ROVER Bifreiöa verkstæði Skútahraunl 13 Simar 54958 og 651221 i^raiHflfl STREfRJ STYTTA ÞER 5TREITU JJÓRI AÐ NA TÓKUM A STREITU Á ÁTTA DÖGUM Námskeið sem stuðlar að betra og heilbrigðara lífi þriðjudags og fimmtudagskvöld 1.-24. mars n.k. kl. 20.00-22.00. Innritun og nánari upplýsingar í símum 76750 og 673626. Framköllum á klukkustund! Nwwdr iliúsfo ^RODIORÖST/ t^ 4nvnD0HUSIÐHF línn; Símt etsstUJ 54lW

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.