Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.04.1988, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 20.04.1988, Blaðsíða 4
IsJflRÐM pttslwnn Ritstjóri og ábm.: Fríöa Proppé Auglýsingastjóri: Gunnar Sveinbjörnsson Framkvæmdastjóri: Sigurður Sverrisson Ljósmyndir: Fjaröarpósturinn og Róbert Ágústsson Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Borgarprent Útlit: Fjarðarpósturinn Útgefandi: Árangur hf. - almannatengsl og útgáfustarfsemi. Skrif- stofa Fjarðarpóstsins er að Reykjavíkurvegi 72 og er opin alla virka daga frá kl. 10-17. Símar 651745 og 651945 (símsvari eftir lokun skrif- stofu). Nýmæli í fjölmiðlun Fjarðarpósturinn og Útvarp Hafnarfjörður hafa ákveðið að efna til reglulegra borgarafunda um málefni sem varða Hafnfirðinga. Er það liður í þeirri stefnu nýja Fjarðarpóstsins að vera tengiliður milli almennings, þjónustufyrirtækja og bæjaryfirvalda. Tengsl bæjaryfirvalda og almennings, sem og lög- gjafarvalds og almennings, virðist ætíð vera mest skömmu fyrir þann tíma sem leita þarf endurnýjun umboða til áframhaldandi stjórnarsetu. Þess í milli, og reyndar einnig á þeim tíma, gegna fjölmiðlar stærstu hlutverki hvað varðar almenn skoðanaskipti og tengsl fyrrgreindra aðila. Fjarðarpósturinn hefur áþreifanlega orðið var við það í undirtektum bæjarbúa, að mikil þörf var fyrir bæjarmálablað eins og Fjarðarpóstinn. Margt af því sem við höfum fjallað um hefði ella legið í láginni og ekki hefur staðið á viðbrögðum og hvatningum til áframhaldandi öflugrar varðstöðu um hagsmuni bæjarbúa. Með samvinnu tveggja fjölmiðla eins og Fjarðar- póstsins og Útvarps Hafnarfjörður teljum við enn meiri möguleika á því að gegna því hlutverki að þjóna sem tengiliður. Með því að útvarpa borgara- fundum um einstök málefni beint og gefa öllum bæjarbúum tækifæri á að koma spurningum um málefnin hverju sinni á framfæri náum við til þeirra, sem af einhverjum ástæðum komast ekki á fundina. Þá verður fundunum gerð skil í næsta Fjarðarpósti eftir hvern fund. Ekki þarf að útlista fyrir bæjarbúum valið á fundar- efni fyrsta borgarafundarins, svo margt hefur verið sagt og ritað um þjónustu Landleiða og almennings- aksturs í bænum. Viðundirbúningfundarinshefurog margt komið fram, sem Fjarðarpósturinn telur að fullt erindi eigi til þeirra sem þetta mál varðar. Á fundinn munu mæta: Forstjóri Landleiða, Ágúst Hafberg, en hann mun væntanlega geta svarað fjöl- mörgum spurningum og útskýrt margt það sem bæjarbúar hafa krafist svara við. Bæjarráð hefur val- ið Magnús Jón Árnason formann bæjarráðs sem full- trúa sinn. Hann er sem kunnugt er fulltrúi Alþýðu- bandalagsins í bæjarstjórn, en sá flokkur setti bætta almenningsvagnaþjónustu mjög á oddinn fyrir síð- ustu bæjarstjórnarkosningar. Hann kann væntan- lega svör við hvernig á þeim málum hefur verið tekið af bæjaryfirvöldum. Þá hefur Fjarðarpósturinn rætt við nokkra skelegga fulltrúa neytenda, þ.e. þá sem nota þjónustu Landleiða reglulega, en ekki liggurenn fyrir hver fulltrúi þeirra verður á sjálfum fundinum. Fjarðarpósturinn vonast til, að þessi nýbreytni í fjölmiðlun í bænum mælist vel fyrir hjá bæjarbúum og að undirtektir gefi tilefni til að framhald geti orðið á borgarafundum um hin ýmsu bæjarmálefni. 