Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.04.1988, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 20.04.1988, Blaðsíða 3
GAFLARIVIKUNNAR: Fullt nafn? Steinþór Einars- son. Fæðingardagur? 15. janúar 1952. Fæðingarstaður? Landspítal- inn. Fjölskyldurhagir? Kvæntur Katrínu Óladóttur og eigum við eina dóttur, Lilju Kolbrúnu 15 ára. Bifreið? Daihatsu Charade ’81 og Volvo 340 ’87. Starf? Framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofunnar ALÍS. Fyrri störf? Garðyrkjustjóri Hafnarfjarðarbæjar, sölustjóri á Samvinnuferðum og hjá Atlant- ik. Helsti veikleiki? Get ekki sagt nei. Helsti kostur? Seigla og mikil vinnuþrek. Gppáhaldsmatur? Nætursölt- uð ýsa með góðum kartöflum og hamsatólg. Versti matur sem þú færð? Allur matur góður. Uppáhaldstónlist? Öll vel flutt rómatísk tónlist hvort heldur sem er dægurtónlist eða klassxsk. Eftirlætisíþróttamaðurinn þinn? Pálmar Sigurðsson, körfu- knattleiksmaður í Haukum. Hvaða stjórnmálamanni hefurðu mestar mætur á? Eng- um sérstökum. Hvert er eftirlætissjónvarps- efnið þitt? Fréttir, íþróttir og fræðsluþættir. Hvað sjónvarpsefni finnst þér leiðinlegast? Dallas og álíka þættir. Uppáhalds útvarps- og sjón- varpsmaður? Hallur Hallsson fréttamaður. Uppáhaldsleikari? Laddi. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Jörð í Afríku. Hvað gerir þú í frístundum þínum? Sinni félagsmálum. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Ásbyrgi. Hvað metur þú mest í fari ann- arra? Áreiðanleika. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óheiðarleiki. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta og hvers vegna? Gorbasjef, einstaklega sérstakur maður. Hvaða námsefni líkaði þér verst við í skóla? Sálfræði. Ef þú ynnir tvær milljónir í happdrætti hvernig myndir þú eyða þeim? Borga upp allar mín- ar skuldir. Hvað myndirðu vilja í afmælis- gjöf? Góða bók. Ef þú gætir orðið ósýnilegur, hvar myndirðu helst viðja vera? Ég myndi ekki notfæra mér þann möguleika. Ef þú værir í spurningakeppni hvaða sérsvið myndirðu velja þér? Almennar spurningar. Hvað veitir þér mesta afslöpp- un? Veiði í fallegri laxveiðiá og gönguferðir í náttúrunni. Hvað myndirðu gera, ef þú værir bæjarstjóri í einn dag? Gefa út tilskipun, er leiddi til þess að Hafnarfjörður yrði besti ferðamannabær á fslandi og lað- aði að þúsundir ferðamanna á ári. Uppáhalds-Hafnarfjarðar- brandarinn þinn? Allir Hafnar- fjarðarbrandarar eru í miklu uppáhaldi hjá mér. En þar sem þjónusta við ferðamenn er mér svo hugleikin og móttaka á er- lendum ferðamönnum mun vaxa svo mjög í bænum læt ég fylgja hér með einn nýjan Hafnarfjarð- arbrandara. Stór og mikill hund- ur hljóp geltandi á eftir ketti á Strandgötunni um daginn. Kötturinn skaust undir bíl og hundurinn komst ekki á eftir honum. Þegar hann var orðinn öruggur um sig snéri hann sér að hundinum og gelti á hann hástöf- um. Hundurinn varð alveg undr- andi og spurði hvernig stæði á því að kötturinn gelti á hann. Þá svaraði hafnfirski kötturinn að bragði. „Þegar maður á heima á stað eins og Hafnarfirði verður maður að geta svarað fyrir sig á öllum tungmálum.“ Sumardagurinn fyrsti í Hafnarfirði Dagskrá: 1. Skátafélagið Hraunbúar Kl. 10.00 SkrúðgangafráSkátaheimilinu. Kl. 11.00 Skátamessa í Víðistaðakirkju prestur er séra Sigurður Helgi Guðmundsson Gunnar Eyjólfsson skátahöfðingi prédikar. 2. Víðavangshlaup F.H. Kl.14.00 Víðavangshlaup F.H. hefst við Strandgötu 6. Skráning í alla flokka frá klukkan 13.00. 3. Dansleikur í Vitanum Kl.17.00 dansleikur fyrir 10-12 ára í Vitan- um. Góða skemmtun og gleðilegt sumar Æskulýðs- og tómstundaráð Æskulýðsráð og tómstundaráð Hafnarfjarðar óskar eftir að ráða starfsfólk I eftirtalin störf: 1. Flokksstjóra við Vinnuskólann 2. Leiðbeinendur í skólagarða 3. Leiðbeinendur í íþrótta og leikjanámskeið Lágmarksaldur umsækjenda í ofangreind störf er 20 ár. Garðyrkjustjóri ósk- ar jafnframt eftir að ráða starfsfólk ekki yngra en 16 ára til garðyrkjustarfa í eftirtalda flokka: 1. Sláttuflokk 2. Gróðursetningarog viðhaldsflokk 3. Nýbyggingaflokk við uppbyggingu á skólalóðum og nýjum opnum svæðum. Umsóknarfrestur rennur út miðvikudaginn 27. apríl. Umsóknareyðublöð liggja frammi á afgreiðslu bæjarskrifstofu að Strandgötu 6. Upplýsingar eru veittar I síma 53444 hjá Æskulýðs- og tómstundafulltrúa og garðyrkjustjóra. Æskulýðs- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðar Garðyrkjustjórinn í Hafnarfirði Úi Það er forsjálni að greiða á gjalddaga Með kveðju RAFVEITA HAFNARFJARÐAR ATVINNA Starfskraft vantar strax í Efnalaug Hafn- arfjarðar, Gunnarssundi 2. Uppl. í síma 50389. Afgreiðslutími: Alla virka daga frá kl. 9-19 Laugardaga frá kl. 10-14 Vaktþjónusta annan hvem sunnudag frá kl. 10-14. Upplýsingar í síma 51600. 1918 STRANDGÖTU 34, SÍMAR 51600 - 50090 1988 Sýning í Engidalsskóla Laugardaginn 23. apríl verður haldin sýning á vinnu nemenda í tengsl- um við 10 ára afmæli skólans. Foreldra- og kennarafélag skólans aðstoða nemendur við kaffisölu á meðan sýningu stendur. Sýningin verður opin firá kl. 10-22. ALLIR VELKOMMR - SKÓLASTJÓRNIN 3

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.