Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.06.1988, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 15.06.1988, Blaðsíða 6
HVAÐ FINNST ÞÉR? - Hvernig líst þér á stórhýsið, sem á að koma á lóð steinullar- hússins við Lækinn? - Spurt við Lækinn. Bjarheiður Erlendsdóttir, Lækj- argötu 18: Mér finnst að það eigi að láta Lækinn og nágrenni hans í friði. Fremur á að nýta svæðið til útivistar en að byggja stórhýsi. Hún bætti því við, að sér fyndist einnig eyðilegging á umhverfinu að rífa ætti húsið Lækjargötu 18 til að unnt yrði að gera götuna að hraðbraut. Jónbjörg Jónsdóttir í Lækjarkinn að Hverfisgötu 62: Ég sé ekki að það sé neitt varið í þetta hús. Læk- urinn gerir svo mikið fyrir mig og svo fuglarnir. Ég vil ekki að neitt verði gert til að trufla fuglana mína. Páll Guðjónsson eigandi verslun- arinnar Kastalans: Mér lfst mjög vel á húsið. Það er mikil prýði af því, það er stíll yfir því og það fell- ur vel inn í umhverfið. Húskofarnir sem standa þarna núna eru hrikalegir og ekki er prýði af Rafha-húsinu heldur. 6 r r IÞROTTIR Stórhlutavelta Hauka Knattspymudeild Hauka gengst fyrir hlutaveltu n.k. sunnudag, 19.júní, og verður hún haldin í félagsheimili Hauka við Flatahraun. Sérstök undirbúningsnefnd var skipuð til að annast framkvæmd hluta- veltunnar og er formaður hennar Líney Ragnarsdóttir. Til að gera hlutaveltuna sem glæsilegasta var haft samband við Jóharm Larsen er hætturmeöHauka Jóhann Larsen hefur sagt upp störfum sem þjálfari meistaraflokks karla hjá Knattspyrnudeild Hauka. Jóhann tilkynnti afsögn sína á fundi með leikmönnum sl. fimmtudagskvöld. Uppsögnin kom í kjölfar ósigurs Hauka gegn Snæfelli, 1-2, Að sögn heimildarmanns Fjarðarpóstsins hættir Jóhann í mesta bróðerni við félagið, en hann taldi sjálfur að afsögn sín væri liðinu fyrir bestu og það væri greinilegt, að hann næði ekki meiri árangri með liðið en raun bæri vitni. Guðjón Sveinsson leikmaður Hauka hefur tekið við stjórn liðsins, en hann þjálfaði liðið, þegar það tryggði sér sæti í 3. Hvaleyrarholtsvelli kvöldið áður. deild fyrir tveimur árum. Byrjun Hauka-liðsins hefur valdið miklum vonbrigðunt en enn er of snemmt að afskrifa þá í baráttunni um 3. deildarsæti. Éin- ungis fjórum leikjum er lokið hjá Haukum í riðlakeppninni og möguleikarnir eru því enn fyrir hendi. Reyndar er rétt að taka fram, að Haukar hafa ekki getað stillt upp sínu sterkasta liði að undanförnu og munar um minna. hafnfirsk fyrirtæki og leitað eftir stuðningi þeirra sem og forráða- manna þeirra barna, sem æfa og keppa með Haukum. Viðtökur við þessari málaleitan knattspymu- deildar Hauka voru með ágætasta móti og nú gefst bæjarbúum tæki- færi á að vinna sér inn glæsilega vinninga fyrir fáeinar krónur, ef heppnin er á bandi viðkomandi. Þeir sem minna bera úr býtum geta þá alltaf huggað sig við það, að málefnið er gott. Rekstur knattspyrnudeilda félaganna kostar stórfé á ári hverju og því eru allar klær hafðar úti til að ná inn peningum til að greiða rekstur þeirra. Knattspyrnudeild Hauka von- ast eftir jákvæðum viðbrögðum bæjarbúa og að þeir fjölmenni n.k. sunnudag í félagsheimili Hauka við Flatahraun og láti reyna á heppni sína. Upplagt hlýt- ur að teljast að skella sér í sunnu- dagsbíltúr á hlutaveltuna því margir stórglæsilegra vinninga er í boði. í vinningum bera hæst tveir ferðavinningar frá Ferðaskrifstof- unni ALÍS að verðmæti kr. 25.000 hvor um sig, ennfremur er mikill fjöldi glæsilegra bókavinninga, þ.á.m. ritsafn Þórbergs Þórðar- sonar, 15 bækur, Times Atlasinn o.fl. Einnig úrval af matvörum, fatnaði, glænýjum myndbands- spólum með íslenskum texta og svo mætti lengi telja. Kaffisala verður að sjálfsögðu á sínum stað og rennur allur ágóði hennar til yngstu iðkendanna sem hyggjast taka þátt í svokölluðu Tomma- móti síðar í sumar. Hluta- veltan er sunnudaginn 19. júní, eins og fyrr segir, í félagsheimili Hauka við Flatahraun og hefst kl. 14. Hver miði kostar kr. 100 og það eru ENGIN núll. Sem sagt, allir fá vinning. Byggðasafn Hafnarfjarðar Afmælissýningar Byggðasafnsins í Ridd- aranum, Siggubæ og húsi Bjarna Sívertsen verða opnar daglega til 19. júní n.k. Virka daga er opið kl. 17-21 Um helgar kl. 11-19 í Riddaranum eru sýndir munir, sem tengjast eftirminnilegum Hafnfirðingum. Einnig gamlar myndir úr bæjarlífinu. Siggubær (Kirkjuvegur 10) hefur verið lagfærður og þar er nú eins umhorfs og var í tíð Sigríðar Erlendsdóttur. í húsi Bjarna Sívertsen eru m.a. munir úr búi Bjarna riddara, sem lét reisa húsið rétt eftir aldamótin 1800. Missið ekki af athyglisverðum sýningum! Sadolin Sadolin SadolirV Sadofjn, Sadolin 1*1 trn* ofl vf»99* •tfyi ptí»tm*lin« m\MM MMM\Æ BÆJARHRAUNI 16 - 220 HAFNARFIRÐI SÍMI652466 Hagstæð málningarkaup Sadolin*^

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.