Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.04.1988, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 20.04.1988, Blaðsíða 11
ÍÞRÓTTASIÐA FJARÐARPOSTSINS ■ Fjórti flokkur Haukanna leggur land undir fót: Selja harðfisk til Öáröflunar Fjórði flokkur Hauka í knattspyrnu, hyggst leggja land undir fót nú í sumar og taka þátt í sterku móti í Danmörku. Þjálfari strákanna er Sigurður Magnússon sem hefur um nokkurt skeið fengist við þjálfun yngri flokka Hauka með góðum árangri. Fjarðarpósturinn leit inná æfingu hjá strákunum um síðustu helgi og forvitnaðist um fyrirhugaða utanlandsferð og eitt og annað sem tengist knattspyrnunni. Fyrir svör- um varð Davíð Jens Ingvarsson sem jafnframt er fyrirliði liðsins. Fjórði flokkur Haukanna ásamtþjálfara sínum, Sigurði Magnússyni. Davíð J. Ingvason er3. frá vinstri í aft- ari röð. Á myndina vantar nokkra leikmenn. „Þetta var frekar létt“ - Pið eruð á leiðinni erlendis, ekki satt? „Jú, jú við förum út þann 18. júlí til Jótlands í Danmörku og verðum þar í 10 daga á knatt- spyrnumóti sem heitir DANA CUP“. - Er þetta óopinbert Norður- landamót? „Já, það má kannski segja það. Að vísu verða þarna lið frá fleiri Jafntá Holtinu Haukar og FH skiptum stigum bróðurlega á milli sín þegar liðin mættust í Litlu- Bikarkeppninni s.l. laugar- dag á Hvaleyrarholtsvelli. Haukar leiddu í hálfleik, 2- 1, með mörkum Valdimars Sveinbjörnssonar og Helga Eiríkssonar en Hlynur Eir- íksson svaraði fyrir FH. í síð- ari hálfleik náði Magnús Páls- son að bjarga öðru stiginu fyr- ir FH-inga með marki skömmu fyrir leikslok. í nágrannaslag sem þessum er jafnan hart barist og leikur- inn á laugardag var engin undantekning. Leikmenn beggja liða léku fast, án þess þó að leikurinn yrði nokkurn tíman grófur. í leik B-liða félaganna, unnu FH-ingar auðveldan sigur4-l. löndum en Skandinavíu en ég held að við séum eina íslenska lið á þessu móti“. - Hversu margir strákar fara í þessaferð? „Það eru 18 strákar sem fara og að auki fara nokkrir fullorðnir með til halds og trausts“. - Hvernig fjármagnið þið þessa ferð? „Það er með ýmsu móti. Við höfum allar klær úti. Undanfarið höfum við borið út blöð og haldið kökubasar og á næstunni ætlum við að selja harðfisk". - Eigið þið eitthvert erindi á þetta mót, eruð þið með nógu gott lið? „Við erum með ágætan hóp og okkur hefur gengið ágætlega í æf- ingaleikjum að undanförnum m.a. lagt Stjörnuna að velli, 2-0, sem leika í B-riðli en sjálfir leik- um við í C-riðli“. - Hvað stöðu spilarðu? „Ég er miðju-tengiliður". - Attu þér einhverjar fyrir- myndir? „Já, það er að sjálfsögðu Ásgeir Sigurvinsson, hann er rosalega góður. Einnig er John Barnes í miklu uppáhaldi hjá mér enda er ég mikill aðdáandi Liverpool- liðsins“. - Ætlarðu að halda áfram að spila fótbolta á nœstu árum? „Já, alveg hiklaust. Ég er ákveðinn í að spila alveg uppí meistaraflokk og gera mitt besta til að rífa félagið upp úr þeirri lægð sem það hefur verið í. Reyndar líst mér alveg ágætlega á liðið núna og er sannfærður um að þeir vinni 4. deildina". Haukastrákarnir í 4. flokki tryggðu sér Islandsmeistaratitil- inn í körfuknattleik um síðustu helgi. Leikið var í Seljaskóla og auk Hauka tóku þátt, UMFG, UMFN, ÍBK og Valur. Þjálfari flokksins er Ingvar Jónsson sem nú bætir enn einum titlinum í safn sitt og Hauka. Fyrirliði liðsins er Heiðar Jónsson og hann svaraði góðfúslega nokkrum spurningum Fjarðarpóstsins í