Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.04.1988, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 20.04.1988, Blaðsíða 7
Sungið og dansað í kringum eldinn. Tónlistarskólinn: Bamaóperan Eldmeyjan frumsýnd á föstudagskvöld Tónlistarskólinn setur upp barnaóperuna Eldmeyjuna og verður hún frum- sýnd í Bæjarbíói n.k. föstudagskvöld kl. 20.30. Stjórnandi er Guðrún Asbjörnsdóttir. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Óperan Eldmeyjan er eftir Róbert Long og er hún flutt í þýðingu Guðfinnu Dóru Ólafsdóttur. Á milli 30-35 börn úr Tónlistarskólanum syngja í óperunni og í hljómsveitinni verða 10 börn sem leika á þrjár fiðlur, tvo gítara, tvær klarenettur og þrjú slagverk. Stjórnandi hljómsveitar er Kristjana Þórdís Asgeirsdóttir. Fjarðarpósturinn heimsótti krakk- þau hlökkuðu mikið til frumsýningar- ana á æfingu í Tónlistarskólanum um síðustu helgi. Söngur þeirra barst nið- ur stigann og var auðheyrt að þau lögðu sigöll fram. Við spjölluðum við þau í stuttu hléi um verkefnið. Þau voru sammála um að verkefnið væri skemmtilegt og sögðu í einum kór, að innar. Aðspurð um, hvort þau ætluðu að verða óperusöngvarar, þegar þau stækkuðu sögðu þau einum rómi: „Nei“ - og enginn fékkst til að lýsa löngun sinni til að syngja síðar meir í Scala-óperunni, eins og Kristján Jóhannsson. Að sögn stjórnandans Guðrúnar Ásbjörnsdóttur hafa krakkarnir áður komið fram opinberlega. Þau settu upp helgileik um síðustu jól og tóku ennfremur þátt í kóramóti á síðasta ári. Þetta er fyrsta óperan sem þau setja upp. Söguþráðurinn gerist í Rússlandi og fjallar um eldmeyna og gamlan mann, sem ver ævi sinni í leit að gulli. Krakkar í þorpi einu koma mikið í sögu en ekki er vert að lýsa sögu- þræðinum nánar því sjón er sögu rík- Þessir krakkar synja einsöngshlutverk í óperunni. 6 Hafnarfjaröar Apótek 70 áræ „Aberandi hversu Islending- ar nota mikið af svefnlyfjum“ Hafnarfjarðar Apótek er 70 ára. Það var 21. apríl árið 1918 sem lyfjabúð Sörens Ringsted Jensen Kampmann var opnuð á götuhæð í húsi Þórðar Edilonssonar héraðslæknis að Strandgötu 29, þar sem nú er Sjálfstæðishúsið. Þórður hafði áður annast lyfjasölu sem héraðs- læknir í húsi sínu. Kampmann byggði nýtt hús yfir apótekið sem flutt var í 1921 að Strandgötu 34 þar sem apótekið hefur verið síðan. Aðeins þrír lyfsalar hafa þjónað umdæmi apóteksins frá upphafi. Sverrir Magnússon tók við af Kampmann 11. október 1947 og núverandi lyf- sali, Almar Grímsson, tók síðan við stöðunni um áramótin 1984/1985. Hafnarfjarðar Apótek var sjö- unda apótekið sem stofnsett var á landinu og þjónaði stóru lands- væði í upphafi. Nú eru tvö apótek í Hafnarfirði sem kunnugt er, en auk Hafnarfjarðar Apóteks er apótek í Norðurbænum. Hafnar- fjarðar Apótek hefur verið til húsa að Strandgötu 34 allt frá árinu 1921 en mjög miklar breyt- ingar hafa verið gerðar á húsinu á síðustu árum, eins og Hafnfirð- ingum er kunnugt. I tilefni af 75 ára afmæli Hafnarfjarðarkaup- staðar árið 1983 afhenti Sverrir Magnússon fyrrverandi lyfsali kaupstaðnum húseignina og mál- verkasafn að gjöf með því fororði að þar yrði byggð upp menningar- og listamiðstöð. Húsið hefur hlot- ið nafnið Hafnarborg og er þessa dagana verið að vinna að gerð skrúðgarðs við húshliðina í tilefni af 80 ára afmæli bæjarins 1. júní n.k. Forvarnarstarf lyfjasala aukið Almar Grímsson núverandi lyf- sali hefur síðustu árin unnið mikið á alþjóðavettvangi, m.a. hjá Alþjóða heilbrigðismálastofnun- inni og á vegum heilbrigðisráðu- neytisins. Við ræddum við Almar í tilefni af afmælinu og var hann fyrst spurður, hvort ekki hefðu orðið miklar breytingar á lyfsölu á þeim tíma sem Hafnarfjarðar Apótek hefði starfað. Hann kvað svo vera og sagði til að mynda, að öll meðalagerð væri nú minni en áður. Það væri helst að framleidd væru sérhæfð lyf fyrir húðsjúk- dómalækna og nokkrar tegundir mikstúra og upplausnir til sótt- hreinsunar. Almar sagði