Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.04.1988, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 20.04.1988, Blaðsíða 5
Mikill mannfjöldi á opnu húsi lönskólans 60 ára: Vaxandi áhugi á hagnýtu iðnnámi Mikill mannfjöldi sótti heim Iðnskólann á opnu húsi sl. laugar- dag, en skólinn kynnti þar starf- semi sína í tilefni af 60 ára afmæli sínu. Var að sjá af gestakomum, að hagnýtt iðnnám nýtur nú vax- andi hylli og þurftu gestir margs að spyrja og skoða. Iðnnemar tóku vel á móti gestum og gang- andi, boðið var upp á kaffi og meðlæti, auk þess sem ýmislegt var til gamans gert, svo sem tískusýning. Kynningin fór fram í húsnæði skólans við Reykjavíkurveg, enn- fremur í verknámsdeildum við Flatahraun. Kynnt var allt almennt iðnnám svo sem hár- greiðsla, almennt iðnnám, tækni- teiknun og tölvuteikning, en þess- ar greinar eru kenndar við Reykja- víkurveginn. í verknámsdeildum báru iðnnemar sig faglega við rafiðn, málmiðn, málmsuðu, tréiðn og sjálfvirkni og gáfu inn- sýn inn í dagleg störf sín. Hér birtast með svipmyndir frá opna húsinu, en myndirnar sýna best, að ekki var komið að tómum kofanum hjá hafnfirskum iðn- nemum á laugardag. GVENDUR GAFLARI: Deilumál fáránleikans Umræðan um bjórinn er orðin löng og hatrömm, og oftast fár- ánleg. Slæm áhrif bjórsins á alit mannlíf í landinu hafa verið dregin upp sterkum orðum. Ekki skal því mótmælt að sterkur bjór geti haft slæm áhrif. En það er með ólíkindum hvað hann hefur mikil áhrif án þess að hann sé drukkinn. Bjórinn setur marga ágæta menn gjörsamlega úr jafnvægi aðeins með því að um hann sé rætt. Það eru meiri og sterkari áhrif en við mátti búast. Vonandi er ákvörðunin um bjór eða ekki bjór skammt undan svo að menn geti farið að láta heift og stóryrði renna af sér. Það er athyglisvert og umhugsunarvert að slík mál skuli ætíð trufla störf Alþingis frá öðrum brýnni málum. Hug- myndin um þjóðaratkvæða- greiðslu virðist í fljótu bragði fáránleg, því til þess er fólk kjör- ið til setu í löggjafarsamkund- unni að það taki ákvarðanir. Ákvörðun um þjóðaratkvæða- greiðslu beri aðeins vott um að Alþingisfólk þori ekki að taka þá afstöðu sem því ber að gera með eða á móti. Þeir virðast vita mest um bjór og slæm áhrif hans sem aldrei drekka bjór. Þetta fólk virðist hafa sig í frammi í viðkvæmri ákvörðun. Það eru kannski líkur á að þetta fólk viti betur um vel- ferð allra hinna og að það sé bindindisfólkið sem eigi að ráða ferðinni einhliða. Ekki vil ég leggja dóma á það. En mér er spurn, myndum við nokkurn tíma láta okkur detta í hug að fela fólki sem aldrei hefur tekið bílpróf semja umferðarlög? Það virðast margir telja sig sjálfsagða til að leggja öðrum lífsreglur og kenna þeim að lifa. Auðvitað eru tvær alvarlegar hliðar á þessu fáránlega máli og bjórinn getur haft skuggalegar hliðar en það hefur allt annað áfengi einnig. Ekki má gleyma því að það er þegar mikið um bjór í landinu sem kemur með ferðamönnum, sjómönnum og flugmönnum. Einnig mun vera nokkuð um að fólk framleiði sjálft ágætan bjór til heimabrúks. Það má lengi deila um bjórinn, hann er bæði góður og vondur. Um það má rífast endalaust en umræðan um bjórinn er orðin fáránleg og hef- ur skyggt á umfjöllun og úrlausn- ir annarra og brýnni mála. Það er mál að linni. Annað deilumál virðist einnig seint ætla að taka enda og hefur einnig tekið á sig fáránlegustu myndir og það er allt orðaskakið um ráðhúsbyggingu þeirra Reykvíkinga. Við gaflarar get- um svo sem látið okkur fátt um finnast. Við vonum bara að slík deilumál eigi ekki eftir að vakna upp í okkar byggðarlagi. Það er þó bót í máli að sú deila hefur á sér broslegar hliðar því alltof oft eru algjör auka-atriði gerð að aðal atriðum. Krafan um rannsókn á lífríki Tjarnarinnar er stórkostleg. Ef af verður að sú rannsókn fari fram kemur lík- lega sterkt í ljós hverjir eru lífs- hættir og þarfir hveitibrauðs- andanna sem setja svip sinn á Tjörnina. Fátt yrði skemmti- legra og myndi vafalaust auka almenna þekkingu allra lands- manna í náttúrufræði. Davíð borgarstjóri virðist röggsamur maður og lætur ekki mótmælahópa setja sig úr jafn- vægi. Hann er áberandi í fjöl- miðlum, klippandi á borða og takandi skóflustungur vítt og breitt í umdæmi sínu. Líklega stjómsamur vel og ákveðinn í skoðunum. Hann er vís til að koma ráðhúsbyggingunni á skrið hvað sem tautar og raular. En umræðan um ráðhúsið er orðið langvinnt og útjaskað deilu- mál og hefur öll þessi umræða orðið til að sk; wgja á og tefja framgang annarra brýnna þjóð- félagsmála. Það er mál að deilur um bjór og ráðhús taki enda. Það er margt annað nauðsynlegra um að deila. Það er í rauninni mikil furða hvað oft rísa upp fáránleg deilumál af miklum tilfinninga- hita og fjálgleik. Ósjálfrátt kem- ur upp í hugann deilan um friðun riúpunnar á sínum tíma og inn- flutning á minkum. Nú virðast allir vera búnir að gleyma þeim dægurflugum sem betur fer. Hvað skyldi verða næst sem skemmtileg og fáránleg deilu- mál? Gvendur gaflari 5

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.