4 Haukamir meistarar - sigrnöu Njarövíkinga í stórkostlegum úrslitaleik, 92-91 Haukar tryggðu sér íslandsmcistaratitilinn í körfuknattleik í gær- kvöldi, þegar þeir lögðu fráfarandi meistara úr Njarðvík, í einhverjum mest spennandi kappleik sem háður hefur verið. Troðfullt hús áhorf- enda varð vitni að stórkostlegum leik, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í síðasta körfuskotinu. Um leið unnu Haukar Islandsmeistaratitil- inn í mcistaraflokki karla í fyrsta og örugglegga ekki síðasta skipti. Jafnræði Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti og virtust fullir sjálfstrausts. Njarðvíkingar virtust aftur á móti óstyrkir í byrjun. En þrátt fyrir góða byrjun Hauka náðu heimamenn að brúa bilið og það sem eftir lifði leiksins mátti vart á milli sjá hvoru megin sigur- inn hafnaði. Njarðvíkingar voru reyndar hálfpartinn farnir að fagna sigri þegar Sturla Örlygsson skoraði körfu og breytti stöðunni í 66-63, en Pálmar Sigurðsson þjálfari Hauka var svo sannarlega á öðru máli. Glæsilega þriggja stiga karfa Pálmars á síðustu sekúndunni jafnaði leikinn, 66-66, og framlenging varð óumflýjanleg. Framlengingar Hafi áhorfendur orðið vitni að skemmtilegum og spennandi körfu- knattleik í venjulegum leiktíma eru fá orð, ef þá nokkur, sem geta lýst því sem á eftir bar. Sami barningurinn og sama spennan hélt áfram. Njarðvík- ingar náðu góðri stöðu og leiddu 79-77 þegar fáeinar sekúndur lifðu af fram- lengingunni. En sem betur fer var bar- áttuþrek Haukanna hvergi þrotið og fvar Ásgrímsson sýndi mikið öryggi í vítaskotum á síðustu mínútunni og jafnaði leikinn, 79-79. f annarri fram- lengingunni voru leikmenn beggja liða famir að fjúka útaf. Henning Henn- ingsson og fvar Webster hjá Haukum fengu báðir fimm villur og sömuleiðis Sturla Örlygsson og Helgi Rafnsson hjá Njarðvíkingum. Stuðningsmenn Hauka spurðu sjálfa sig hvort meist- araheppnin ætlaði aldrei að yfirgefa Njarðvíkinga þegar þjálfari þeirra, Valur Ingimundarson, kom þeim yfir, 91-90, og ellefu sekúndur lifðu af þess- ari annarri framlengingu. Haukar hófu sókn og boltinn gekk hratt manna á milli og endaði að lokum hjá Reyni Kristjánssyni sem lyfti sér upp og sendi knöttinn rakleiðis í körfu Njarðvík- inga og tryggði Haukum um leið fslandsmeistaratitilinn. í upphafi voru margir vantrúaðir á að Pálmari Sigurðssyni tækist að sam- eina þjálfun samfara því að leika með liðinu en annað hefur komið á daginn. í gærkvöldi lék Pálmar eins og sá sem valdið hefur og skoraði 43 stig og var hreint óstöðvandi. Ekki má heldur gleyma Hálfdáni Markússyni sem hef- ur unnið frábært starf og á ekki minna í þessum fslandsmeistartitli. ívar Webster reyndist Haukum betur en enginn á lokasprettinum. ívars verður ekki síst minnst fyrir hreint ótrúlega sterkan varnarleik í gærkvöldi þar sem hann hirti yfir 20 fráköst. Þcir Henning Henningsson og ívar Ásgrímsson voru frábærir. Henning er með baráttugl- öðustu leikmönnum landsins, gefst aldrei upp og hvetur félaga sína áfram. fvar sýndi af sér ótrúlega hörku og lék með í úrslitunum þrátt fyrir að eiga við meiðsli að stríða og það munaði um minna. Ólafur Rafnsson og Ingimar Jónsson sýndu það í þessum úrslita- leikjum að þeir eru leikmenn sem ekki bregðast þegar