Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.06.1988, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 15.06.1988, Blaðsíða 7
C08756744 l „HAPP“- 'i vikunnar Guðjón Arnason. Birna Katrín Ragnarsdóttir Styrkur kvenna kom í ljós í síðasta happ-firðingaleik okkar, sem því miður datt út vegna plássleysis ■ síðasta blaði. Tölurnar hennar Birnu Katrínu í blaðinu á undan gáfu henni tvo rétta, þegar úrslit lágu fyrir helgina þar á eftir. Magnús Arnason var þar með úr leik, en tók því íþróttamannslega. Magnús var beðinn um að tilnefna eftirmann og kastaði hann boltan- um til bróður síns, Guðjóns Árnasonar, og hafði hann orð á því, að Guðjón léti þá af þeim leik að stríða honum fyrir að tapa fyrir kven- manni. Birna Katrín virtist ekkert hissa yfir að sigra, enda hafði hún einsett sér það, áður en hún skrapp í frí til útlanda fyrir þá umferðina. Hún er nú komin aftur og ekki stóð á nýjum tölum: 2-4-11-14-17-24-28. „Benti hann á mig, þá verð ég víst að vera með“, sagði Guðjón og ekki stóð á fyrstu tölunum: 2-3-6-9-13-16-24. Nú stefnir í tvöfalda bar- áttu. I fyrsta lagi milli Guðjóns og Birnu Katrínar og hins vegar bræðr- anna Magnúsar og Guðjóns. Kannski verður úr bræðrabylta, - látum næsta loftstreymi skera úr um það. Kristbjörg ekki Kristjana Kristbjörg Gunnarsdóttir er forstöðukona í hinu nýja dagvistarheimili bæjaríns, Hvammi. Kristbjörg hefur ranglega verið sögð heita Kristjana á síðum Fjarðarpóstsins og víð- ar og vill Fjarðarpósturinn hafa það sem sannara reynist. Er Kristbjörg og aðrir þeir, sem málið viðkemur beðnir afsökunar á rangnefninu. Opiðá laugardögum Athugið! Hjá okkur er opið á laugardögum frá kl. 10-12. ‘ Strandgötu3 Súnl50515 og Reykjavikurveg 64 Simi 651630 Hafcarfirti Skrifstofustarf Óskum að ráða í skrifstofustarf nú þegar til afleysinga. Umsóknum skal skilað fyrir 21. júní til rafveitustjóra á eyðublöðum sem hér fást. Allar nánari upplýsingar hjá rafveitustjóra í síma 51335. RAFVEITA HAFNARFJARÐAR Hafnfirðingar Stuðningsmenn Vigdísar Finnbogadóttur forseta hafa aðstöðu á Reykjavíkurvegi 60, sími 651907. Kjörskrá liggur frammi ásamt upplýsingum um kjörstaði erlendis. Skrifstofan verður opin daglega kl. 16-20, laugardagaog sunnudagakl. 14-16. STUÐNINGSMENN Kaffi á könnunni GVENDUR GAFLARI: Deyfð og doði yfir miðbænum Glaumur og glaðværð hefur einkennt bæjarlífið að undanförnu. Tilefnið hefur ekki farið framhjá neinum. Hafnarfjörður er áttrætt afmælisbarn. Tyllidagsins var minnst með ýmsum glaðværum hætti eins og vera ber. Fjölskylduskemmtanir og uppákomur glöddu ýmsa bæjarbúa. Þátttakan í ýmsum uppákomum hefði þó mátt vera almenn- ari en raun bar vitni. En slík tímamót eru þó vissulega tilefni til að þeirra sé minnst. Frá afmœlishátíðarhöldunum í Hellisgerði, þegar bcejarfélaginu var afhentur skrúðgarðurinn við formlegrar eignar. Gefandi var Málfundarfélagið Magni. Hafnarfjörður á sér merka sögu, athafnasama, pólitíska og stundum róstusama. Auðvitað hafa skipst á skin og skúrir, en oft- ast hefur bærinn alið börn sín vel, þegar litið er til fortíðarinnar. Mikil atvinna og athafnasemi hef- ur oftast einkennt bæjarlífið, þó kreppuskeið hafi einnig dunið yfir. Að loknum gleðskapnum og þegar til framtíðarinnar er litið, þá er það kannski aðallega tvennt sem borið hefur upp á einmitt á þessum tímamótum, sem mesta athygli hefur vakið og á eftir að marka næstu sporin á ferlinum. Það er vígsla Menningarmið- stöðvarinnar og svo ákvörðunin um hvar útsölustaður áfengisút- sölunnar skuli verða. Auðvitað merkir áfangar hvorir tveggja. Gárungamir bollaleggja, hvor áfanginn muni verða fjölsóttari, Menningarmiðstöðin eða „ríkið“. Illmögulegt mun verða að spá um á hvorum staðnum ösin verður meiri. En ekki þarf að efa að báð- ar þessar stofnanir muni marka á sinn hátt feril næsta áratugarins í bæjarlífinu. Sumir spá því þó, að hin mikla bílaumferð til Reykja- víkur, ekki síst á föstudögum, muni snarminnka. Það er þó alla- vega til góðs því umferðin á milli bæjanna er orðin ógnvekjandi á stundum, svo ekki sé meira sagt. Engu skal þó spáð um það í þess- um pistli því reynslan ein kann að kveða upp úr um það. En við skul- um aðeins vona, að þessir vaxtar- broddar í bæjarlífinu verði til góðs eins og friðsemdar hvor á sinn hátt og þrífist hvor með öðrum. Eins áfanga er þó saknað í glaumi og gleði þessara merku tímamóta, sem vissulega hefði sett svip á afmælið. Engin skólfu- stunga var tekin í sambandi við uppbyggingu miðbæjarins. Slík skóflustunga hefði þó vissulega kórónað annars glæsileg veislu- höld. Uppbygging miðbæjarins samkvæmt nýju og glæsilegu skipulagi hefur þó öðru hvoru ver- ið sýnt og kynnt bæjarbúum, teikningar sýndar af glæsihöllum og göngustígum. Verslunar- og þjónustukjarni í miðbænum er enn aðeins kyrrlát draumsýn en er orðin brýn framkvæmd í harðri samkeppni við önnur bæjarfélög sem byggja stórt og glæsilega til að laða til sín verslun og þjónustu. Hafnarfjörður þarf að gera gang- skör að því að halda sínum hlut og helst ögn betur. Það er fallin deyfð og doði yfir miðbæinn, enda þar fátt til upplífgunar nema bæjarskrifstofumar og bankarnir. Betur má ef duga skal. Of lítið hefur heyrst að undanfömu um framkvæmdir og framtak. Á þessum tímamótum hefði vissulega verið vel við hæfi að stíga á stokk og tilkynna um upp- haf fyrsta áfangans og taka eins og eina skóflustungu og boða þannig eftirminnilega upphaf fram- kvæmda. 7 I

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.