Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.06.1988, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 15.06.1988, Blaðsíða 1
^X Ifcw FERÐASKRIFSTOFA BæjarhraunilO Hafnarfiröi Sími 652266 FJflRDflR ptóturmn 21. TBL 1988-6. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR15.JÚNÍ VERÐ KR. 50,- • _JLK_ FERÐASKRIFSTOFA Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími652266 Samningar um undiibúning að nýju álveri vi6 Straumsvík tókust í London í gæn Undirritun samninganna í Reykjavík 4. júlí n.k. íslenska álviðræðunefndin átti fund með fulltrúum fjögurra stórfyrirtækja í áliðnaði í London í gær. Fund- arefnið var bygging nýs hundrað þúsund tonna álvers við Straumsvík með þátttöku þessara fjögurra fyrirtækja, en eitt af því er Alusuisse. Samningar um undirbúning verða undirritaðir í Reykjavík 4. júlí n.k. og er reiknaö með að nýja álverið geti hafið starfsemi í byrjun árs 1992. Eins og skýrt hefur verið frá voru það þrjú stórfyrirtæki, sem náð höfðu samkomulagi um að hefja undirbúning að byggingu nýs álvers við Straumsvík. Síðar gerðist það, að Alusuisse, eig- andi ISAL, vildi einnig fá að vera með og hefur álviðræðunefndin átt nokkra fundi vegna þess síð- ustu vikur. Það fékkst síðan endanlega útkljáð á fundinum í London í gær, að þessi fjögur stór- fyrirtæki virðast ætla að ná saman um viðbótarframleiðsluna. Undirbúningurinn mun miðast við að fyrst verði reist 90-110 þús- und tonna álver, sem síðar yrði stækkað um hérumbil annað eins. ÍSAL er að stærðargráðunni 88 þúsund tonn, þannig að heildar- framleiðslumagn áls við Straums- vík yrði allt að 300 þúsund tonn, þegar framkvæmdum lýkur. Reiknað er með, að um 500 manns fái vinnu við hið nýja álver. Það eru fyrirtækin Austria- Metall frá Austurríki, Granges frá Svíþjóð og hollenska fyrirtæk- ið Aluminet Beheer, auk Alusui- sse sem hér eiga hlut að máli. Áður en Alusuísse lýsti áhuga sín- um á að verða eignaraðili að nýja álverinu höfðu hin fyrirtækin þrjú náð samkoulagi um stofnun undirbúningsfélags strax í sumar. Nýja samkomulagið, með aðild Alusuisse, gerir ráð fyrir minna formlegum samningi um sérstak- an starfshóp að undirbúningnum. í íslensku álviðræðunefndinni, sem kom frá London seint í gær- kvöldi, voru þeir Jóhannes Nordal, sem er formaður, Guð- mundur G. Þórarinsson, auk þess Halldór Kristjánsson lögfræðing- ur iðnaðarráðuneytisins og Garð- ar Ingvarsson. Fjarðarpósturin ræddi við Hall- dór símleiðis til London í gær um það leyti sem samningaviðræðun- um lauk. Hann sagði að íslendin- garnir væru mjög ánægðir með niðurstöðuna, þeir hefðu ekki búist við svo góðri og skjótri niðurstöðu í málinu. Stórhýsið var samþykkt sl. mánudag Skipulagsnefnd bæjarins samþykkti á fundi sínum sl. mánudag stór- hýsið nýja á lóð steinullarhússins við Lækjargötu. Var samþykktin gerð með fyrirvara um að ekki komi fram andmæli af hálfu íbúa, en samþykktinni verður vísað til Skipulagsstjórnar ríkisins. Að sögn Jóhannesar Kjarval skipulagsstjóra verður málið kynnt bæjarbúum fljótlega, þó ekki sé ákveðið með hvaða hætti það verður gert. Leyfð nýting á lóðinni, sam- sögn Jóhannesar er þó ekki um kvæmt samþykktu skipulagi, er hærrahúsaðræða, enleyfilegter, 2.200 fermetrar, en nýja húsið einvörðungu er samþykkt meira mun verða 3.700 fermetrar. Að nýtingarhlutfall. Sagði Jóhannes Gleóilega þjóóhátíö Þjóðhátíðardagurinn, 17. júní, er á föstudag. Fjarðarpósturinn óskar öllum lesendum sínum gleðilegrar hátíðar. Dagskrá hátíðar- haldanna í Hafnarfirði er á bls. 3, en þau eru í umsjón Æskulýðs- og tómstundaráðs að þessu sinni. það unnt m.a. vegna staðsetning- ar bílageymsla, sem verða inni í landinu. Tvær leiðir eru til við kynningu á nýju samþykktinni. Annars veg- ar er að breytingin verði metin minni háttar og þá verði málið kynnt. Hins vegar, ef breytingin er metin meiri háttar, þarf sex vikna auglýsingatíma og síðan tveggja vikna bið. Jóhannes sagði að ætlunin væri að kynna málið rækilega fyrir bæjarbúum, hvor leiðin sem yrði fyrir valinu. Ibúðabyggð viöenda Suðurgötu Verið er að vinna að skipu- lagi á svæði við enda Suður- götu, þ.e. við Ásbraut. Fyrir- hugað er að úthluta það lóð- um fyrir íbúðabyggð. Ætlunin mun að þarna verði íbúðasvæði fyrir 20-30 íbúðir og að unnt verði að hefja framkvæmdir á svæðinu fljótlega.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.