á reynir. Reynir Kris- tjánsson letraði nafn sitt og Hauka á spjöld sögunnar með síðustu körfunni á Islandsmótinu í ár. Ekki má heldur gleyma þeim tryggva Jónssyni, Sveini Steinssyni og Skarphéðni Eiríkssyni, allt eru þetta ungir leikmenn sem hafa staðið sig með mikilli prýði og eiga framtíðina fyrir sér. Frá aðalfundi Sparisjóðsins, Matthías A. Mathiesen, formaður stjórnar, ávarpar fundinn. Aóatfundur Sparisjóðs Hafnarfjarða n Hagnaour 37 millj. Aðalfundur Sparisjóðsins var haldinn þann 14. apríl sl. fyrir rekstr- arárið 1987. Hagnaður af rekstri sjóðsins nam 37,1 millj. kr. eftir álagningu tekjuskatts og eignarskatts, sem samtals námu 28,6 millj. kr. Innlánsaukning var 38,6% frá upphafi til loka ársins, en meðaltals- aukning innlána hjá bönkum og sparisjóðum nam 35,8%. Jókst því hlutdeild Sparisjóðs Hafnarfjarðar árinu. Rekstrartekjur Sparisjóðsins voru 506,7 millj kr. 1987, saman- borið við 262,3 millj. kr. árið áður. Rekstrargjöld námu 440,9 millj. kr. á árinu en 248,9 millj. kr. árið áður. Hagnaður fyrir áætlaðan tekjuskatt og eignar- skatt var 65,7 millj kr. Reiknaður tekjuskattur nam25,2millj.kr. og eignarskattur 3,4 millj. kr. Heildarinnlán sparisjóðsins voru í lok árs 1987 1.564,8 millj kr. og nam aukning þeirra 38,6% á árinu. Útlán sparisjóðsins í lok ársins voru 1.354,3 millj. kr. og nam aukning þeirra 48,2% frá upphafi til loka ársins. Útlán veð- deildar voru í árslok 110,5 millj. kr. eða sem nemur 7,5% af útlán- um samtals. Lántökur veðdeildar í lok ársins voru 79,0 millj kr., en deildin stóð fyrir tveimur skulda- bréfaútboðum með gjalddögum eftir eitt ár og upp í fimm. I lok ársins hóf deildin einnig útgáfu í heildarinnlánum bankakerfisins á „skammtímabréfa", sem hvert er með einum gjalddaga eftir sex til tólf mánuði. Eigið fé sparisjóðsins í árslok 1987 var 269,9 millj. kr. og hafði þá aukist um 75,3 millj. kr. frá árinu áður eða um 38,7%. Sem hlutfall af niðurstöðu efnahags- reiknings í árslok nam eigið fé 13,0%, samanborið við 14,0% í árslok 1986. Samkvæmt lögum um banka og sparisjóði má eigið fé í hlutfalli við niðurstöðu efna- hagsreiknings að viðbættum ábyrgðum og að frádregnu eigin fé, peningum í sjóði, innstæðum í Seðlabanka og öðrum bönkum, ekki vera lægra en 5,0%. Eigin- fjárhlutfall Sparisjóðs Hafnar- fjarðar reiknað samkvæmt lögum þessum var í árslok 1987 18,7%, en hafði þá lækkað úr 21,3% frá árslokum árið áður. Kemur þessi lækkun til vegna meiri aukningar innlána og umsvifa veðdeildar en kr.sLár aukning hagnaðar nam á árinu. Stjórn Sparisjóðsins var endur- kjörin á fundinum, en hana skipa: Matthías Á. Mathiesen, formað- ur, Stefán Jónsson, varaformað- ur, Árni Grétar Finnsson, Ágúst Flygenring og Hörður Zóphanías- son. Frá ritstjóm Þetta eintak Fjarðarpósts- sins er annað blaðið sem sent er út samkvæmt nýju áskrift- arkerfi. Enn er unnið skipu- lega að söfnun áskrifenda og er stefnt að því að hafa sam- band við öll heimili í bænum. Það er von Fjarðarpósts- ins, að blaðið berist til allra áskrifenda tímanlega en fari útburður forgörðum ein- hverra hluta vegna vinsam- legast hafið samband við rit- stjóm í síma 651745 eða 651945 (símsvari eftir lokun skrifstofu).

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.