einnig, að stefnan varðandi lyfsölu væri að lyfjasölur tækju meiri þátt í forvarnarstarfi ýmis konar. Hafnarfjarðar Apó- Almar Grímsson lyfsali, lengst til hœgri, ásamt tveimur af lyfjafræðingum sínum, þeim Sverre Valtýssyni og Guðborgu Þórðardóttur. tek hefði til dæmis tekið upp á ýmis konar nýbreytni á því sviði svo sem sérstakan tannverndar- dag o.fl. Þá er í Hafnarfjarðar Apóteki sérstakt viðtalsherbergi. Við spurðum Almar til hvers það væri nýtt. Hann sagði þá þjónustu til dæmis fólgna í að upplýsa kon- ur um niðurstöður þunganaprófa. „Við tökum jafnvel þungunarpróf fyrir framan konurnar og leyfum þeim að fylgjast með. Þetta eru ætíð viðkvæm mál og mikilvægt að fara varlega með slíkar niður- stöður. Þá getur fólk leitað til okkar eftir öllum upplýsingum varðandi lyf og rætt við okkur í trúnaði. Það kom til dæmis kona hingað fyrir skömmu með meðöl mannsins síns og leitaði upplýs- inga. Henni fannst lyfin of mörg og vildi ganga úr skugga um að ekkert hættulegt væri á ferðinni. Þetta er þjónusta sem er að aukast og fólk getur komið hvenær sem það vill á opnunartíma og rætt við okkur." Hluti starfsfólksins Hafnarfjarðar Apóteks fyrir innan búðarbarðið. Óvæntur glaðningur Fremur dræm þátttaka var í páskakrossgátu Fjarðarpóstsins og svörin sem bárust voru ekki öll rétt. Reyndar voru aðeins tvö þeirra eins og þau áttu að sér að vera. Þeir sem skiluðu inn réttum lausnum voru Soffía Karlsdóttir, Breiðvangi 53 og Kristín Gunnbjörnsdóttir, Sléttahrauni 30. Báð- ar unnu þær sér inn ókeypis áskrift að Fjarðarpóstinum til ára- móta. Fjarðarpósturinnóskar þeim til hamingju með glaðninginn. Svona rétt í lokin er ekki úr vegi að geta þess að lausnarorð gát- unnar var „Árangur“. Sverrir Magnússon forveri Almars við afgreiðsluborðið íapótekinu eins og það leit út þá. Myndin er talin verafrá árinu 1947 eða 1948. Fólk komi með lyf til eyðingar Það kom ennfremur fram í við- talinu við Almar að apótekið hef- ur kannað hversu mikið er til af meðölum á heimilunum og fengið fólk til að koma með meðala- birgðir sínar í apótekið til eyðing- ar. Hann sagði algengt að fólk geymdi lyf, hætti jafnvel í miðjum klíðum með meðalaskammta og/ eða fengi nýjar tegundir. Hvatti hann fólk til að koma í' apótekin með meðöl til eyðingar því ætíð væri hættulegt að henda lyfjum. Mengunarhætta væri ætíð sam- fara en apótekin hefðu aðstöðu til að eyða þeim án aukaverkana. Ennfremur væri oft um dýr meðöl að ræða sem nýta mætti á ný, ef innsigli hefðu ekki verið rofin. Varðandi misnotkun á lyfjum sagði Almar að sér fyndist að ekki bæri mikið á því í umdæmi Hafn- arfjarðar Apóteks, enda væru læknar í Hafnarfirði mjög vand- virkir og athugulir. Þó væri áber- andi, hversu margir virtust þurfa svefnlyf, sérstaklega ef miðað væri við aðrar þjóðir. Varðandi framtíð Hafnarfjarðar Apóteks sagði Almar, að hann myndi beita sér fyrir auknu forvarnarstarfi. Það væri til dæmis fyrirhugað að fram færi könnun á því, hvernig börn bregðast við sýklalyfjum. Varðandi börn og lyf sagði hann ennfremur, að fræða mætti um hvernig best væri að gefa börnum lyf, hverju þyrfti að huga að o.s.frv. Hann sagði lyfjafræðinga sína vera í góðu sambandi við lækna heilsugæslustöðvarinnar og að þeir hefðu fundað um hvaða lyf bæri að velja og fleira sem varð- andi samvinnu þeirra. Þá sagði hann að samband apóteksins við gamla og sjúka bæði á stofnunum og heimilum væri gott og að þeir legðu mikið upp úr því að það samstarf yrði sem best. Almar Grímsson sagði að lokum, að hjá Hafnarfjarðar Apó- teki störfuðu nú 19 manns og er meðalstarfsaldur 17 ár. Auk Alm- ars starfa þar þrír lyfsalar. Afmæl- isins verður minnst með heimilis- legum hætti að sögn Almars með hófi starfsmanna. HAFNFIRÐINGAR ATHUGIÐ MÓTTÖKUSTAÐIR ERU : . Tréborg, Reykjavíkurvegi 68 Steinar, Strandgötu 37 Söluturninn Miðvangi . ATH.I Ekki.lengur í Bókabúöum. Böðvars

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.