Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.04.1988, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 20.04.1988, Blaðsíða 1
4I|S FERÐASKRIFSTOFA Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími652266 Bæjar- starfs- menn sogöuia Á aðalfundi Starfsmannafé- lags Hafnarfjarðarbæjar, sem haldinn var í gærkvöldi, sam- þykktu félagsmenn nýgerða kjarasamninga með 31 atkvæði gegn fimm. Tveir sátu hjá. Nýju samningarnir eru reiknaðir til 6% launahækk- ana, en þeir fela m.a. í sér full- ar verðbætur, eða 4,58% hækkun, sem þegar hafði verið greitt að hluta, eða 1,8% frá 1. mars sl. Pá fá bæjarstarfsmenn eins launaflokks hækkun frá 1. maí. Af öðrum nýmælum í samn- ingunum má nefna, að sér- menntað fólk fær nú þriggja mánaða námsleyfi á fullum launum eftir fimm ára starf og getur sameinað það í hálfsárs leyfi eftir tíu ára starf. Á fundinum í gærkvöldi var kjörinn nýr formaður, Kristín Guðmundsdóttir, en fráfarandi formaður, Guðmundur Guð- jónsson, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. FJflRDflR póstunnn 14.TBL 1988-6.ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL VERÐ KRÓNUR 50,- FERÐASKRIFSTOFA BæjarhraunilO Hafnarfirði Sími 652266 Reynir Kristjánsson hampar íslandsbikarnum. Á innfelldu myndinni eru Sveinn Steinsson og Ólafur Rafnsson þreyttir en ánægðir. Haukamir meistarar Haukar tryggðu sér í gær- kvöld íslandsmeistaratitilinn í köfuknattleik með eins stigs sigri yfir Njarðvíkingum í æsi- spennandi tvíframlengdum úrslitaleik í Njarðvíkum í gærkvöld. Lokatölur urðu 92 : 91 Haukunum í vil og skoraði Reynir Kristjánsson sigurkörf- una svo að segja um leið og lokaflautan gall. Jafnt var eft- ir venjulegan leiktíma, 66 : 66, og svo aftur eftir fyrri fram- lengingu, 79 : 79. Haukarnir reyndust svo sterkari í lokin. -Sjá nánar um leikinn í gær- kvöld á bls. 4 Mikil leynd yfir sölu Hjallahrauns 2: Nýir eigendur hyggja á 3.000 fermetra stækkun Mikil leynd hvflir yfir því hverj- ir eru kaupendur að fyrrverandi Húseignin Hjallahraun 2, sem svo mikil leynd hvílir yfir hverra eign verður þann 1. maín.k. húsnæði Barkar að Hjallahrauni 2 og hafa seljendur, sem eru Sæ- plast á Dalvík, verið beðnir um að gefa ekki upp nafn kaupenda húsnæðisins. Sæplast mun flytja einingaframleiðslu Barkar norður til Dalvíkur en selja röradeild fyrirtækisins til Flúða. Þá hafa nýjir eigendur farið fram á stækk- un lóðar við Hjallahraun sem nemur 5.000 fermetrum og hyggj- ast reisa þar viðbótarhúsnæði að stærðinni 3.000 fermetrar. Núver- andi húsnæði er um 4.000 fer- metrar. Sæplast mun skila stærst- um hluta húseignarinnar nýjum eigendum 1. maí n.k. og hefur þegar samið við nýja eigendur um framleiðslu húseininga til stækk- unarinnar. Samkvæmt heimildum Fjarðar- póstsins mun fyrirtækið Polaris m.a. vera með hugmyndir um eignaraðild að húseigninni, en fleiri aðilar koma þar til greina og verður væntanlega stofnað sér- stakt félag um húseignina. Páll G. Jónsson forstjóri Polaris gerði hvorki að neita né játa, er hann var spurður. Sagði hann að eign- araðild Polaris gæti komið til, en væri ekki frágengin. Polaris er eignaraðili að Sanitas, en Sanitas hefur einnig verið nefnt í þessu sambandi. Forstjóri Sanitas, Ragnar Birgisson, sagði að Sani- tas hefði ekkert með þessi kaup að gera. Núverandi eigandi Barkar, Sæplast á Dalvík, mun hafa geng- ið frá samningum um að framleiða töluvert af húseiningum sem rísa eiga á fyrirhugaði stækkun lóðar við Hjallahraun. Pétur Reimars- son forstjóri Sæplasts sagði aðspurður, að traustir og góðir aðilar væru að kaupa húseignina við Hjallahraun, en þeir vildu ekki að upplýst yrði um hverjir þeir væru. Hann sagði ennfremur, að þeir myndu skila stærstum hluta húseignarinnar til nýju aðil- ana 1. maí. Ekki sagðist hann fremur geta tjáð sig um söluverð húseignarinnar. Bæjarráð afgreiddi umsókn um stækkun lóðar, sem send var í nafni Sæplasts, á þá lund, að það væri reiðubúið að athuga mögu- leika á lóðarveitingu þegar fyrir lægju áætlanir um fulln- aðarbyggingu á lóðinni og þá starfsemi sem fyrirhuguð væri. Frestur var gefinn til skila á þeim upplýsingum til 9. maí n.k. Fyrr verður málið ekki afgreitt.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.