mótslok. - Var þetta erfitt mót? „Nei, ekki get ég sagt það. í rauninni var þetta frekar létt og sigurinn aldrei í hættu. Við unn- um alla leikina með nokkrum yfir- burðum og því varð aldrei nein spenna í mótinu“. - Er þetta búið að ganga svona í allan vetur? „Já, að vísu töpuðum við fyrir Keflavík í byrjun móts en það var nú ekkert að marka þann leik enda meirihluti liðsins frá vegna veikinda. En það er eini leikurinn sem við höfum tapað og þeir verða ekki fleiri". - Eru fleiri verkefniframundan á þessu keppnistímabili? „Já, endapunkturinn er n.k. föstudag, þegar við leikum til úr- slita í Bikarkeppninni í íþrótta- húsinu við Strandgötu kl 18.00. Mótherjar okkar í þeim leik eru Keflvíkingar og þar kemur ekkert annað en sigur til greina. Ég spái því að við vinnum leikinn með 10 stiga mun“. - Nú býrð þú ekki í Hafnar- firði, skapar það enga erfiðleika? „Nei, nei það er ekkert mál. (Heiðar býr í Garðabæ, innsk. Fjarðarpóstsins) Maður hefur bara gott að því að hjóla á milli eða þá ganga. Einnig nota ég Fyrsti leikurinn hefst klukkan 19.10 og það eru B-lið meistara- flokka karla sem ríða á vaðið. Strax á eftir, klukkan 20.10, leika kvennaliðin og mótinu lýkur með leikjum A-liða meistaraflokka karla. Búast má við hörkuleik, ekki síst fyrir þær sakir að Haukar ætla að styrkja lið sitt með tveimur leikmönnum. Þeim Sigurði Páls- Strætisvagnana mikið, eins og gef- ur að skilja“. - Ætlarðu að halda áfram að cefa? „Já, alveg örugglega. Ég stefni á að komast í meistaraflokksliðið í framtíðinni, það þýðir ekkert annað“, sagði Heiðar að lokum. syni og Sigurjóni Sigurðssyni, sem hafa nýverið gengið frá félaga- skiptum yfir í Hauka. Áthygli er vakin á því að hægt verður að kaupa kaffi og kökur á vægu verði í félagsálmunni. En lítum nú á úrslit leikjanna á sunnudag. Keppnin var jöfn og spennandi í flestum flokkum eins og við var að búast og þar gaf að líta margan framtíðar leikmann- inn. Handbottaveisl- an hekfcir áfram Sparisjóðsmótinu í handknattleik lýkur í kvöld. Mótið hófst á sunnu- dag með leikjum yngri flokkanna í íþróttahúsinu við Strandgötu. Það er FH og Haukar sem etja kappi í öllum flokkum, eins og kom reyndar fram í síðasta tbl. Fjarðarpóstsins. En í kvöld eru það meistaraflokkar félaganna sem leiða saman hesta sína. Reyndar áttu þessir leikir að vera síðastliðið sunnudagsk völd en vegna leiks Hauka og Njarð víkinga í úrslitakeppni íslandsmótsins í körfuknattleik, varð að fresta leikjun- um. Við birtum hér í lokin úrslit úr leikjunum sem háðir voru á sunnudag: 6. flokkur karla FH-Haukar 10-3 5. flokkur kvenna FH - Haukar 5-4 5. flokkur karla FH-Haukar 11-6 4. flokkur kvenna FH - Haukar 6-7 4. flokkur karla FH - Haukar 10-9 3. flokkur kvenna FH-Haukar 14-15 3. flokkur karla FH-Haukar 19-17 2. flokkur kvenna FH - Haukar 13-8 2. flokkur karla FH - Haukar 20-19 Faxaf lóamótið að hefjast Vertíð yngri flokkanna í knattspyrnu hefst á morgun, fimmtu- dag, þegar FH og Haukar hefja keppni í Faxaflóamótinu. Reyndar áttu félögin að hefja keppni um síðustu helgi en vegna Sparisjóðs- mótsins í handknattleik varð að fresta þeim leikjum. Auk FH og Hauka, taka Afturelding, ÍA, Keflavík, Breiðablik, Stjarnan og ÍK þátt í mótinu. Fyrstu leikirnir hefjast klukkan 11.00 og síðan rekur hvem leikinn á fætur öðrum. Mótherjar Hauka í fyrsta leik er Afturelding en FH-ingar mæta Skagamönnum. 11

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.