Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.04.1988, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 20.04.1988, Blaðsíða 8
I Hafnfirftingar skrásettir í aldurshépa: Karlar fleiri en konur í Firðinum Hjá embætti skipulagsstjóra framtíðarþróun mála í hverju Hafnarfjaröar hefur verið unnin hverfi fyrir sig. Hér með fylgir skýrsla um aldurshópaskiptingu í línurit af skiptingu íbúanna sam- skólahverfum Hafnarfjarðar árin kvæmt aldurshópum miðað við 1986 og 1987. Er nú verið að vinna íbúaskrá 1. desember sl. Vinstra úr þessum upplýsingum. megin eru karlar, hægra megin Að sögn Jóhannesar Kjarval konur. Tölurnar eru í prósentvís skipulagsstjóra eru unnt að af heildarmannfjölda, en Hafn- byggja mikið á þessum niðurstöð- firðingar voru þann dag 13.784, um, bæði hvað varðar þarfir karlar 6.905 en konur 6.879. ákveðinni hverfa, skólaskipan og Skipting aldurshópa eftir kynjum erþannig samkvæmtþessari töflu. Reglur skólanefndar um útleigu skólahúsnæois: Taka skal gjald af leigu skólahúsnæðis Tillaga að reglum um útlán á skólahúsnæði í Hafnarfirði, sem unnin var af Guðfinnu Vigfús- dóttur, Kristjáni Bersa Ólafssyni og Lofti Magnússyni var sam- þykkt samhljóða á skólanefndar- fundi 23. mars sl. Fara reglurnai hér á eftir: 1. Skólastjóri hlutaðeigandi skóla skal í umboði skólanefndar afgreiða allar beiðnir um útlán á skólahúsnæði meðan á skólatíma stendur, þ.e. frá og með 1. sept- ember til og með 31. maí. Sé um einhverjar útlánabeiðnir að ræða, sem skólastjóri telur æskilegt, að fleiri en hann taki afstöðu til, skal hann gera tillögu til skólanefndar um afgreiðslu þeirra. 2. Yfir sumartímann, þ.e. í júní, júlí og ágúst er bæjarráði heimilt að ráðstafa skólahúsnæði eða hluta þess til æskulýðsstarf- semi, íþróttastarfsemi og almennrar félagsstarfsemi við- komandi skólastjóra. 3. Góð umgengni er skilyrði fyrir útláni á skólahúsnæði. Verði misbrestur þar á er skólastjóra heimilt að vfkja hlutaðeigandi tafarlaust úr húsnæðinu. 4. Þeir sem fá skólahúsnæði lán- að eru ábyrgir fyrir öllum skemmdum sem á því kunna að verða af þeirra völdum. Skóla- O stjóra er heimilt að óska eftir upp- áskriftum tryggingarvíxli frá við- komandi til greiðslu áskemmdum sem kunna að verða á húsnæði eða tækjum og munum skólans meðan húsnæðið er í útláni hjá honum. 5. Taka skal leigu fyrir afnot af skólahúsnæði. Upphæð leigunnar sé miðuð við eftirfarandi: a. Húsverði séu greiddar a.m.k. þrjár yfirvinnustund- ir á dag: b. Ræsting fari fram á vegum skólans og sé greidd eftir venjulegum uppmælingar- taxta. Semja skal hverju sinni um tíðni ræstinga. c. Semja skal um leigu fyrir afnot af eldhúsi og tækjum. Heimilt er skólastjóra að fella niður leigu, ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. 6. Ávallt skal vera tiltekinn forsvarsmaður eða ábyrgðarmað- ur af hálfu þeirra, er fá skólahús- næði lánað, sem hægt er að snúa sér til með allt sem varðar afnotin af skólanum og þá sem þeirra njóta. 7. Að sjálfsögðu skal alltaf taka mið af lögum og reglugerðum sem í gildi eru á hverjum tíma um lán á skólahúsnæði." Hópreið hestamannanna í sólríku en köldu veðri á laugardag. Glattá hjalla hjá hestamönnum Hestamannafélagið Sörli fékk góða granna í heimsókn um helg- ina þegar félagar úr Hestamanna- félaginu Gusti riðu hópreið yfir á félagssvæði Sörla og var þar ýmis- legt til gamans gert. Unglingadeild Sörla var með sérstaka dagskrá og komu félagar síðan saman á laugardagskvöldið í Vitanum og skemmtu sér. Með- fylgjandi myndir voru teknar, þegar félagar úr Sörla og Gusti riðu fram hjá hesthúsum Sörla- félaga, en þeir riðu í mót gestum sínum og fylgdu þeim síðan inn á Sörla-svæðið. Þessi ungi knapi barsig vel á hestinum sínum. I sumar verða dvalarflokkar sem hér segir: DRENGIR: 30. maí — 9. júní, 7—12 ára, 10 dagar 9. jtiní — 23. júní, 7—12 ára, 14 dagar 30. jxiní — 7. júlí, 7—12 ára, 7 dagar 7. julí — 21. júlí, 7—12 ára, 14 dagar 21. júlí — 28. júlí, 7—12 ára, 7 dagar STÚLKUR: 28. júlí — 7. ágúst, 7—12 ára, 10 dagar 7. ágúst—17. ágúst7—12 ára, 10 dagar 17. ágúst — 24. ágúst 7—12 ára, 7 dagar Undaníarin siunurhafa færri komist að en \ildu, þess vegna verðurinn- ritun eingöngu fyrirhafnBrsk höm vikuna 24.—30. aprú. Innritun fer fraxn að HverBsgötu 15 á máimdögum, mið\fkudögum og íöstudögum kl. 17—19. Allar nánari upplýsingar eru veittar á sama túna í síma 53362. K.F.U.M. ogK.F.U.K.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.